Ásmundur segir atvinnuleysisbætur ekki vera framfærslustyrk Árni Sæberg skrifar 1. júní 2021 15:41 Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra Vísir/Vilhelm Ásmundur Einar Daðason minnir á tilkynningarskyldu atvinnurekenda um óréttmætar hafnanir starfstilboða. Hann segir einnig mikilvægt að tilkynnt sé um grun um að atvinnuleysisbótaþegar dveljist varanlega erlendis. Mikil umræða hefur verið í samfélaginu undanfarið um atvinnuleysi en atvinnurekendur hafa kvartað yfir því að geta ekki ráðið fólk í störf. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun til að ræða stöðu mála á atvinnumarkaði. Um 20.000 manns eru á atvinnuleysisskrá um þessar mundir og því skýtur skökku við að atvinnurekendur segist ekki fá fólk til starfa. Því hefur verið haldið fram að atvinnuleysisbætur séu of háar en félagsmálaráðherra segist ekki viss um að það sé raunin. Ásmundur segir miklar umræður hafa myndast um það á Alþingi hvort lengja ætti atvinnuleysisbótatímabil. Hart var gengið á hann um það af hverju hann vildi ekki lengja tímabilið. Hann telur vænlegra til vinnings að skapa störf frekar en að hafa fólk lengur á atvinnuleysisbótum. Hann segir átakið Hefjum störf rétta leið til að fækka fólki á atvinnuleysisskrá. Félagsmálaráðherra þurfti að svara fyrir af hverju hann vildi ekki lengja atvinnuleysisbótatímabiliðStöð 2/Sigurjón Hefjum störf bæti eftirlit með atvinnuleysisbótaþegum Megintilgangur átaksins er að koma fólki í störf enda eigi atvinnuleysisbætur einungis að vera neyðarúrræði en ekki framfærslustyrkur. Ásmundur segir þó að átakið gegni einnig því hlutverki að auðvelda Vinnumálastofnun að upplýsa hvort fólk hafni störfum án réttmætrar ástæðu. Vinnumálastofnun hvetur atvinnurekendur eindregið að tilkynna fólk sem neitar starfstilboðum gagngert til að halda atvinnuleysisbótum. Ásmundur nefnir einnig að atvinnurekendur skuli tilkynna ef fólk á atvinnuleysisskrá lætur ekki ná í sig símleiðis eða ef grunur liggur um að það sé farið af landi brott. Þeim sem þiggja atvinnuleysisbætur er skylt að vera hér á landi nema sótt hafi verið um sérstakt leyfi til atvinnuleitar erlendis. Ásmundur segir um helming þeirra sem yfirgefa landið með slíku leyfi ekki snúa aftur. Atvinnuleitandi má einungis hafna einu starfstilboði Vinnumálastofnun hefur svipt 350 manns bótum sem hafa hafnað vinnu án fullnægjandi skýringa og Ásmundur segir fleiri slík mál vera í pípunum hjá stofnuninni. Atvinnuleitandi má hafna starfi einu sinni en eftir það eru bætur felldar niður, fyrst í tvo mánuði, næst í þrjá mánuði og loks varanlega. Þá er einnig í boði að taka þátt í ýmsum virkniúrræðum á vegum Vinnumálastofnunar til að koma í veg fyrir brottfall bóta. Spurður um misnotkun eigenda félaga í eigin rekstri á atvinnuleysisbótum, segir Ásmundur Vinnumálastofnun ekki hafa haft tök á því að sinna almennu eftirliti með eigendum fyrirtækja sem þegið hafa bætur þrátt fyrir meiri tekjur en gefnar hafa verið upp. Of mikið hafi verið að gera hjá stofnuninni enda hafi henni aldrei borist fleiri umsóknir um atvinnuleysisbætur og hún hafi aldrei greitt jafnmörgum út bætur. Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar.Vísir/Vilhelm Hann segir Vinnumálastofnun hafa fengið allt það fjármagn sem hún hefur kallað eftir undanfarið og því sé ástæða lítils eftirlits ekki mannekla. Eftirlitið sé einfaldlega aftar í forgangsröðun en afgreiðsla umsókna og átakið Hefjum störf. Að lokum nefnir Ásmundur að fólki á atvinnuleysisskrá fari fækkandi og að hann sé viss um að sú þróun haldi áfram þegar líði á átakið Hefjum störf. Enn eigi eftir að ráða um 5.500 manns í störf auk þess að hann telji átakið verða til þess að tilkynningum til Vinnumálastofnunar um fólk sem hafnar störfum án skýringa fjölgi. Vinnumarkaður Félagsmál Bítið Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Sjá meira
Mikil umræða hefur verið í samfélaginu undanfarið um atvinnuleysi en atvinnurekendur hafa kvartað yfir því að geta ekki ráðið fólk í störf. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun til að ræða stöðu mála á atvinnumarkaði. Um 20.000 manns eru á atvinnuleysisskrá um þessar mundir og því skýtur skökku við að atvinnurekendur segist ekki fá fólk til starfa. Því hefur verið haldið fram að atvinnuleysisbætur séu of háar en félagsmálaráðherra segist ekki viss um að það sé raunin. Ásmundur segir miklar umræður hafa myndast um það á Alþingi hvort lengja ætti atvinnuleysisbótatímabil. Hart var gengið á hann um það af hverju hann vildi ekki lengja tímabilið. Hann telur vænlegra til vinnings að skapa störf frekar en að hafa fólk lengur á atvinnuleysisbótum. Hann segir átakið Hefjum störf rétta leið til að fækka fólki á atvinnuleysisskrá. Félagsmálaráðherra þurfti að svara fyrir af hverju hann vildi ekki lengja atvinnuleysisbótatímabiliðStöð 2/Sigurjón Hefjum störf bæti eftirlit með atvinnuleysisbótaþegum Megintilgangur átaksins er að koma fólki í störf enda eigi atvinnuleysisbætur einungis að vera neyðarúrræði en ekki framfærslustyrkur. Ásmundur segir þó að átakið gegni einnig því hlutverki að auðvelda Vinnumálastofnun að upplýsa hvort fólk hafni störfum án réttmætrar ástæðu. Vinnumálastofnun hvetur atvinnurekendur eindregið að tilkynna fólk sem neitar starfstilboðum gagngert til að halda atvinnuleysisbótum. Ásmundur nefnir einnig að atvinnurekendur skuli tilkynna ef fólk á atvinnuleysisskrá lætur ekki ná í sig símleiðis eða ef grunur liggur um að það sé farið af landi brott. Þeim sem þiggja atvinnuleysisbætur er skylt að vera hér á landi nema sótt hafi verið um sérstakt leyfi til atvinnuleitar erlendis. Ásmundur segir um helming þeirra sem yfirgefa landið með slíku leyfi ekki snúa aftur. Atvinnuleitandi má einungis hafna einu starfstilboði Vinnumálastofnun hefur svipt 350 manns bótum sem hafa hafnað vinnu án fullnægjandi skýringa og Ásmundur segir fleiri slík mál vera í pípunum hjá stofnuninni. Atvinnuleitandi má hafna starfi einu sinni en eftir það eru bætur felldar niður, fyrst í tvo mánuði, næst í þrjá mánuði og loks varanlega. Þá er einnig í boði að taka þátt í ýmsum virkniúrræðum á vegum Vinnumálastofnunar til að koma í veg fyrir brottfall bóta. Spurður um misnotkun eigenda félaga í eigin rekstri á atvinnuleysisbótum, segir Ásmundur Vinnumálastofnun ekki hafa haft tök á því að sinna almennu eftirliti með eigendum fyrirtækja sem þegið hafa bætur þrátt fyrir meiri tekjur en gefnar hafa verið upp. Of mikið hafi verið að gera hjá stofnuninni enda hafi henni aldrei borist fleiri umsóknir um atvinnuleysisbætur og hún hafi aldrei greitt jafnmörgum út bætur. Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar.Vísir/Vilhelm Hann segir Vinnumálastofnun hafa fengið allt það fjármagn sem hún hefur kallað eftir undanfarið og því sé ástæða lítils eftirlits ekki mannekla. Eftirlitið sé einfaldlega aftar í forgangsröðun en afgreiðsla umsókna og átakið Hefjum störf. Að lokum nefnir Ásmundur að fólki á atvinnuleysisskrá fari fækkandi og að hann sé viss um að sú þróun haldi áfram þegar líði á átakið Hefjum störf. Enn eigi eftir að ráða um 5.500 manns í störf auk þess að hann telji átakið verða til þess að tilkynningum til Vinnumálastofnunar um fólk sem hafnar störfum án skýringa fjölgi.
Vinnumarkaður Félagsmál Bítið Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Sjá meira