Vonast til að frammistaðan í nótt hjálpi honum að halda landsliðssætinu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. maí 2021 11:01 Birkir Már skoraði og nældi sér í gult spjald í leik næturinnar. KSÍ Hægri bakvörðurinn Birkir Már Sævarsson skoraði eina mark Íslands í naumu 2-1 tapi gegn Mexíkó í nótt. Hann ræddi við KSÍ eftir leik og sjá má viðtalið neðst í fréttinni. „Mjög ánægður með frammistöðuna, sérstaklega í fyrri hálfleik. Fannst við ná að loka á allt sem þeir voru að gera og vorum að skapa okkur hálf færi, möguleg færi – man það ekki alveg samt en áðum góðu marki.“ „Í seinni hálfleik vissum við að þeir myndu koma aðeins á okkur og vera meira með boltann. Við hefðum kannski viljað halda boltanum aðeins betur þegar við unnum hann og ná að skapa okkur aðeins meira en Andri Fannar [Baldursson] og við hefðum getað komist í 2-0 sem hefði verið gott.“ „Svo settu þeir inn góða leikmenn, við orðnir þreyttir og þeir náðu að setja inn góða pressu sem þýddi að þeir tróðu inn þessum tveimur mörkum,“ sagði Birkir Már um leikinn í nótt. Leikurinn var spilaður fyrir framan 40 þúsund manns. „Frábær stemmning. Geggjað að fá að spila fyrir framan áhorfendur aftur. Maður er vanur að heyra bergmálið í sjálfur sér þegar maður er að spila. Frábært að fá 40 þúsund áhorfendur, þetta var reyndar ekki fullur völlur en að fá svona mikið af fólki og þessa geggjuðu stemmningu. Það gefur manni helling,“ sagði Birkir Már sem spilar í dag með Val í Pepsi Max deildinni á Íslandi. Um markið „Minnir að ég hafi fengið góðan bolta frá Aroni Einari [Gunnarssyni, fyrirliða] upp í hornið. Næ góðri snertingu framhjá varnarmanninum og svo vissi ég að vinstri fóturinn væri ekki að fara teikna neina gullsendingu á hausinn á Kolla [Kolbeini Sigþórssyni] svo ég ákvað að senda hann í áttina að markinu og sjá hvað það myndi gefa okkur. Sem betur fer fór hann inn,“ sagði Birkir Már og glotti við tönn. Birkir Már smellti þessum í netið.KSÍ Styttist í að Birkir Már leiki sinn 100. landsleik „Nei, ég ætla að byrja á að reyna halda mér í landsliðinu og fá að spila þessa leiki í haust. Tel mig allavega hafa lagt inn umsókn um að spila þessa leiki í haust og vonandi helst ég heill og næ að spila sem flesta leiki með Val áður en að því kemur,“ sagði Birkir Már að endingu aðspurður hvort hann væri byrjaður að skipuleggja teitið sem yrði haldið þegar hann nær 100 A-landsleikjum fyrir Íslands hönd. Viðtal við Birki Má Sævarsson sem lék sinn 98. A-landsleik í vináttuleiknum gegn Mexíkó í Dallas á laugardagskvöldið. pic.twitter.com/2v2IiBRTIj— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) May 30, 2021 Fótbolti Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Sjá meira
„Mjög ánægður með frammistöðuna, sérstaklega í fyrri hálfleik. Fannst við ná að loka á allt sem þeir voru að gera og vorum að skapa okkur hálf færi, möguleg færi – man það ekki alveg samt en áðum góðu marki.“ „Í seinni hálfleik vissum við að þeir myndu koma aðeins á okkur og vera meira með boltann. Við hefðum kannski viljað halda boltanum aðeins betur þegar við unnum hann og ná að skapa okkur aðeins meira en Andri Fannar [Baldursson] og við hefðum getað komist í 2-0 sem hefði verið gott.“ „Svo settu þeir inn góða leikmenn, við orðnir þreyttir og þeir náðu að setja inn góða pressu sem þýddi að þeir tróðu inn þessum tveimur mörkum,“ sagði Birkir Már um leikinn í nótt. Leikurinn var spilaður fyrir framan 40 þúsund manns. „Frábær stemmning. Geggjað að fá að spila fyrir framan áhorfendur aftur. Maður er vanur að heyra bergmálið í sjálfur sér þegar maður er að spila. Frábært að fá 40 þúsund áhorfendur, þetta var reyndar ekki fullur völlur en að fá svona mikið af fólki og þessa geggjuðu stemmningu. Það gefur manni helling,“ sagði Birkir Már sem spilar í dag með Val í Pepsi Max deildinni á Íslandi. Um markið „Minnir að ég hafi fengið góðan bolta frá Aroni Einari [Gunnarssyni, fyrirliða] upp í hornið. Næ góðri snertingu framhjá varnarmanninum og svo vissi ég að vinstri fóturinn væri ekki að fara teikna neina gullsendingu á hausinn á Kolla [Kolbeini Sigþórssyni] svo ég ákvað að senda hann í áttina að markinu og sjá hvað það myndi gefa okkur. Sem betur fer fór hann inn,“ sagði Birkir Már og glotti við tönn. Birkir Már smellti þessum í netið.KSÍ Styttist í að Birkir Már leiki sinn 100. landsleik „Nei, ég ætla að byrja á að reyna halda mér í landsliðinu og fá að spila þessa leiki í haust. Tel mig allavega hafa lagt inn umsókn um að spila þessa leiki í haust og vonandi helst ég heill og næ að spila sem flesta leiki með Val áður en að því kemur,“ sagði Birkir Már að endingu aðspurður hvort hann væri byrjaður að skipuleggja teitið sem yrði haldið þegar hann nær 100 A-landsleikjum fyrir Íslands hönd. Viðtal við Birki Má Sævarsson sem lék sinn 98. A-landsleik í vináttuleiknum gegn Mexíkó í Dallas á laugardagskvöldið. pic.twitter.com/2v2IiBRTIj— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) May 30, 2021
Fótbolti Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Sjá meira