Atli og Sólrún Ylfa unnu Sprettfiskinn Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 31. maí 2021 17:00 Sigurvegari Shortfish eða Sprettfisks Atli Arnarsson annar leikstjóri Eldhúss eftir máli. Á myndina vantar Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur sem er stödd erlendis Í gær var lokakvöld Stockfish kvikmyndahátíðarinnar í Bíó Paradís og sigurvegari í stuttmyndasamkeppninni Sprettfiskurinn kynntur. Myndin Kitchen By Measure/Eldhús eftir máli var valinn sigurvegari keppninnar. „Dómnefndina skipuðu Marina Richter blaðamaður og kvikmyndarýnir, Tinna Hrafnsdóttir leikkona og leikstjóri og Grímur Hákonarson handritshöfundur og leikstjóri. Öll voru þau sammála um að valið hafi verið óvenju erfitt og engin ein mynd borið höfuð og herðar yfir aðrar. Þó komust þau að niðurstöðu að lokum og úr varð að kvikmyndin Spaghetti/Spagettí eftir Egil Gauta Sigurjónsson og Nikulás Tuma Hlynsson fengu sérstaka viðurkennningu en sigur úr bítum bar stuttmyndin Kitchen By Measure/Eldhús eftir máli eftir Atla Arnarsson og Sólrún Ylfu Ingimarsdóttur,“ segir í tilkynningu frá skipuleggjendum hátíðarinnar. Fulltrúar sigurmyndanna. Atli og Sólrún hljóta fagran verðlauna grip eftir systkinin Marsibil og Róbert Kristjánsbörn sem og 1.000.000 króna úttekt frá Kukl í tækjaleigu sem mun koma sér að góðum notum við gerð næstu myndar. Hér fyrir neðan má svo sjá umsagnir dómnefndar um báðar myndirnar. Umsögn dómnefndar um Eldhús eftir máli Að fanga anda þess klassíska hefur aldrei verið einfalt verk: að vera trúr söguþræði en þó gefa myndinni einstakan blæ sem gerir áhorfið einstætt og eftirminnilegt. Verkið er tæknilega óaðfinnanlegt með áherslu á minnstu smáatriðin ásamt fallegri kvikmyndatöku og innrömmun. All þetta, sem og góður dass af vitsmunalegum húmor í undiröldu hennar, gerir það að verkum að áhorf myndarnir verður afar heillandi. Af þessum ástæðum veitir dómnefnd Eldhús eftir máli eftir Atla Arnarsson og Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur verðlaun Sprettfisksins 2021. Marzibil Sæmundardóttir framkvæmdastjóri hélt ræðu og Tinna Hrafnsdóttir tilkynnti úrslit dómnefndar. Sérstök viðurkenning: Spagettí Óhefðbundin spennumynd úr undirheimum Kópavogs, full af lífsgleði og sköpunarkrafti. Höfundar brjóta flest lögmál kvikmyndagerðar á afar snyrtilegan hátt svo úr verður ógleymanleg upplifun. Af þessum ástæðum veitir dómnefnd Spagettí eftir Nikulás Tuma Hlynsson og Egil Gauta Sigurjónsson sérstaka viðurkenningu. Annar leikstjóra Spaghetti Egill Gauti en Nikulás komst ekki á verðlauna afhendinguna Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Fjölmennt á frumsýningu Little Kingdom í gær Í gær var myndin íslensk/slavneska myndin Little Kingdom frumsýnd á Stockfish Kvikmyndahátíðinni við frábærar undirtektir áhorfenda. 25. maí 2021 17:01 Mest lesið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
„Dómnefndina skipuðu Marina Richter blaðamaður og kvikmyndarýnir, Tinna Hrafnsdóttir leikkona og leikstjóri og Grímur Hákonarson handritshöfundur og leikstjóri. Öll voru þau sammála um að valið hafi verið óvenju erfitt og engin ein mynd borið höfuð og herðar yfir aðrar. Þó komust þau að niðurstöðu að lokum og úr varð að kvikmyndin Spaghetti/Spagettí eftir Egil Gauta Sigurjónsson og Nikulás Tuma Hlynsson fengu sérstaka viðurkennningu en sigur úr bítum bar stuttmyndin Kitchen By Measure/Eldhús eftir máli eftir Atla Arnarsson og Sólrún Ylfu Ingimarsdóttur,“ segir í tilkynningu frá skipuleggjendum hátíðarinnar. Fulltrúar sigurmyndanna. Atli og Sólrún hljóta fagran verðlauna grip eftir systkinin Marsibil og Róbert Kristjánsbörn sem og 1.000.000 króna úttekt frá Kukl í tækjaleigu sem mun koma sér að góðum notum við gerð næstu myndar. Hér fyrir neðan má svo sjá umsagnir dómnefndar um báðar myndirnar. Umsögn dómnefndar um Eldhús eftir máli Að fanga anda þess klassíska hefur aldrei verið einfalt verk: að vera trúr söguþræði en þó gefa myndinni einstakan blæ sem gerir áhorfið einstætt og eftirminnilegt. Verkið er tæknilega óaðfinnanlegt með áherslu á minnstu smáatriðin ásamt fallegri kvikmyndatöku og innrömmun. All þetta, sem og góður dass af vitsmunalegum húmor í undiröldu hennar, gerir það að verkum að áhorf myndarnir verður afar heillandi. Af þessum ástæðum veitir dómnefnd Eldhús eftir máli eftir Atla Arnarsson og Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur verðlaun Sprettfisksins 2021. Marzibil Sæmundardóttir framkvæmdastjóri hélt ræðu og Tinna Hrafnsdóttir tilkynnti úrslit dómnefndar. Sérstök viðurkenning: Spagettí Óhefðbundin spennumynd úr undirheimum Kópavogs, full af lífsgleði og sköpunarkrafti. Höfundar brjóta flest lögmál kvikmyndagerðar á afar snyrtilegan hátt svo úr verður ógleymanleg upplifun. Af þessum ástæðum veitir dómnefnd Spagettí eftir Nikulás Tuma Hlynsson og Egil Gauta Sigurjónsson sérstaka viðurkenningu. Annar leikstjóra Spaghetti Egill Gauti en Nikulás komst ekki á verðlauna afhendinguna
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Fjölmennt á frumsýningu Little Kingdom í gær Í gær var myndin íslensk/slavneska myndin Little Kingdom frumsýnd á Stockfish Kvikmyndahátíðinni við frábærar undirtektir áhorfenda. 25. maí 2021 17:01 Mest lesið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Fjölmennt á frumsýningu Little Kingdom í gær Í gær var myndin íslensk/slavneska myndin Little Kingdom frumsýnd á Stockfish Kvikmyndahátíðinni við frábærar undirtektir áhorfenda. 25. maí 2021 17:01
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein