„Fólk í Suðurkjördæmi kaus konu í oddvitasætið í gær sem hefur aldrei á ævi sinni komið inn í Alþingisúsið“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 30. maí 2021 13:14 Guðrún Hafsteinsdóttir bar sigur úr býtum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. AÐSEND Njáll Trausti Friðbertsson hafði öruggan sigur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi í gær. Guðrún Hafsteinsdóttir bar sigur úr býtum í Suðurkjördæmi. Oddvitarnir ætla sér báðir að ná fleiri mönnum á þing nú en í síðustu alþingiskosningum. Guðrún Hafsteinsdóttir bar sigur úr býtum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi í gær og mun því leiða lista flokksins í næstkomandi alþingiskosningum. „Ég verð nú bara að vera alveg hreinskilin við þig og viðurkenna það að mér hefur fundist þetta allt hálf óraunverulegt og ég kannski er ekki alveg búin að ná utan um atburðarásina,“ segir Guðrún. Reynslan úr atvinnulífinu mikilvæg Guðrún hlaut 2.183 atkvæði af þeim 4.647 sem greidd voru. Hún segir að reynsla hennar úr atvinnulífinu hafi að líkindum skilað henni sigri. „Ég vil taka það fram að mótframbjóðandi minn er mjög frambærilegur maður sem hefur unnið vel og allt okkar á milli hefur verið mjög drengilegt og unnið að mikilli virðingu. Það sem ég skynjaði kannski helst var reynsla mín úr atvinnulífinu. Það var kannski það ákall sem fólk beindi til mín þegar það var að hvetja mig til þess að stíga fram og gefa kost á mér, að það vantaði rödd úr atvinnulífinu og reynslu þaðan og ég held að það hafi kannski skipt mestu máli.“ Ætla að ná fjórum mönnum inn á þing Vilhjálmur Árnason sem sóttist einnig eftir fyrsta sætinu hafnaði í öðru sæti með 2.651 atkvæði samanlagt í fyrsta og annað sæti. Guðrún segir sameiningu innan kjördæmisins og segist hún sannfærð um að ná fjórum mönnum inn á þing í haust. Guðrún segist viss um að áherslubreytingar verði í kjördæminu. „Ég geri fastlega ráð fyrir því. Það koma alltaf inn nýjar breytingar með nýju fólki.“ Ekki búin að ákveða umfjöllunarefni jómfrúarræðunnar Nær öruggt er að Guðrún er á leið inn á þing í haust. Hún kveðst ekki vera búin að ákveða um hvað hún fjalli í jómfrúarræðu sinni á Alþingi. „Ég verð að viðurkenna það að fólk í Suðurkjördæmi kaus konu í oddvitasætið í gær sem hefur aldrei á ævi sinni komið inn í Alþingisúsið.“ Njáll með öruggan sigur Njáll Trausti Friðbertsson hafði betur gegn Gauta Jóhannessyni í baráttunni um fyrsta sætið á lista flokksins í Norðausturkjördæmi. Njáll hafði nokkuð öruggan sigur og endaði með 816 atkvæði af þeim 1.570 sem greidd voru. „Þetta gekk mjög vel og ég fæ afgerandi kosningu í fyrsta sætið þannig auðvitað er ég mjög ánægður með hvernig gekk og niðurstöðu prófkjörsins,“ sagði Njáll Trausti. Hann segir að vel hafi gengið með mál hans í þinginu og það hafi mögulega haft áhrif á sigur hans. „Fólk veit hvað ég stend fyrir og náðst góður árangur í mörgum af þeim málum sem ég hef verið að vinna með. Auðvitað hefur þetta litið mikið að innviðum landsins, að tryggja þá. Áhersla á innviði á landsbyggðinni, samgöngur, fjarskiptin og raforkumálin.“ „Ég skil alveg gremju um þessi mál almennt“ Berglind Ósk Guðmundsson hafnaði í öðru sæti listans. Því er ljóst að tveir efstu menn listans eru úr Eyjafirði. Er það ekkert bagalegt, að eystri hlutar kjördæmisins hafi kannski ekki beinan talsmann? „Auðvitað er þetta gríðarlega flókið kjördæmi,“ segir Njáll Trausti og bendir á að þeir sem höfnuðu í þriðja til fimmta sæti séu að austan. „Þetta er mikil breyting á ásýndinni. Það yngist mikið listinn. Góð kynjaskipting þannig að ég held að það raðist mjög vel upp á listann en sannarlega er það þannig að kjördæmið er flókið og ég skil alveg gremju um þessi mál almennt.“ Njáll Trausti kveðst ánægður með listann og ætlar að ná þremur mönnum inn á þing í haust. Gauti þiggur ekki þriðja sætið Gauti Jóhannesson sem sóttist eftir fyrsta sætinu gegn Njáli Trausta hafnaði í því þriðja. Hann hefur tekið ákvörðun um að þiggja ekki sæti á lista flokksins. Alþingiskosningar 2021 Suðurkjördæmi Norðausturkjördæmi Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Tengdar fréttir Guðrún hafði betur í Suðurkjördæmi Guðrún Hafsteinsdóttir bar sigur úr býtum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, sem fór fram í gær. Lokatölur bárust upp úr miðnætti en alls greiddu 4.647 atkvæði. Af þeim voru gildir seðlar 4.533 en auðir og ógildir 114. 30. maí 2021 07:43 Njáll Trausti sigrar í Norðausturkjördæmi Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafði betur gegn Gauta Jóhannessyni, forseta sveitastjórnar Múlaþings, í baráttunni um fyrsta sætið á lista flokksins í Norðausturkjördæmi. 30. maí 2021 01:32 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Guðrún Hafsteinsdóttir bar sigur úr býtum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi í gær og mun því leiða lista flokksins í næstkomandi alþingiskosningum. „Ég verð nú bara að vera alveg hreinskilin við þig og viðurkenna það að mér hefur fundist þetta allt hálf óraunverulegt og ég kannski er ekki alveg búin að ná utan um atburðarásina,“ segir Guðrún. Reynslan úr atvinnulífinu mikilvæg Guðrún hlaut 2.183 atkvæði af þeim 4.647 sem greidd voru. Hún segir að reynsla hennar úr atvinnulífinu hafi að líkindum skilað henni sigri. „Ég vil taka það fram að mótframbjóðandi minn er mjög frambærilegur maður sem hefur unnið vel og allt okkar á milli hefur verið mjög drengilegt og unnið að mikilli virðingu. Það sem ég skynjaði kannski helst var reynsla mín úr atvinnulífinu. Það var kannski það ákall sem fólk beindi til mín þegar það var að hvetja mig til þess að stíga fram og gefa kost á mér, að það vantaði rödd úr atvinnulífinu og reynslu þaðan og ég held að það hafi kannski skipt mestu máli.“ Ætla að ná fjórum mönnum inn á þing Vilhjálmur Árnason sem sóttist einnig eftir fyrsta sætinu hafnaði í öðru sæti með 2.651 atkvæði samanlagt í fyrsta og annað sæti. Guðrún segir sameiningu innan kjördæmisins og segist hún sannfærð um að ná fjórum mönnum inn á þing í haust. Guðrún segist viss um að áherslubreytingar verði í kjördæminu. „Ég geri fastlega ráð fyrir því. Það koma alltaf inn nýjar breytingar með nýju fólki.“ Ekki búin að ákveða umfjöllunarefni jómfrúarræðunnar Nær öruggt er að Guðrún er á leið inn á þing í haust. Hún kveðst ekki vera búin að ákveða um hvað hún fjalli í jómfrúarræðu sinni á Alþingi. „Ég verð að viðurkenna það að fólk í Suðurkjördæmi kaus konu í oddvitasætið í gær sem hefur aldrei á ævi sinni komið inn í Alþingisúsið.“ Njáll með öruggan sigur Njáll Trausti Friðbertsson hafði betur gegn Gauta Jóhannessyni í baráttunni um fyrsta sætið á lista flokksins í Norðausturkjördæmi. Njáll hafði nokkuð öruggan sigur og endaði með 816 atkvæði af þeim 1.570 sem greidd voru. „Þetta gekk mjög vel og ég fæ afgerandi kosningu í fyrsta sætið þannig auðvitað er ég mjög ánægður með hvernig gekk og niðurstöðu prófkjörsins,“ sagði Njáll Trausti. Hann segir að vel hafi gengið með mál hans í þinginu og það hafi mögulega haft áhrif á sigur hans. „Fólk veit hvað ég stend fyrir og náðst góður árangur í mörgum af þeim málum sem ég hef verið að vinna með. Auðvitað hefur þetta litið mikið að innviðum landsins, að tryggja þá. Áhersla á innviði á landsbyggðinni, samgöngur, fjarskiptin og raforkumálin.“ „Ég skil alveg gremju um þessi mál almennt“ Berglind Ósk Guðmundsson hafnaði í öðru sæti listans. Því er ljóst að tveir efstu menn listans eru úr Eyjafirði. Er það ekkert bagalegt, að eystri hlutar kjördæmisins hafi kannski ekki beinan talsmann? „Auðvitað er þetta gríðarlega flókið kjördæmi,“ segir Njáll Trausti og bendir á að þeir sem höfnuðu í þriðja til fimmta sæti séu að austan. „Þetta er mikil breyting á ásýndinni. Það yngist mikið listinn. Góð kynjaskipting þannig að ég held að það raðist mjög vel upp á listann en sannarlega er það þannig að kjördæmið er flókið og ég skil alveg gremju um þessi mál almennt.“ Njáll Trausti kveðst ánægður með listann og ætlar að ná þremur mönnum inn á þing í haust. Gauti þiggur ekki þriðja sætið Gauti Jóhannesson sem sóttist eftir fyrsta sætinu gegn Njáli Trausta hafnaði í því þriðja. Hann hefur tekið ákvörðun um að þiggja ekki sæti á lista flokksins.
Alþingiskosningar 2021 Suðurkjördæmi Norðausturkjördæmi Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Tengdar fréttir Guðrún hafði betur í Suðurkjördæmi Guðrún Hafsteinsdóttir bar sigur úr býtum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, sem fór fram í gær. Lokatölur bárust upp úr miðnætti en alls greiddu 4.647 atkvæði. Af þeim voru gildir seðlar 4.533 en auðir og ógildir 114. 30. maí 2021 07:43 Njáll Trausti sigrar í Norðausturkjördæmi Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafði betur gegn Gauta Jóhannessyni, forseta sveitastjórnar Múlaþings, í baráttunni um fyrsta sætið á lista flokksins í Norðausturkjördæmi. 30. maí 2021 01:32 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Guðrún hafði betur í Suðurkjördæmi Guðrún Hafsteinsdóttir bar sigur úr býtum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, sem fór fram í gær. Lokatölur bárust upp úr miðnætti en alls greiddu 4.647 atkvæði. Af þeim voru gildir seðlar 4.533 en auðir og ógildir 114. 30. maí 2021 07:43
Njáll Trausti sigrar í Norðausturkjördæmi Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafði betur gegn Gauta Jóhannessyni, forseta sveitastjórnar Múlaþings, í baráttunni um fyrsta sætið á lista flokksins í Norðausturkjördæmi. 30. maí 2021 01:32