Innlent

Bein útsending: Yfirstandandi tæknibylting

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Fyrirlesturinn hefst klukkan 12.
Fyrirlesturinn hefst klukkan 12.

Ari Kristinn Jónsson, rektor, heldur síðasta þriðjudagsfyrirlestur vorsins þann 1. júní klukkan 12:00 og mun þar ræða yfirstandandi tæknibyltingu.

Tæknibyltingin hefur þegar haft heilmikil áhrif á samfélag okkar, en mun í framtíðinni hafa meiri og víðtækari áhrif en flestir gera sér grein fyrir. Í þessu felast gríðarleg tækifæri til að gera betur í samfélaginu, bæta lífsgæði enn frekar, auka sjálfbærni og skapa meiri verðmæti.

Lykillinn að nýtingu þessara tækifæra liggur í að þekkja tæknina og tengingu hennar við öll svið samfélagsins, þar með talið við viðskipti, lög og hegðun fólks.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×