Seinni bylgjan: Rúnar Sigtryggsson las dómurunum fyrir norðan pistilinn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. maí 2021 23:31 Rúnar Sigtryggsson lét óánægju sína í ljós í þætti Seinni bylgjunnar á föstudaginn. Umdeilt atvik átti sér stað í lokasókn Þórs frá Akureyri þegar þeir heimsóttu KA í lokaumferð Olís deildar karla á dögunum. Gestirnir vildu þá fá víti eða mark dæmt gilt, en dómarar leiksins dæmdu aukakast sem varð til þess að niðurstaðan varð 19-19 jafntefli. Þegar aðeins nokkrar sekúndur voru eftir höfðu Þórsarar tækifæri á að stela sigrinum. Garðar Már fann þá Þórð Tandra inni á línunni og Þórður skoraði. Það virtist þó vera brotið á Þórði, en í staðin fyrir að dæma víti eða leyfa markinu að standa, dæmdu dómarar leiksins aukakast. Gestirnir þurftu að reyna skot úr aukakastinu þegar tíminn var búinn sem sigldi framhjá markinu. Klippa: Rúnar ósáttur með dómara „Þetta er bara ógeðslega lélegt“ Leikmenn, þjálfarar og stuðningsmenn Þórs skildu ekkert í þessari ákvörðun. Sérfræðingar Seinni bylgjunnar gerðu það ekki heldur. Einar Andri sagði að markið ætti að standa og Rúnar Sigtryggsson sagði atvikið skandal. „Það átti auðvitað bara að dæma mark,“ sagði Einar Andri. “Hann er bara of fljótur að dæma og alveg á „crucial“ mómenti, því miður. Þetta átti bara að vera sigurmark hjá Þór.“ Rúnar Sigtryggsson greip þá boltann og fór lengra í sinni ræðu. „Þetta er ekkert því miður,“ sagði Rúnar. „Þetta er bara skandall að dæma þetta. Það er bara ósköp einfalt. Hann er kominn með vítið og það hefur aldrei verið flautað svona snemma.“ „Þetta er eiginlega meira viljaverk heldur en að þetta séu mistök finnst mér. Þetta er bara svo borðleggjandi hvað þetta eru mikil mistök og bara lélegt. Þetta er bara ógeðslega lélegt.“ Dómarar leiksins voru að dæma sinn fyrsta leik í Olís deild karla og Einar Andri hrósaði þeim fyrir flest annað í leiknum. „Þeir dæmdu leikinn vel en það eru þessi stóru augnablik sem þurfa að vera í lagi. Þetta er fyrsti leikurinn sem þeir dæma og eru búnir að vera að standa sig vel í vetur í kvennadeildinni og neðri deildunum og fá þess vegna tækifærið.“ „En þetta er auðvitað bara mark eða vítakast og menn taka það út úr leiknum þó að þeir hafi dæmt vel fram að því.“ „Menn verða að fá tækifæri til að taka þessa leiki og gera mistök líka til þess að verða betri. Þeir munu pottþétt ekki klikka á þessu aftur.“ Rúnar hélt þá áfram að láta í sér heyra og var ekki alveg sammála kollega sínum. „Þeir gera mistök og þetta eru „crucial“ mistök og það er allt í lagi að tala um það. Þetta er orðin einhver mest verndaða stétt landsins, dómarar í handbolta. Það er ekkert að fleyta þeima áfram.“ „Erum við með dómara á alþjóðamótum? Nei, ekki lengur. Hérna fyrir löngu síðan þá gáfu menn dómurum einkunn í blaðaskrifunum og þá vorum við með dómara á lokamótum.“ „Þetta er orðið eitthvað svo verndað. Mér finnst allt í lagi að segja „Þið dæmduð vel en þetta er mikilvægt“. Það er allt í lagi að segja það.“ Atvikið og umræðuna í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Seinni bylgjan Olís-deild karla KA Þór Akureyri Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Í beinni: Manchester United - Brighton | Ná Rauðu djöflarnir að tengja saman sigra? Enski boltinn „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn Fleiri fréttir Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ Sjá meira
Þegar aðeins nokkrar sekúndur voru eftir höfðu Þórsarar tækifæri á að stela sigrinum. Garðar Már fann þá Þórð Tandra inni á línunni og Þórður skoraði. Það virtist þó vera brotið á Þórði, en í staðin fyrir að dæma víti eða leyfa markinu að standa, dæmdu dómarar leiksins aukakast. Gestirnir þurftu að reyna skot úr aukakastinu þegar tíminn var búinn sem sigldi framhjá markinu. Klippa: Rúnar ósáttur með dómara „Þetta er bara ógeðslega lélegt“ Leikmenn, þjálfarar og stuðningsmenn Þórs skildu ekkert í þessari ákvörðun. Sérfræðingar Seinni bylgjunnar gerðu það ekki heldur. Einar Andri sagði að markið ætti að standa og Rúnar Sigtryggsson sagði atvikið skandal. „Það átti auðvitað bara að dæma mark,“ sagði Einar Andri. “Hann er bara of fljótur að dæma og alveg á „crucial“ mómenti, því miður. Þetta átti bara að vera sigurmark hjá Þór.“ Rúnar Sigtryggsson greip þá boltann og fór lengra í sinni ræðu. „Þetta er ekkert því miður,“ sagði Rúnar. „Þetta er bara skandall að dæma þetta. Það er bara ósköp einfalt. Hann er kominn með vítið og það hefur aldrei verið flautað svona snemma.“ „Þetta er eiginlega meira viljaverk heldur en að þetta séu mistök finnst mér. Þetta er bara svo borðleggjandi hvað þetta eru mikil mistök og bara lélegt. Þetta er bara ógeðslega lélegt.“ Dómarar leiksins voru að dæma sinn fyrsta leik í Olís deild karla og Einar Andri hrósaði þeim fyrir flest annað í leiknum. „Þeir dæmdu leikinn vel en það eru þessi stóru augnablik sem þurfa að vera í lagi. Þetta er fyrsti leikurinn sem þeir dæma og eru búnir að vera að standa sig vel í vetur í kvennadeildinni og neðri deildunum og fá þess vegna tækifærið.“ „En þetta er auðvitað bara mark eða vítakast og menn taka það út úr leiknum þó að þeir hafi dæmt vel fram að því.“ „Menn verða að fá tækifæri til að taka þessa leiki og gera mistök líka til þess að verða betri. Þeir munu pottþétt ekki klikka á þessu aftur.“ Rúnar hélt þá áfram að láta í sér heyra og var ekki alveg sammála kollega sínum. „Þeir gera mistök og þetta eru „crucial“ mistök og það er allt í lagi að tala um það. Þetta er orðin einhver mest verndaða stétt landsins, dómarar í handbolta. Það er ekkert að fleyta þeima áfram.“ „Erum við með dómara á alþjóðamótum? Nei, ekki lengur. Hérna fyrir löngu síðan þá gáfu menn dómurum einkunn í blaðaskrifunum og þá vorum við með dómara á lokamótum.“ „Þetta er orðið eitthvað svo verndað. Mér finnst allt í lagi að segja „Þið dæmduð vel en þetta er mikilvægt“. Það er allt í lagi að segja það.“ Atvikið og umræðuna í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan Olís-deild karla KA Þór Akureyri Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Í beinni: Manchester United - Brighton | Ná Rauðu djöflarnir að tengja saman sigra? Enski boltinn „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn Fleiri fréttir Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ Sjá meira