Algengast að vinnustaðir vilji auka ánægju starfsfólks og bæta þjónustu Rakel Sveinsdóttir skrifar 2. júní 2021 07:01 Guðrún Högnadóttir og Kolbrún Harpa Kristinsdóttir. Vísir/Vilhelm „Það var ánægjulegt að sjá áherslu svarenda á ánægju starfsmanna, bæði sem helstu stefnumarkandi áskorun vinnustaða og helsta markmið hvað varðar starfsþróun,“ segir Guðrún Högnadóttir framkvæmdastjóri FranklinCovey á Íslandi um niðurstöður rannsóknar sem gerð var meðal stjórnenda í mars síðastliðnum. Niðurstöðurnar sýna að mikil vitundavakning hefur orðið á vinnumarkaði um mikilvægi þess að bæta andlega líðan og heilsu starfsfólks og stuðla þannig að vaxandi árangri vinnustaða. Að sögn Guðrúnar og Kolbrúnar Hörpu Kristinsdóttur, samskipta- og markaðsfulltrúa hjá FranklinCovey veita niðurstöðurnar nýja sýn á forgangsröðun stjórnenda. Velferð starfsfólks virðist vera að leiðarljósi hjá bæði einkageiranum og hinum opinbera. „Þessar niðurstöður eru að miklu leyti í takti við umræðuna, þá sérstaklega vegna tengsla vellíðan starfsmanna og frammistöðu vinnustaða,“ segir Kolbrún. Í dag fjallar Atvinnulífið um niðurstöður rannsóknar FranklinCovey meðal vinnustaða. Rannsóknin fór fram í mars 2021. Svarendur voru 142 talsins í stöðugildum stjórnenda, millistjórnenda og framlínustjórnenda vinnustaða í opinbera- og einkageiranum. Markmið rannsóknarinnar var að meta hvernig áskoranir og áherslur eru tengdar starfsþróun árið 2021. Þá var lögð áhersla á það að meta stefnumarkandi áskoranir í komandi endurreisn, þar með talið hvernig vinnustaðir ætla að efla þekkingu starfsfólks og hvernig kórónuveiran hefur haft áhrif á þjálfun og starfsmannaþróun. Helstu áskoranir í kjölfar Covid Á meðfylgjandi mynd má sjá þær tíu áskoranir sem stjórnendur segja algengustu áskoranir vinnustaða. Þær áskoranir sem virðast vera algengastar felast í að auka ánægju starfsfólks og bæta þjónustu en yfir 90% stjórnenda greindu frá þessu. Alls fengu svarendur sautján valmöguleika til að haka við og leyfilegt var að velja fleiri en einn möguleika. Þátttakendur gátu einnig bætt við áskorunum með opnum svarmöguleika. Samanburður: Einkageirinn og hið opinbera Þegar spurt var um helstu stefnumarkandi áskoranir, má sjá að nokkur munur er á svörum einkageirans annars vegar og hinu opinbera hins vegar. Á meðfylgjandi mynd má til dæmis sjá að stjórnendur í einkageiranum leggja meiri áherslu á að auka framleiðni og skila betri rekstrarniðurstöðum, í samanburði við stjórnendur hjá hinu opinbera. Að auka ánægju starfsfólks er hins vegar það atriði sem allir stjórnendur, eða 100% svarenda í þeim hópi, sögðu vera stærstu stefnumarkandi áskorunina framundan. Þetta segja Guðrún og Kolbrún ríma við nýjar reglur um styttingu vinnuvikunnar sem tóku gildi þann 1.maí síðastliðinn og aukna umræðu um kulnun. Þjálfun í kjölfar Covid „Það sem kom mér ekki á óvart var stökkbreyting íslenskra vinnustaða í stafræna þjálfun á tímum heimsfaraldursins,“ segir Guðrún en meðal niðurstaðna í rannsókninni mátti sjá að mun stærri hluti þjálfunar starfsfólks fer fram rafrænt í dag, í samanburði við fyrir heimsfaraldur. ,,„Við höfum þjónað árangri íslenskra og erlendra vinnustaða með Live-Online vinnustofum með stafrænum aðgangi að verðlaunaefni okkar í kjölfarið og gaman var að sjá góðar undirtektir íslenskra vinnustaða síðastliðna sextán mánuði. Nýir tímar kalla á nýja hugsun.“ Það sem stjórnendur segja hins vegar vera helstu hindrunina í dag við að auka þjálfun starfsfólks er skortur á tíma. „Jákvætt var þó að mótstaða við breytingum og virði þess að fjárfesta í þjálfun skoruðu lágt, sem bendir til þess að stjórnendur átti sig á virði þess að þjálfa starfsfólk. Þar sem skortur á tíma og skortur á fjármagni var að skora hæst sem bendir til að forgangsraða þurfi þjálfun til að njóta góðs af,“ segir Kolbrún. Lærdómur og starfsþróun 2021 Á meðfylgjandi mynd má sjá hvernig lærdóms- og starfsmannaþróunarmarkmið á komandi ári eru í samræmi við áskoranir. Þar trónir á toppnum markmið um að auka á nægju starfsfólks. Guðrún segir þessar niðurstöður einkar ánægjulegar. „Tíma varið í fræðslu og þróun birtist í lykilárangursbreytum svo sem nýsköpun, ánægju viðskiptavina, trausti, framleiðni, fjárhagslegri frammistöðu, starfsánægju, þjónustu, markaðshlutdeild, starfsmannaveltu og mikilvægast af öllu: vinnustaðamenningu,“ segir Guðrún og bætir við: „Þessar niðurstöður styðja við reynslu okkar í vinnu með viðskiptavinum hér heima og erlendis um að fjárfesting í nýrri þekkingu einstaklinga, teyma og vinnustaða skapar verðmæti fyrir alla hagaðila og er hverrar mínútu virði.“ Heilsa Stjórnun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Stytting vinnuvikunnar Tengdar fréttir 35 prósent starfsfólks á Íslandi í basli með líf sitt „Einna áhugaverðast er að rannsóknir tengdar bókinni styðja það enn og aftur að ein áhrifaríkasta leiðin til skapa heilbrigt starfsumhverfi og hafa jákvæð áhrif á starfsfólk er að gefa fólki tækifæri til að vaxa og nýta styrkleika sína í starfi, að sinna verkefnum sem því fellur vel að inna af hendi og hæfileikar þess nýtast,“ segir Marta Gall Jörgensen sérfræðingur hjá Gallup um nýútkomna bók, Wellbeing at Work: How to Build Resilient and Thriving Teams, eftir Jim Clifton stjórnarformann og framkvæmdastjóra Gallup á heimsvísu og Jim Harter, yfirrannsóknarstjóra. 7. maí 2021 07:01 „Eða komast allir að á föstudögum í klippingu?“ „Það sem við finnum einna sterkast er að viðhorf stjórnenda skiptir lykilmáli, hvort þeir sýni vilja og stuðning sinn í verki, sýni gott fordæmi, skoði verkefnaval og forgangsröðun í samræmi við styttinguna og séu tilbúnir að treysta starfsmönnum sínum til að skila góðu verki þótt þeir vinni styttri vinnuviku eða nýti sér annan sveigjanleika í starfi. Það sem skiptir þó mestu máli er að lykilstjórnendur sammælist um markmið með breytingunni og trúi á að hún muni skila vinnustaðnum velsæld,“ segir Guðríður Sigurðardóttir hjá Attentus um styttingu vinnuvikunnar. 20. janúar 2021 07:01 Ríkið innleiðir nýja stjórnendastefnu: Vilja hæfasta fólkið „Stjórnendur ríkisins eiga að búa yfir hæfni og þekkingu til að geta brugðist við sífellt flóknara starfsumhverfi og vinna að breytingum í samfélaginu. Sú hæfni sem lögð er til grundvallar í stefnunni eru leiðtogahæfileikar, áhersla á árangursmiðaða stjórnun, samskiptahæfni og heilindi sem er svo útfærð nánar í stefnunni,“ segir Guðrún Jóhanna Guðmundsdóttir sérfræðingur hjá Kjara- og mannauðssýslu ríkisins í fjármála- og efnahagsráðuneytinu um nýja stjórnendastefnu sem ríkið vinnur nú að því að innleiða. 14. apríl 2021 07:00 Spáir því að vinnuvikan styttist fljótlega í 35 stundir og síðan 30 Ásberg Jónsson framkvæmdastjóri Nordic Visitor spáir því að mörg fyrirtæki muni á þessum áratug stytta vinnuvikuna enn meir en nú er oft rætt um. „Ég trúi því að við förum almennt að verðmeta tíma okkar á annan hátt og þar muni frístundir vega hærra. Ég er nokkuð sannfærður um að eftir ekki svo mörg ár verði flestir vinnustaðir landsins búnir að stytta vinnuvikuna niður í 35 tíma og fyrir lok þessar áratugar verði fjöldi fyrirtækja kominn niður í 30 tíma vinnuviku,“ segir Ásberg. 21. janúar 2021 07:01 Stjórnendur ekki að gera sér grein fyrir hæfileikum starfsfólks Lárétt starfsþróun er eitthvað sem Martha Árnadóttir framkvæmdastjóri Dokkunnar hvetur stjórnendur til að skoða því það að príla upp skipurit fyrirtækja er ekkert endilega sú leið sem á lengur við. 20. október 2020 08:01 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna Sjá meira
Að sögn Guðrúnar og Kolbrúnar Hörpu Kristinsdóttur, samskipta- og markaðsfulltrúa hjá FranklinCovey veita niðurstöðurnar nýja sýn á forgangsröðun stjórnenda. Velferð starfsfólks virðist vera að leiðarljósi hjá bæði einkageiranum og hinum opinbera. „Þessar niðurstöður eru að miklu leyti í takti við umræðuna, þá sérstaklega vegna tengsla vellíðan starfsmanna og frammistöðu vinnustaða,“ segir Kolbrún. Í dag fjallar Atvinnulífið um niðurstöður rannsóknar FranklinCovey meðal vinnustaða. Rannsóknin fór fram í mars 2021. Svarendur voru 142 talsins í stöðugildum stjórnenda, millistjórnenda og framlínustjórnenda vinnustaða í opinbera- og einkageiranum. Markmið rannsóknarinnar var að meta hvernig áskoranir og áherslur eru tengdar starfsþróun árið 2021. Þá var lögð áhersla á það að meta stefnumarkandi áskoranir í komandi endurreisn, þar með talið hvernig vinnustaðir ætla að efla þekkingu starfsfólks og hvernig kórónuveiran hefur haft áhrif á þjálfun og starfsmannaþróun. Helstu áskoranir í kjölfar Covid Á meðfylgjandi mynd má sjá þær tíu áskoranir sem stjórnendur segja algengustu áskoranir vinnustaða. Þær áskoranir sem virðast vera algengastar felast í að auka ánægju starfsfólks og bæta þjónustu en yfir 90% stjórnenda greindu frá þessu. Alls fengu svarendur sautján valmöguleika til að haka við og leyfilegt var að velja fleiri en einn möguleika. Þátttakendur gátu einnig bætt við áskorunum með opnum svarmöguleika. Samanburður: Einkageirinn og hið opinbera Þegar spurt var um helstu stefnumarkandi áskoranir, má sjá að nokkur munur er á svörum einkageirans annars vegar og hinu opinbera hins vegar. Á meðfylgjandi mynd má til dæmis sjá að stjórnendur í einkageiranum leggja meiri áherslu á að auka framleiðni og skila betri rekstrarniðurstöðum, í samanburði við stjórnendur hjá hinu opinbera. Að auka ánægju starfsfólks er hins vegar það atriði sem allir stjórnendur, eða 100% svarenda í þeim hópi, sögðu vera stærstu stefnumarkandi áskorunina framundan. Þetta segja Guðrún og Kolbrún ríma við nýjar reglur um styttingu vinnuvikunnar sem tóku gildi þann 1.maí síðastliðinn og aukna umræðu um kulnun. Þjálfun í kjölfar Covid „Það sem kom mér ekki á óvart var stökkbreyting íslenskra vinnustaða í stafræna þjálfun á tímum heimsfaraldursins,“ segir Guðrún en meðal niðurstaðna í rannsókninni mátti sjá að mun stærri hluti þjálfunar starfsfólks fer fram rafrænt í dag, í samanburði við fyrir heimsfaraldur. ,,„Við höfum þjónað árangri íslenskra og erlendra vinnustaða með Live-Online vinnustofum með stafrænum aðgangi að verðlaunaefni okkar í kjölfarið og gaman var að sjá góðar undirtektir íslenskra vinnustaða síðastliðna sextán mánuði. Nýir tímar kalla á nýja hugsun.“ Það sem stjórnendur segja hins vegar vera helstu hindrunina í dag við að auka þjálfun starfsfólks er skortur á tíma. „Jákvætt var þó að mótstaða við breytingum og virði þess að fjárfesta í þjálfun skoruðu lágt, sem bendir til þess að stjórnendur átti sig á virði þess að þjálfa starfsfólk. Þar sem skortur á tíma og skortur á fjármagni var að skora hæst sem bendir til að forgangsraða þurfi þjálfun til að njóta góðs af,“ segir Kolbrún. Lærdómur og starfsþróun 2021 Á meðfylgjandi mynd má sjá hvernig lærdóms- og starfsmannaþróunarmarkmið á komandi ári eru í samræmi við áskoranir. Þar trónir á toppnum markmið um að auka á nægju starfsfólks. Guðrún segir þessar niðurstöður einkar ánægjulegar. „Tíma varið í fræðslu og þróun birtist í lykilárangursbreytum svo sem nýsköpun, ánægju viðskiptavina, trausti, framleiðni, fjárhagslegri frammistöðu, starfsánægju, þjónustu, markaðshlutdeild, starfsmannaveltu og mikilvægast af öllu: vinnustaðamenningu,“ segir Guðrún og bætir við: „Þessar niðurstöður styðja við reynslu okkar í vinnu með viðskiptavinum hér heima og erlendis um að fjárfesting í nýrri þekkingu einstaklinga, teyma og vinnustaða skapar verðmæti fyrir alla hagaðila og er hverrar mínútu virði.“
Heilsa Stjórnun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Stytting vinnuvikunnar Tengdar fréttir 35 prósent starfsfólks á Íslandi í basli með líf sitt „Einna áhugaverðast er að rannsóknir tengdar bókinni styðja það enn og aftur að ein áhrifaríkasta leiðin til skapa heilbrigt starfsumhverfi og hafa jákvæð áhrif á starfsfólk er að gefa fólki tækifæri til að vaxa og nýta styrkleika sína í starfi, að sinna verkefnum sem því fellur vel að inna af hendi og hæfileikar þess nýtast,“ segir Marta Gall Jörgensen sérfræðingur hjá Gallup um nýútkomna bók, Wellbeing at Work: How to Build Resilient and Thriving Teams, eftir Jim Clifton stjórnarformann og framkvæmdastjóra Gallup á heimsvísu og Jim Harter, yfirrannsóknarstjóra. 7. maí 2021 07:01 „Eða komast allir að á föstudögum í klippingu?“ „Það sem við finnum einna sterkast er að viðhorf stjórnenda skiptir lykilmáli, hvort þeir sýni vilja og stuðning sinn í verki, sýni gott fordæmi, skoði verkefnaval og forgangsröðun í samræmi við styttinguna og séu tilbúnir að treysta starfsmönnum sínum til að skila góðu verki þótt þeir vinni styttri vinnuviku eða nýti sér annan sveigjanleika í starfi. Það sem skiptir þó mestu máli er að lykilstjórnendur sammælist um markmið með breytingunni og trúi á að hún muni skila vinnustaðnum velsæld,“ segir Guðríður Sigurðardóttir hjá Attentus um styttingu vinnuvikunnar. 20. janúar 2021 07:01 Ríkið innleiðir nýja stjórnendastefnu: Vilja hæfasta fólkið „Stjórnendur ríkisins eiga að búa yfir hæfni og þekkingu til að geta brugðist við sífellt flóknara starfsumhverfi og vinna að breytingum í samfélaginu. Sú hæfni sem lögð er til grundvallar í stefnunni eru leiðtogahæfileikar, áhersla á árangursmiðaða stjórnun, samskiptahæfni og heilindi sem er svo útfærð nánar í stefnunni,“ segir Guðrún Jóhanna Guðmundsdóttir sérfræðingur hjá Kjara- og mannauðssýslu ríkisins í fjármála- og efnahagsráðuneytinu um nýja stjórnendastefnu sem ríkið vinnur nú að því að innleiða. 14. apríl 2021 07:00 Spáir því að vinnuvikan styttist fljótlega í 35 stundir og síðan 30 Ásberg Jónsson framkvæmdastjóri Nordic Visitor spáir því að mörg fyrirtæki muni á þessum áratug stytta vinnuvikuna enn meir en nú er oft rætt um. „Ég trúi því að við förum almennt að verðmeta tíma okkar á annan hátt og þar muni frístundir vega hærra. Ég er nokkuð sannfærður um að eftir ekki svo mörg ár verði flestir vinnustaðir landsins búnir að stytta vinnuvikuna niður í 35 tíma og fyrir lok þessar áratugar verði fjöldi fyrirtækja kominn niður í 30 tíma vinnuviku,“ segir Ásberg. 21. janúar 2021 07:01 Stjórnendur ekki að gera sér grein fyrir hæfileikum starfsfólks Lárétt starfsþróun er eitthvað sem Martha Árnadóttir framkvæmdastjóri Dokkunnar hvetur stjórnendur til að skoða því það að príla upp skipurit fyrirtækja er ekkert endilega sú leið sem á lengur við. 20. október 2020 08:01 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna Sjá meira
35 prósent starfsfólks á Íslandi í basli með líf sitt „Einna áhugaverðast er að rannsóknir tengdar bókinni styðja það enn og aftur að ein áhrifaríkasta leiðin til skapa heilbrigt starfsumhverfi og hafa jákvæð áhrif á starfsfólk er að gefa fólki tækifæri til að vaxa og nýta styrkleika sína í starfi, að sinna verkefnum sem því fellur vel að inna af hendi og hæfileikar þess nýtast,“ segir Marta Gall Jörgensen sérfræðingur hjá Gallup um nýútkomna bók, Wellbeing at Work: How to Build Resilient and Thriving Teams, eftir Jim Clifton stjórnarformann og framkvæmdastjóra Gallup á heimsvísu og Jim Harter, yfirrannsóknarstjóra. 7. maí 2021 07:01
„Eða komast allir að á föstudögum í klippingu?“ „Það sem við finnum einna sterkast er að viðhorf stjórnenda skiptir lykilmáli, hvort þeir sýni vilja og stuðning sinn í verki, sýni gott fordæmi, skoði verkefnaval og forgangsröðun í samræmi við styttinguna og séu tilbúnir að treysta starfsmönnum sínum til að skila góðu verki þótt þeir vinni styttri vinnuviku eða nýti sér annan sveigjanleika í starfi. Það sem skiptir þó mestu máli er að lykilstjórnendur sammælist um markmið með breytingunni og trúi á að hún muni skila vinnustaðnum velsæld,“ segir Guðríður Sigurðardóttir hjá Attentus um styttingu vinnuvikunnar. 20. janúar 2021 07:01
Ríkið innleiðir nýja stjórnendastefnu: Vilja hæfasta fólkið „Stjórnendur ríkisins eiga að búa yfir hæfni og þekkingu til að geta brugðist við sífellt flóknara starfsumhverfi og vinna að breytingum í samfélaginu. Sú hæfni sem lögð er til grundvallar í stefnunni eru leiðtogahæfileikar, áhersla á árangursmiðaða stjórnun, samskiptahæfni og heilindi sem er svo útfærð nánar í stefnunni,“ segir Guðrún Jóhanna Guðmundsdóttir sérfræðingur hjá Kjara- og mannauðssýslu ríkisins í fjármála- og efnahagsráðuneytinu um nýja stjórnendastefnu sem ríkið vinnur nú að því að innleiða. 14. apríl 2021 07:00
Spáir því að vinnuvikan styttist fljótlega í 35 stundir og síðan 30 Ásberg Jónsson framkvæmdastjóri Nordic Visitor spáir því að mörg fyrirtæki muni á þessum áratug stytta vinnuvikuna enn meir en nú er oft rætt um. „Ég trúi því að við förum almennt að verðmeta tíma okkar á annan hátt og þar muni frístundir vega hærra. Ég er nokkuð sannfærður um að eftir ekki svo mörg ár verði flestir vinnustaðir landsins búnir að stytta vinnuvikuna niður í 35 tíma og fyrir lok þessar áratugar verði fjöldi fyrirtækja kominn niður í 30 tíma vinnuviku,“ segir Ásberg. 21. janúar 2021 07:01
Stjórnendur ekki að gera sér grein fyrir hæfileikum starfsfólks Lárétt starfsþróun er eitthvað sem Martha Árnadóttir framkvæmdastjóri Dokkunnar hvetur stjórnendur til að skoða því það að príla upp skipurit fyrirtækja er ekkert endilega sú leið sem á lengur við. 20. október 2020 08:01