Fyrstu laxarnir komnir á land við Urriðafoss Karl Lúðvíksson skrifar 1. júní 2021 10:51 Harpa með glæsilega 93 sm lax sem tók í morgun Mynd: Stefán Sigurðsson Veiði hófst í Urriðafossi í Þjórsá í morgun og allar væntingar um góða byrjun virðast hafa gengið eftir. Fyrsti laxinn tók eftir nokkrar sekúndur og var þar um að ræða 77 sm lax sem Stefán Sigurðsson hjá iceland Outfitters setti í og landaði. Harpa Hlín eiginkona Stefáns landaði svo skömmu seinna 93 sm hæng sem er eins og myndin ber með sér vel haldinn og þykkur eftir því. Það er greinilega töluvert gengið af laxi á svæðið sem gefur góðar væntingar um sumarið en aðstæður hafa verið að breytast mikið í Þjórsá síðustu daga. Það er ekki langt síðan áinn var nokkuð hrein en úrhelli síðustu daga hefur litað hana meira svo maðkurinn er sterkasta vopnið í litaða vatninu núna. Það verður spennandi að fylgjast með gangi mála þar næstu daga og við óskum veiðimönnum til hamingju með nýhafið laxveiðisumar. Stangveiði Flóahreppur Ásahreppur Mest lesið Ein flottustu veiðilok allra tíma Veiði Aukinn kraftur kominn í göngurnar Veiði Spennandi stjórnarkjör hjá SVFR í gær Veiði Hull skotin á sama verði og í fyrra Veiði 37 punda risalax úr ánni Dee Veiði Laxveiðin hafin í Noregi: Bein útsending! Veiði Úlfljótsvatn gefur líka flottar bleikjur Veiði Fyrstu mistökin eru að vaða of langt út í Veiði Breiðdalsá að slá metið um tæpa 200 laxa Veiði Veiðitölur úr Gljúfurá í Borgarfirði Veiði
Fyrsti laxinn tók eftir nokkrar sekúndur og var þar um að ræða 77 sm lax sem Stefán Sigurðsson hjá iceland Outfitters setti í og landaði. Harpa Hlín eiginkona Stefáns landaði svo skömmu seinna 93 sm hæng sem er eins og myndin ber með sér vel haldinn og þykkur eftir því. Það er greinilega töluvert gengið af laxi á svæðið sem gefur góðar væntingar um sumarið en aðstæður hafa verið að breytast mikið í Þjórsá síðustu daga. Það er ekki langt síðan áinn var nokkuð hrein en úrhelli síðustu daga hefur litað hana meira svo maðkurinn er sterkasta vopnið í litaða vatninu núna. Það verður spennandi að fylgjast með gangi mála þar næstu daga og við óskum veiðimönnum til hamingju með nýhafið laxveiðisumar.
Stangveiði Flóahreppur Ásahreppur Mest lesið Ein flottustu veiðilok allra tíma Veiði Aukinn kraftur kominn í göngurnar Veiði Spennandi stjórnarkjör hjá SVFR í gær Veiði Hull skotin á sama verði og í fyrra Veiði 37 punda risalax úr ánni Dee Veiði Laxveiðin hafin í Noregi: Bein útsending! Veiði Úlfljótsvatn gefur líka flottar bleikjur Veiði Fyrstu mistökin eru að vaða of langt út í Veiði Breiðdalsá að slá metið um tæpa 200 laxa Veiði Veiðitölur úr Gljúfurá í Borgarfirði Veiði