„Við erum að finna smit sem við getum ekki rakið til landamæranna“ Birgir Olgeirsson skrifar 31. maí 2021 14:16 Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, embætti landlæknis og Landspítali bjóða til upplýsingafundar fyrir blaðamenn vegna Kórónuveirunnar Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson „Ég held að þær sóttvarnaaðgerðir sem við höfum verið með virki á öll afbrigði,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir spurður út í nýtt afbrigði kórónuveirunnar sem fannst í Víetnam. Er það talið meira smitandi en önnur afbrigði veirunnar en Þórólfur hefur ekki teljandi áhyggjur af því. „Við erum með hundruð mismunandi afbrigða og óþarfi að velta sér upp úr öllum, ekki nema að eitthvert þeirra fari að hegða sér öðruvísi, eða bólusetningin virkar ekki á það,“ segir Þórólfur en hingað til hefur það ekki gerst. Fjórir hafa greinst með indverska afbrigðið á landamærum Íslands en enginn innanlands. Á miðnætti rennur út reglugerð sem kveður á um skyldudvöl í sóttvarnarhúsi fyrir fólk sem ferðast frá hááhættusvæðum. Á móti verður eftirlit með fólki í sóttkví eflt. Er það gert með svokallaðri eftirlitsnefnd sóttvarnalæknis sem hefur það hlutverk að hafa samband við fólk sem á að vera í sóttkví til að tryggja að það fari eftir öllum reglum. Þórólfur segir það mikilvægt. „Við erum að finna smit sem við getum ekki rakið til landamæranna. Það sýnir hversu viðkvæmt þetta er," segir Þórólfur um smit sem greindist rétt fyrir helgina. Enginn greindist með veiruna innanlands í gær. Þórólfur vonar að bólusetningar hér á landi muni komi að gagni næstu vikur, enda hafa 170 þúsund manns fengið að minnsta kosti eina sprautu. Samanlagt eru um 60 prósent fullorðinna með einhverskonar vernd gegn veirunni, hvort sem það er mótefni eftir að hafa fengið veiruna eða búið að fá eina til tvær sprautur af bóluefni. Þórólfur segir að til að ná hjarðónæmi þá þýði ekki bara að miða við forgangshópa. Hjarðónæmi náist með bólusetningu allrar þjóðarinnar. „Við vitum ekki nákvæmlega hvar hjarðónæmið liggur með þessa veiru en það kemst á mikil og góð vernd hjá yngri hópum þegar eldri hópar hafa verið bólusettir.“ Í næstu viku taka svo við handahófskenndar bólusetningar. Á höfuðborgarsvæðinu verða árgangar boðaðir í bólusetningu með handahófskenndum hætti. Verða árgangarnir dregnir út, líkt og nú þegar hefur verið gert á Vestfjörðum og Norðurlandi. Á Austurlandi voru árgangar settir í pott ásamt bókstöfum og dregnir þannig út. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Flugferðum aflýst Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Sjá meira
„Við erum með hundruð mismunandi afbrigða og óþarfi að velta sér upp úr öllum, ekki nema að eitthvert þeirra fari að hegða sér öðruvísi, eða bólusetningin virkar ekki á það,“ segir Þórólfur en hingað til hefur það ekki gerst. Fjórir hafa greinst með indverska afbrigðið á landamærum Íslands en enginn innanlands. Á miðnætti rennur út reglugerð sem kveður á um skyldudvöl í sóttvarnarhúsi fyrir fólk sem ferðast frá hááhættusvæðum. Á móti verður eftirlit með fólki í sóttkví eflt. Er það gert með svokallaðri eftirlitsnefnd sóttvarnalæknis sem hefur það hlutverk að hafa samband við fólk sem á að vera í sóttkví til að tryggja að það fari eftir öllum reglum. Þórólfur segir það mikilvægt. „Við erum að finna smit sem við getum ekki rakið til landamæranna. Það sýnir hversu viðkvæmt þetta er," segir Þórólfur um smit sem greindist rétt fyrir helgina. Enginn greindist með veiruna innanlands í gær. Þórólfur vonar að bólusetningar hér á landi muni komi að gagni næstu vikur, enda hafa 170 þúsund manns fengið að minnsta kosti eina sprautu. Samanlagt eru um 60 prósent fullorðinna með einhverskonar vernd gegn veirunni, hvort sem það er mótefni eftir að hafa fengið veiruna eða búið að fá eina til tvær sprautur af bóluefni. Þórólfur segir að til að ná hjarðónæmi þá þýði ekki bara að miða við forgangshópa. Hjarðónæmi náist með bólusetningu allrar þjóðarinnar. „Við vitum ekki nákvæmlega hvar hjarðónæmið liggur með þessa veiru en það kemst á mikil og góð vernd hjá yngri hópum þegar eldri hópar hafa verið bólusettir.“ Í næstu viku taka svo við handahófskenndar bólusetningar. Á höfuðborgarsvæðinu verða árgangar boðaðir í bólusetningu með handahófskenndum hætti. Verða árgangarnir dregnir út, líkt og nú þegar hefur verið gert á Vestfjörðum og Norðurlandi. Á Austurlandi voru árgangar settir í pott ásamt bókstöfum og dregnir þannig út.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Flugferðum aflýst Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Sjá meira