Yfirburðir íhaldsseminnar Sigurður Friðleifsson skrifar 31. maí 2021 17:31 Orkusetur hefur í gegnum tíðina unnið að innleiðingu á orkunýtnari lausnum hjá fyrirtækjum og almenningi. Breytingar fara ekki vel í alla og íhaldssemi getur verið ógnarkraftur sem oft á tíðum er erfitt að eiga við. Mesti vandinn í baráttunni við íhaldssemina er oftast sá, að tækni sem fyrir er á markaði, virðist vera hafin yfir gagnrýni á meðan ný tækni þarf að mæta talsverðri tortryggni og andstöðu. Tökum dæmi: Glóperur Þegar betri tækni í formi LED pera var að ryðja sér til rúms, mætti hún gríðarlegri gagnrýni aðallega vegna þess að innkaupakostnaður var hærri. Glóperan, sem fyrir var, þurfti hinsvegar sjaldnast að svara fyrir það að hún var óhagkvæmari lausn, þegar allt var tekið með í dæmið. Glóperan var líka með skelfilega orkunýtni og hafði aðeins brot af þeim endingartíma sem LED pera hefur. Almennur umhverfis- og orkunýtniávinningur af LED perum var svo mikill að Evrópusambandið gafst upp á baráttunni við íhaldssemina og bannaði hreinlega glóperur. Þessi innleiðing sparar nú um 93 TWh sem er tæplega fimm sinnum meira en öll raforkuframleiðsla á Íslandi, sem þó er sú mesta í heiminum á íbúa. Þessi LED innleiðing í Evrópu hefur líka minnkað losun koltvísýrings um 35 milljónir tonna. Það er rúmlega sjö sinnum meira en öll losun á Íslandi sem er á ábyrgð íslenskra stjórnvalda. Samt sem áður sitjum við uppi með jafngóða en jafnframt hagkvæmari lýsingu. Ef við byggjum í ljóslausum heimi og glópera og LED perur væri kynntar til leiks á sama tíma, hvað myndum við velja? Bensín- og dísilbílar Nú er í boði betri tækni fyrir fólksbíla. Til eru rafbílar sem eru sambærilegir við margar, ekki allar, tegundir af bensín- og dísilbílum. Rafbílar hafa eðlilega verið gagnrýndir fyrir að hafa bara drægi upp á 200-500 km og þurfi því að stoppa í hraðhleðslum fyrir allra lengstu ferðirnar. Þar sem olíuknúnir bílar eru hinsvegar tækni sem fyrir er á markaði þá sleppa þeir oft á tíðum við gagnrýni. Engu virðist skipta þó þeir hafi miklu verri orkunýtni, heildarkostnaður yfirleitt dýrari, þurfi olíuskipti, þurfi mun meira viðhald, hafi minni hröðun, losi heilsuspillandi gufur, þurfi sérstakar bensínstöðvar, noti erlent eldsneyti og losi gróðurhúsalofttegundir. Auðvitað er miklu þægilegra að hunsa alla þessa augljósu galla sem hinir annars ágætu bensín- og dísilbílar hafa og einblína einungis á vankanta rafbílsins sem munu reyndar líklega minnka hratt með meiri drægni og fleiri og öflugri hraðhleðslustöðvum. Gaman væri að ímynda sér hvað myndi gerast ef rafbíll og sambærilegur bensínbíll væru kynntir til sögunnar samtímis í ímynduðu bíllausu nútímasamfélagi og yrðu þar með bornir saman á jafnréttisgrundvelli. Skyldu menn velja að gera samninga um framleiðslu á mengandi og ósjálfbæru eldsneyti við aðrar þjóðir, koma sér upp skipaflutningum og geymslum fyrir olíu, smíða bensínstöðvar og grafa niður tanka út um allt og innleiða vélar sem eru tæknilega verri, meira mengandi og óhagkvæmari? Eða myndu menn jafnvel vera svo djarfir að nýta þá hreinu orku sem fyrir er í samfélaginu og nýta lausn sem er tæknilega betri og býður upp á að hægt sé að hlaða í heimahúsum? Ef sambærilegir bensín- og rafbílar væri kynntir til leiks á sama tíma í bíllausum heimi, hvað myndum við velja? Urðun Fyrir tíu árum var tekin í gagnið moltugerðarstöð í Eyjafirði sem tekur við lífrænum úrgangi og breytir honum í hágæða lífrænan áburð með miklum loftslagsávinningi. Þessi eining skapar verðmæti, störf og skýran umhverfisávinning. Þetta hefur gengið vel en auðvitað var þó til staðar íhaldssemi sem gagnrýndi vesen og kostnað við nýtt fyrirkomulag. Gamla fyrirkomulagið var auðvitað gallalaust en það er hin frábæra lausn að keyra allt lífrænt efni á Blönduós og sturta því í holu með tilheyrandi loftslagsáhrifum og án nokkurrar verðmætasköpunar. Ef Helgi Magri væri að nema land í Eyjafirði í dag og þyrfti að velja á milli þessara tveggja úrgangslausna, hvað myndi hann velja? Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuseturs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Orkumál Mest lesið Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson Skoðun Halldór 29.03.2025 Halldór Skoðun Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Sjá meira
Orkusetur hefur í gegnum tíðina unnið að innleiðingu á orkunýtnari lausnum hjá fyrirtækjum og almenningi. Breytingar fara ekki vel í alla og íhaldssemi getur verið ógnarkraftur sem oft á tíðum er erfitt að eiga við. Mesti vandinn í baráttunni við íhaldssemina er oftast sá, að tækni sem fyrir er á markaði, virðist vera hafin yfir gagnrýni á meðan ný tækni þarf að mæta talsverðri tortryggni og andstöðu. Tökum dæmi: Glóperur Þegar betri tækni í formi LED pera var að ryðja sér til rúms, mætti hún gríðarlegri gagnrýni aðallega vegna þess að innkaupakostnaður var hærri. Glóperan, sem fyrir var, þurfti hinsvegar sjaldnast að svara fyrir það að hún var óhagkvæmari lausn, þegar allt var tekið með í dæmið. Glóperan var líka með skelfilega orkunýtni og hafði aðeins brot af þeim endingartíma sem LED pera hefur. Almennur umhverfis- og orkunýtniávinningur af LED perum var svo mikill að Evrópusambandið gafst upp á baráttunni við íhaldssemina og bannaði hreinlega glóperur. Þessi innleiðing sparar nú um 93 TWh sem er tæplega fimm sinnum meira en öll raforkuframleiðsla á Íslandi, sem þó er sú mesta í heiminum á íbúa. Þessi LED innleiðing í Evrópu hefur líka minnkað losun koltvísýrings um 35 milljónir tonna. Það er rúmlega sjö sinnum meira en öll losun á Íslandi sem er á ábyrgð íslenskra stjórnvalda. Samt sem áður sitjum við uppi með jafngóða en jafnframt hagkvæmari lýsingu. Ef við byggjum í ljóslausum heimi og glópera og LED perur væri kynntar til leiks á sama tíma, hvað myndum við velja? Bensín- og dísilbílar Nú er í boði betri tækni fyrir fólksbíla. Til eru rafbílar sem eru sambærilegir við margar, ekki allar, tegundir af bensín- og dísilbílum. Rafbílar hafa eðlilega verið gagnrýndir fyrir að hafa bara drægi upp á 200-500 km og þurfi því að stoppa í hraðhleðslum fyrir allra lengstu ferðirnar. Þar sem olíuknúnir bílar eru hinsvegar tækni sem fyrir er á markaði þá sleppa þeir oft á tíðum við gagnrýni. Engu virðist skipta þó þeir hafi miklu verri orkunýtni, heildarkostnaður yfirleitt dýrari, þurfi olíuskipti, þurfi mun meira viðhald, hafi minni hröðun, losi heilsuspillandi gufur, þurfi sérstakar bensínstöðvar, noti erlent eldsneyti og losi gróðurhúsalofttegundir. Auðvitað er miklu þægilegra að hunsa alla þessa augljósu galla sem hinir annars ágætu bensín- og dísilbílar hafa og einblína einungis á vankanta rafbílsins sem munu reyndar líklega minnka hratt með meiri drægni og fleiri og öflugri hraðhleðslustöðvum. Gaman væri að ímynda sér hvað myndi gerast ef rafbíll og sambærilegur bensínbíll væru kynntir til sögunnar samtímis í ímynduðu bíllausu nútímasamfélagi og yrðu þar með bornir saman á jafnréttisgrundvelli. Skyldu menn velja að gera samninga um framleiðslu á mengandi og ósjálfbæru eldsneyti við aðrar þjóðir, koma sér upp skipaflutningum og geymslum fyrir olíu, smíða bensínstöðvar og grafa niður tanka út um allt og innleiða vélar sem eru tæknilega verri, meira mengandi og óhagkvæmari? Eða myndu menn jafnvel vera svo djarfir að nýta þá hreinu orku sem fyrir er í samfélaginu og nýta lausn sem er tæknilega betri og býður upp á að hægt sé að hlaða í heimahúsum? Ef sambærilegir bensín- og rafbílar væri kynntir til leiks á sama tíma í bíllausum heimi, hvað myndum við velja? Urðun Fyrir tíu árum var tekin í gagnið moltugerðarstöð í Eyjafirði sem tekur við lífrænum úrgangi og breytir honum í hágæða lífrænan áburð með miklum loftslagsávinningi. Þessi eining skapar verðmæti, störf og skýran umhverfisávinning. Þetta hefur gengið vel en auðvitað var þó til staðar íhaldssemi sem gagnrýndi vesen og kostnað við nýtt fyrirkomulag. Gamla fyrirkomulagið var auðvitað gallalaust en það er hin frábæra lausn að keyra allt lífrænt efni á Blönduós og sturta því í holu með tilheyrandi loftslagsáhrifum og án nokkurrar verðmætasköpunar. Ef Helgi Magri væri að nema land í Eyjafirði í dag og þyrfti að velja á milli þessara tveggja úrgangslausna, hvað myndi hann velja? Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuseturs.
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar