„Við vorum augljóslega ekki velkomnir og þeim er sama um okkur“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 31. maí 2021 15:30 Elínborg segir að hún hafi ekki verið með sérlega mikla list fyrir kömum Áslaugar. samsett/aðsend/instagram Ein þeirra sem mætti óvænt í kosningakaffi Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra síðasta laugardag til að spyrja hana spjörunum úr um málefni hælisleitenda, segir viðtökurnar í kaffinu ekki hafa verið eins góðar og frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins vildu meina við Vísi um helgina. Þó þeim hafi vissulega verið boðið kaffi eftir nokkra stund var tónlistin hækkuð í botn í salnum þegar þau mættu og fóru að spyrja ráðherrann spurninga sinna, hringt var á lögregluna og þau spurð hvort þeim þætti virkilega viðeigandi að mæta í kaffið. „Við sögðum að okkur þætti það viðeigandi, já, þegar þetta er opið kaffi sem Áslaug Arna heldur fyrir prófkjör. Og ég efast ekki um að flóttamennirnir sem voru þarna inni voru fólkið sem átti hve mest undir hennar ákvörðunum af öllum þarna. Þannig ef einhver átti erindi við hana þennan dag þá voru það þeir,“ segir Elínborg Harpa Önundardóttir, aðgerðasinni í málefnum flóttamanna. Þrír flóttamenn á götunni vildu svör Hópurinn taldi um tíu manns en í honum voru meðal annars þrír þeirra fjórtán flóttamanna sem búa á götunni eftir að Útlendingastofnun ákvað að svipta þá allri þjónustu. „Það var málið sem við vorum að spyrja ráðherrann út í, ekki útlendingalöggjöfin eins og hún vildi meina heldur hvers vegna hún gripi ekki í taumana þegar stofnun á hennar vegum hefði hent þeim á götuna, hvort hún teldi það vera löglegt og hvort henni þætti þetta mannúðleg stefna.“ Vísir greindi frá því á laugardaginn að um tíu manna hópur hefði ruðst inn í kosningakaffi Áslaugar Örnu með símana á lofti til að spyrja hana út í málefni hælisleitenda. Af þeim gestum kaffisins sem Vísir heyrði frá mátti skilja að nokkuð fát hefði komið á gestina við uppákomuna. Í samtali við Vísi vildu þær Áslaug Arna og Hildur Sverrisdóttir, aðstoðarmanni ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, meina að atvikið hefði ekki verið svo óþægilegt, vel hefði verið tekið á móti hópnum og honum boðið kaffi eins og hverjum öðrum gestum. Engin afskipti lögreglu Sú var ekki alveg raunin að sögn Elínborgar: „Jú, jú, okkur var boðið kaffi þarna eftir smá tíma en þegar við mættum og fórum að spyrja Áslaugu út í þessi mál var tónlistin í salnum hækkuð í botn svo enginn heyrði neitt í neinum. Þegar við svo vildum fara að lækka tónlistina var okkur meinaður aðgangur að því.“ Þá hafi einhver á svæðinu greinilega hringt í lögregluna því þegar hluti hópsins fór fyrr úr kaffinu voru þar lögreglubílar fyrir utan. „En við vorum svo prúð að þeim hefur greinilega ekki þótt nein ástæða til að hafa afskipti af okkur,“ segir Elínborg. Hún tekur þó fram að Áslaug og Hildur hafi verið kurteisar við hópinn, það hafi aðallega verið aðrir gestir sem brugðust illa við heimsókninni. Sorglegt að heyra svör ráðherrans Hún segir tilgang heimsóknarinnar hafa verið þann að fara með flóttamennina þrjá sem búa á götunni til að fá svör frá ráðherranum um ákvarðanir Útlendingastofnunar. Eins og greint hefur verið frá ákvað stofnunin að svipta fjórtán flóttamenn allri þjónustu, fæði og húsnæði, sem neituðu að fara í Covid-19 próf þegar átti að senda þá úr landi til Grikklands. Elínborg segir svör ráðherrans hafa verið í þá átt að hún gæti ekki gripið inn í mál þessara flóttamanna því hún yrði að gæta jafnræðis. „Þar á hún við að nú þegar er búið að senda flóttamenn aftur til Grikklands sem voru boðnir þessir afarkostir og hún vildi þá meina að það væri ósanngjarnt fyrir þá ef stofnunin stæði ekki við hótanir sínar um að svipta menn þjónustu sem vildu ekki fara.“ Hún segir það hafa verið sorglegt að heyra manneskju sem hefur örlög þessara flóttamanna í höndum sér tala á þeim nótum að henni þætti það „jafnræði“ að henda þeim á götuna. „Þetta var ótrúlega skrýtið og sorglegt. Og þeir voru sorgmæddir eftir þessa heimsókn. Sögðu við okkur: Við vorum augljóslega ekki velkomnir þarna og þeim er sama um okkur.“ Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Hælisleitendur Tengdar fréttir Kærir Útlendingastofnun fyrir að svipta Palestínumann mat og húsnæði Lögmaður palestínsks flóttamanns hefur kært ákvörðun Útlendingarstofnunar um að svipta hann húsnæði og fæði til kærunefndar útlendingamála. Lögmaðurinn segir framferði stofnunarinnar með öllu ólögmætt. 20. maí 2021 17:33 Palestínumanni vísað á götuna eða til Grikklands Palestínumaður, sem hefur verið synjað um hæli hér á landi, segist vilja búa á Íslandi með fjölskyldu sinni sem er enn á Gaza. Til stendur að senda hann aftur til Grikklands þar sem lögmaður segir aðstæður vera óboðlegar og mun verri en áður en faraldurinn skall á. 18. maí 2021 18:30 Útlendingastofnun getur ekki hætt að senda til Grikklands Útlendingastofnun telur sig algjörlega bundna af gildandi lögum sem hún fylgir í máli Palestínumannanna fjórtán sem voru sviptir allri þjónustu stofnunarinnar, húsnæði og fæði. Hún geti ekki tekið mál einstaklinganna til efnislegrar meðferðar því þeir hafi hlotið vernd í Grikklandi og staða faraldursins þar sé ekki nægileg ástæða til. 27. maí 2021 07:00 Útlendingastofnun geti vel hætt að senda fólk til Grikklands Rauði krossinn furðar sig á málflutningi Útlendingastofnunar og túlkun hennar á regluverki í kring um hælisumsóknir á Íslandi. Lögfræðingur hjálparsamtakanna og talsmaður umsækjenda um alþjóðlega vernd segir það ekki rétt sem kom fram í máli Útlendingastofnunar í viðtali Vísis sem birtist í morgun. 27. maí 2021 16:01 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Þó þeim hafi vissulega verið boðið kaffi eftir nokkra stund var tónlistin hækkuð í botn í salnum þegar þau mættu og fóru að spyrja ráðherrann spurninga sinna, hringt var á lögregluna og þau spurð hvort þeim þætti virkilega viðeigandi að mæta í kaffið. „Við sögðum að okkur þætti það viðeigandi, já, þegar þetta er opið kaffi sem Áslaug Arna heldur fyrir prófkjör. Og ég efast ekki um að flóttamennirnir sem voru þarna inni voru fólkið sem átti hve mest undir hennar ákvörðunum af öllum þarna. Þannig ef einhver átti erindi við hana þennan dag þá voru það þeir,“ segir Elínborg Harpa Önundardóttir, aðgerðasinni í málefnum flóttamanna. Þrír flóttamenn á götunni vildu svör Hópurinn taldi um tíu manns en í honum voru meðal annars þrír þeirra fjórtán flóttamanna sem búa á götunni eftir að Útlendingastofnun ákvað að svipta þá allri þjónustu. „Það var málið sem við vorum að spyrja ráðherrann út í, ekki útlendingalöggjöfin eins og hún vildi meina heldur hvers vegna hún gripi ekki í taumana þegar stofnun á hennar vegum hefði hent þeim á götuna, hvort hún teldi það vera löglegt og hvort henni þætti þetta mannúðleg stefna.“ Vísir greindi frá því á laugardaginn að um tíu manna hópur hefði ruðst inn í kosningakaffi Áslaugar Örnu með símana á lofti til að spyrja hana út í málefni hælisleitenda. Af þeim gestum kaffisins sem Vísir heyrði frá mátti skilja að nokkuð fát hefði komið á gestina við uppákomuna. Í samtali við Vísi vildu þær Áslaug Arna og Hildur Sverrisdóttir, aðstoðarmanni ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, meina að atvikið hefði ekki verið svo óþægilegt, vel hefði verið tekið á móti hópnum og honum boðið kaffi eins og hverjum öðrum gestum. Engin afskipti lögreglu Sú var ekki alveg raunin að sögn Elínborgar: „Jú, jú, okkur var boðið kaffi þarna eftir smá tíma en þegar við mættum og fórum að spyrja Áslaugu út í þessi mál var tónlistin í salnum hækkuð í botn svo enginn heyrði neitt í neinum. Þegar við svo vildum fara að lækka tónlistina var okkur meinaður aðgangur að því.“ Þá hafi einhver á svæðinu greinilega hringt í lögregluna því þegar hluti hópsins fór fyrr úr kaffinu voru þar lögreglubílar fyrir utan. „En við vorum svo prúð að þeim hefur greinilega ekki þótt nein ástæða til að hafa afskipti af okkur,“ segir Elínborg. Hún tekur þó fram að Áslaug og Hildur hafi verið kurteisar við hópinn, það hafi aðallega verið aðrir gestir sem brugðust illa við heimsókninni. Sorglegt að heyra svör ráðherrans Hún segir tilgang heimsóknarinnar hafa verið þann að fara með flóttamennina þrjá sem búa á götunni til að fá svör frá ráðherranum um ákvarðanir Útlendingastofnunar. Eins og greint hefur verið frá ákvað stofnunin að svipta fjórtán flóttamenn allri þjónustu, fæði og húsnæði, sem neituðu að fara í Covid-19 próf þegar átti að senda þá úr landi til Grikklands. Elínborg segir svör ráðherrans hafa verið í þá átt að hún gæti ekki gripið inn í mál þessara flóttamanna því hún yrði að gæta jafnræðis. „Þar á hún við að nú þegar er búið að senda flóttamenn aftur til Grikklands sem voru boðnir þessir afarkostir og hún vildi þá meina að það væri ósanngjarnt fyrir þá ef stofnunin stæði ekki við hótanir sínar um að svipta menn þjónustu sem vildu ekki fara.“ Hún segir það hafa verið sorglegt að heyra manneskju sem hefur örlög þessara flóttamanna í höndum sér tala á þeim nótum að henni þætti það „jafnræði“ að henda þeim á götuna. „Þetta var ótrúlega skrýtið og sorglegt. Og þeir voru sorgmæddir eftir þessa heimsókn. Sögðu við okkur: Við vorum augljóslega ekki velkomnir þarna og þeim er sama um okkur.“
Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Hælisleitendur Tengdar fréttir Kærir Útlendingastofnun fyrir að svipta Palestínumann mat og húsnæði Lögmaður palestínsks flóttamanns hefur kært ákvörðun Útlendingarstofnunar um að svipta hann húsnæði og fæði til kærunefndar útlendingamála. Lögmaðurinn segir framferði stofnunarinnar með öllu ólögmætt. 20. maí 2021 17:33 Palestínumanni vísað á götuna eða til Grikklands Palestínumaður, sem hefur verið synjað um hæli hér á landi, segist vilja búa á Íslandi með fjölskyldu sinni sem er enn á Gaza. Til stendur að senda hann aftur til Grikklands þar sem lögmaður segir aðstæður vera óboðlegar og mun verri en áður en faraldurinn skall á. 18. maí 2021 18:30 Útlendingastofnun getur ekki hætt að senda til Grikklands Útlendingastofnun telur sig algjörlega bundna af gildandi lögum sem hún fylgir í máli Palestínumannanna fjórtán sem voru sviptir allri þjónustu stofnunarinnar, húsnæði og fæði. Hún geti ekki tekið mál einstaklinganna til efnislegrar meðferðar því þeir hafi hlotið vernd í Grikklandi og staða faraldursins þar sé ekki nægileg ástæða til. 27. maí 2021 07:00 Útlendingastofnun geti vel hætt að senda fólk til Grikklands Rauði krossinn furðar sig á málflutningi Útlendingastofnunar og túlkun hennar á regluverki í kring um hælisumsóknir á Íslandi. Lögfræðingur hjálparsamtakanna og talsmaður umsækjenda um alþjóðlega vernd segir það ekki rétt sem kom fram í máli Útlendingastofnunar í viðtali Vísis sem birtist í morgun. 27. maí 2021 16:01 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Kærir Útlendingastofnun fyrir að svipta Palestínumann mat og húsnæði Lögmaður palestínsks flóttamanns hefur kært ákvörðun Útlendingarstofnunar um að svipta hann húsnæði og fæði til kærunefndar útlendingamála. Lögmaðurinn segir framferði stofnunarinnar með öllu ólögmætt. 20. maí 2021 17:33
Palestínumanni vísað á götuna eða til Grikklands Palestínumaður, sem hefur verið synjað um hæli hér á landi, segist vilja búa á Íslandi með fjölskyldu sinni sem er enn á Gaza. Til stendur að senda hann aftur til Grikklands þar sem lögmaður segir aðstæður vera óboðlegar og mun verri en áður en faraldurinn skall á. 18. maí 2021 18:30
Útlendingastofnun getur ekki hætt að senda til Grikklands Útlendingastofnun telur sig algjörlega bundna af gildandi lögum sem hún fylgir í máli Palestínumannanna fjórtán sem voru sviptir allri þjónustu stofnunarinnar, húsnæði og fæði. Hún geti ekki tekið mál einstaklinganna til efnislegrar meðferðar því þeir hafi hlotið vernd í Grikklandi og staða faraldursins þar sé ekki nægileg ástæða til. 27. maí 2021 07:00
Útlendingastofnun geti vel hætt að senda fólk til Grikklands Rauði krossinn furðar sig á málflutningi Útlendingastofnunar og túlkun hennar á regluverki í kring um hælisumsóknir á Íslandi. Lögfræðingur hjálparsamtakanna og talsmaður umsækjenda um alþjóðlega vernd segir það ekki rétt sem kom fram í máli Útlendingastofnunar í viðtali Vísis sem birtist í morgun. 27. maí 2021 16:01