Viðskipti innlent

Her­dís og Daði til Orku náttúrunnar

Atli Ísleifsson skrifar
Daði Hafþórsson og Herdís Skúladóttir.
Daði Hafþórsson og Herdís Skúladóttir. ON

Herdís Skúladóttir og Daði Hafþórsson hafa verið ráðin til Orku náttúrunnar. Herdís hefur starfsheitið fararstjóri stafrænnar forystu og Daði er forstöðumaður virkjanareksturs ON.

Í tilkynningu segir að hlutverk Herdísar sé að skilgreina og þróa verklag þannig að stafræn tækni nýtist til framfara í starfseminni allri.

„Herdís gekk til liðs við ON frá fjölmiðlafyrirtækinu Sýn þar sem hún leiddi verkefnastýringu félagsins. Herdís er íslenskufræðingur með framhaldsmenntun hvorttveggja á sviði verkefnastjórnunar og sölu- og markaðsfræða.“

Þá segir að í starfi Daða sem forstöðumaður virkjanareksturs ON felist ábyrgð á rekstri virkjananna þriggja sem ON á. 

„Það eru jarðgufuvirkjanirnar á Hellisheiði og Nesjavöllum, sem eru hinar stærstu á landinu og vinna rafmagn og heitt vatn fyrir hitaveituna á höfuðborgarsvæðinu, og vatnsaflsvirkjunin í Andakílsá. Hann var framkvæmdastjóri framleiðslu- og tæknisviðs Fóðurblöndunnar áður en hann réðist til ON. Daði er með B.Sc. gráðu í vörustjórnun frá Tækniháskólanum og Black Belt próf á vegum RTA í Lean - Six Sigma verkefnastjórnun. Hann innleiddi einmitt þá aðferðafræði þegar hann vann hjá Rio-Tinto-Alcan.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×