Hlutu styrk fyrir hönnunarfræðslu fyrir börn og ungmenni Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 29. maí 2021 20:00 Styrkþegar ásamt Lilju D. Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra við úthlutun í Hörpu fyrir helgi. Miðstöð hönnunar og arkitektúrs Miðstöð hönnunar og arkitektúrs í samstarfi við List fyrir alla hlaut í þessari viku styrk úr Barnamenningarsjóði fyrir verkefnið Hönnun fyrir alla - hönnuðir framtíðarinnar. Um er að ræða framleiðslu á stuttum og vönduðum þáttum, kennsluefni um hönnun og arkitektúr sem miðast að börnum og ungmennum. „Ljósi verður varpað á fjölbreytilegar greinar hönnunar og störf sem tengjast þeim með aðgengilegum og áhugaverðum hætti. Fjallað verður um allt frá arkitektúr til fatahönnunar, grafíska hönnun, yfir í húsgagnahönnun, vöruhönnun, stafræna hönnun og upplifunarhönnun,“ segir í tilkynningu Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, tilkynntu í Hörpu um úthlutun úr Barnamenningarsjóði Íslands. Alls fengu 37 verkefni styrk og nemur heildarfjárhæð styrkjanna 90 milljónum króna en alls bárust 113 umsóknir. Hlutverk sjóðsins er að fjármagna og styðja við fjölbreytta starfsemi á sviði barnamenningar með áherslu á sköpun, listir og virka þátttöku barna í menningarlífi. „Markmið verkefnisins Hönnun fyrir alla - hönnuðir framtíðarinnar er að auka aðgengi kennara og nemenda í grunn- og framhaldsskólum landsins að vönduðu efni um hönnun og arkitektúr. Þar mun koma fram um hvað greinarnar snúast, hvernig greinarnar standa á Íslandi og hvaða tækifæri og störf greinarnar bjóða upp á. Efnið miðast að börnum og ungmennum þar sem áhersla verður lögð á að það sé áhugavert um leið og það skapar tækifæri fyrir kennara að fjalla um greinarnar og tengja við nærumhverfi nemenda, hvar sem þau búa.“ Þáttunum verður miðlað á Listveitunni, vef List fyrir alla og á heimasíðu og miðlum Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs. Tíska og hönnun HönnunarMars Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Fleiri fréttir Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
„Ljósi verður varpað á fjölbreytilegar greinar hönnunar og störf sem tengjast þeim með aðgengilegum og áhugaverðum hætti. Fjallað verður um allt frá arkitektúr til fatahönnunar, grafíska hönnun, yfir í húsgagnahönnun, vöruhönnun, stafræna hönnun og upplifunarhönnun,“ segir í tilkynningu Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, tilkynntu í Hörpu um úthlutun úr Barnamenningarsjóði Íslands. Alls fengu 37 verkefni styrk og nemur heildarfjárhæð styrkjanna 90 milljónum króna en alls bárust 113 umsóknir. Hlutverk sjóðsins er að fjármagna og styðja við fjölbreytta starfsemi á sviði barnamenningar með áherslu á sköpun, listir og virka þátttöku barna í menningarlífi. „Markmið verkefnisins Hönnun fyrir alla - hönnuðir framtíðarinnar er að auka aðgengi kennara og nemenda í grunn- og framhaldsskólum landsins að vönduðu efni um hönnun og arkitektúr. Þar mun koma fram um hvað greinarnar snúast, hvernig greinarnar standa á Íslandi og hvaða tækifæri og störf greinarnar bjóða upp á. Efnið miðast að börnum og ungmennum þar sem áhersla verður lögð á að það sé áhugavert um leið og það skapar tækifæri fyrir kennara að fjalla um greinarnar og tengja við nærumhverfi nemenda, hvar sem þau búa.“ Þáttunum verður miðlað á Listveitunni, vef List fyrir alla og á heimasíðu og miðlum Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs.
Tíska og hönnun HönnunarMars Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Fleiri fréttir Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira