Ætla ekki að tjá sig um afsökunarbeiðnina Samúel Karl Ólason skrifar 31. maí 2021 23:00 Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja. Vísir/Vilhelm Stjórnendur Samherja ætla sér ekki að útskýra frekar yfirlýsingu þeirra þar sem beðist var afsökunar á harkalegum viðbrögðum þeirra við umfjöllun um fyrirtækið og málefni þess í Namibíu og víðar. Yfirlýsingin, sem send var út í gær, hefur vakið spurningar. Í svari við fyrirspurn fréttastofu um viðtal við Þorstein Má Baldvinsson, forstjóra Samherja, segir að yfirlýsingin hafi verið skýr og afdráttarlaus og hún hafi fallið í góðan jarðveg. Ekki standi til að veita viðtöl henni tengdri eða fjalla um hana frekar að svo stöddu. Meðal annars, kom fram í yfirlýsingu Samherja í gær, sunnudag, að vegið hefði verið að starfsheiðri með ósanngjörnum hætti og að erfitt gæti verið að bregðast ekki við slíku. Þá var vísað í fréttir af samskiptum skæruliðadeildarinnar svokölluðu og að þau hefðu verið persónuleg samskipti milli starfsfélaga og vina og ekki hafi verið búist við að hún yrði opinber. Í lokin stóð að stjórnendur fyrirtækisins hefðu brugðist of harkalega við umfjöllun og ljóst væri að of langt hafi verið gengið í þeim viðbrögðum. „Af þeim sökum vill Samherji biðjast afsökunar á þeirri framgöngu,“ stóð í yfirlýsingunni. Sjá einnig: Samherji biðst afsökunar Yfirlýsingu þessari var tekið fagnandi af starfsmönnum Ríkisútvarpsins, sem áðurnefnd viðbrögð beindust að mestu gegn, en þeir segjast ekki skilja hana. Heiðar Örn Sigurfinnsson, varafréttastjóri Ríkisútvarpsins, sagði að ef til vill hefði verið betra ef það væri skýrara „hver væri að biðjast afsökunar á hverju.“ Sagt var frá því í dag að lögmaður á vegum Samherja sendi bréf til Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, í apríl. Þar var þess óskað að hún útskýrði nákvæmlega hvað hún átti við þegar hún sagði á þingi að fyrirtækið hefði gengið of langt í viðbrögðum við umfjölluninni. Þá hafði hún verið spurð út í viðbrögð forsvarsmanna Samherja við umfjöllun um fyrirtækið og málefni þess í Namibíu í fjölmiðlum. Bréfið var sent þann 27. apríl af lögmanninum Arnari Þór Stefánssyni og var það degi eftir að Lilja létt ummælin um Samherja falla á þingi. Fór Arnar fram að hún útskýrði nákvæmlega hvað hún hefði átt við. Í áðurnefndu svari Samherja við viðtalsfyrirspurn er einnig þakkað fyrir áhugann á málefnum Samherja og bent á að á vef félagsins megi lesa um vel heppnaða veiðiferð Kaldbaks EA 1, sem landaði í gær með fullfermi, 190 tonn, eftir einungis fimm daga veiðiferð. Þrettán manna áhöfn skipsins hafi verið við veiðar í þrjá og hálfan sólarhring. Að mestu var um þorsk og ufsa að ræða og verður fiskurinn kominn til erlendra viðskiptavina Samherja síðar í þessari viku. Samherjaskjölin Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Innlent Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Innlent Fleiri fréttir Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Flýta flugeldasýningu og breyta hlaupaleiðum á Menningarnótt Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Sjá meira
Í svari við fyrirspurn fréttastofu um viðtal við Þorstein Má Baldvinsson, forstjóra Samherja, segir að yfirlýsingin hafi verið skýr og afdráttarlaus og hún hafi fallið í góðan jarðveg. Ekki standi til að veita viðtöl henni tengdri eða fjalla um hana frekar að svo stöddu. Meðal annars, kom fram í yfirlýsingu Samherja í gær, sunnudag, að vegið hefði verið að starfsheiðri með ósanngjörnum hætti og að erfitt gæti verið að bregðast ekki við slíku. Þá var vísað í fréttir af samskiptum skæruliðadeildarinnar svokölluðu og að þau hefðu verið persónuleg samskipti milli starfsfélaga og vina og ekki hafi verið búist við að hún yrði opinber. Í lokin stóð að stjórnendur fyrirtækisins hefðu brugðist of harkalega við umfjöllun og ljóst væri að of langt hafi verið gengið í þeim viðbrögðum. „Af þeim sökum vill Samherji biðjast afsökunar á þeirri framgöngu,“ stóð í yfirlýsingunni. Sjá einnig: Samherji biðst afsökunar Yfirlýsingu þessari var tekið fagnandi af starfsmönnum Ríkisútvarpsins, sem áðurnefnd viðbrögð beindust að mestu gegn, en þeir segjast ekki skilja hana. Heiðar Örn Sigurfinnsson, varafréttastjóri Ríkisútvarpsins, sagði að ef til vill hefði verið betra ef það væri skýrara „hver væri að biðjast afsökunar á hverju.“ Sagt var frá því í dag að lögmaður á vegum Samherja sendi bréf til Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, í apríl. Þar var þess óskað að hún útskýrði nákvæmlega hvað hún átti við þegar hún sagði á þingi að fyrirtækið hefði gengið of langt í viðbrögðum við umfjölluninni. Þá hafði hún verið spurð út í viðbrögð forsvarsmanna Samherja við umfjöllun um fyrirtækið og málefni þess í Namibíu í fjölmiðlum. Bréfið var sent þann 27. apríl af lögmanninum Arnari Þór Stefánssyni og var það degi eftir að Lilja létt ummælin um Samherja falla á þingi. Fór Arnar fram að hún útskýrði nákvæmlega hvað hún hefði átt við. Í áðurnefndu svari Samherja við viðtalsfyrirspurn er einnig þakkað fyrir áhugann á málefnum Samherja og bent á að á vef félagsins megi lesa um vel heppnaða veiðiferð Kaldbaks EA 1, sem landaði í gær með fullfermi, 190 tonn, eftir einungis fimm daga veiðiferð. Þrettán manna áhöfn skipsins hafi verið við veiðar í þrjá og hálfan sólarhring. Að mestu var um þorsk og ufsa að ræða og verður fiskurinn kominn til erlendra viðskiptavina Samherja síðar í þessari viku.
Samherjaskjölin Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Innlent Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Innlent Fleiri fréttir Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Flýta flugeldasýningu og breyta hlaupaleiðum á Menningarnótt Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Sjá meira