Geimstöðin varð fyrir geimrusli Samúel Karl Ólason skrifar 1. júní 2021 22:53 Gatið á einangrun Canadaarm2 er um hálfur sentímetri að breidd. NASA/CSA Alþjóðlega geimstöðin varð fyrir geimrusli í síðasta mánuði sem olli skemmdum á kanadíska vélarminum svokallaða. Armurinn virkar þó enn og virðist sem að ruslið hafi eingöngu valdið skemmdum á hitaskildi hans. Ruslið gerði um fimm millimetra gat á einangrun armsins. Vísindamenn Geimvísindastofnanna Kanada og Bandaríkjanna (CSA og NASA) uppgötvuðu skemmdirnar þann 12. maí síðastliðinn við hefðbundna skoðun armsins, samkvæmt tilkynningu á vef CSA. Vélarmurinn, sem ber heitið Canadarm2, hefur verið í notkun frá árinu 2001. Í gegnum árin hefur armurinn verið gífurlega mikilvægur geimstöðinni og uppbyggingar hennar. Hann er notaður til ýmissa verka eins og í viðhald og að færa birgðir, búnað og jafnvel geimfara. Þá er armurinn notaður til að grípa geimför, ef svo má að orði komast, og festa þau við geimstöðina sjálfa. Hér má sjá átta ára gamalt myndband CSA þar sem geimfarinn Chris Hadfield sýnir hvernig Candaarm2 virkar. Geimrusl er að verða sífellt meira vandamál og án aðgerða gæti á endanum ekki lengur verið hægt að skjóta geimförum á loft frá jörðu. Heilt yfir fylgjast geimvísindamenn með um 28.160 hlutum sem flokkaðir eru sem geimrusl og er þyngd þessara hluta metin rúm 9.300 tonn. Þetta eru þó einungis stærri hlutir á braut um jörðu. Það er áætlað að um 34 þúsund hlutir sem eru stærri en tíu sentímetrar séu á sporbraut, um 900 þúsund munir sem eru einn til tíu sentímetrar og um 128 milljónir hluta sem eru minni en sentímetri. Reynt er að fylgjast með þessu rusli en það er ómögulegt þegar ruslið er ekkert nema smáar steinvölur, ryk eða jafnvel málningarflögur af gömlum gervihnöttum. Allt þetta getur valdið miklum skemmdum þegar það lendir á gervihnöttum, geimstöðvum eða geimförum á allt að 56 þúsund kílómetra hraða. Geimurinn Alþjóðlega geimstöðin Tengdar fréttir ESA vill net gervihnatta á braut um tunglið Geimvísindastofnun Evrópu, ESA, vinnur að því að koma samskipta- og staðsetningargervihnöttum á braut um tunglið. Þannig á að auðvelda verulega rannsóknarvinnu og ferðir til tunglsins og þaðan lengra út í sólkerfið. 21. maí 2021 09:23 Kínverjar lentu vélmenni á Mars Kínverjar hafa lent fyrsta lendingarfari sínu á Mars og urðu þeir þar með önnur þjóðin í heiminum sem tekst það. Vélmennið Zhurong er þegar byrjað að senda gögn til jarðarinnar eftir að hafa lent seint í gærkvöldi, að íslenskum tíma. 15. maí 2021 08:00 Lífseigu samstarfi í geimnum að ljúka og keppt til tunglsins Í rúma tvo áratugi hafa geimvísindamenn og geimfarar Rússlands og Bandaríkjanna unnið náið saman, samhliða því að samskipti ríkjanna tveggja hafa beðið verulega hnekki. Þó viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum hafi verið beitt á báða bóga hefur geimurinn verið sér á báti. Sá tími er nú liðinn. 27. apríl 2021 09:15 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Sjá meira
Ruslið gerði um fimm millimetra gat á einangrun armsins. Vísindamenn Geimvísindastofnanna Kanada og Bandaríkjanna (CSA og NASA) uppgötvuðu skemmdirnar þann 12. maí síðastliðinn við hefðbundna skoðun armsins, samkvæmt tilkynningu á vef CSA. Vélarmurinn, sem ber heitið Canadarm2, hefur verið í notkun frá árinu 2001. Í gegnum árin hefur armurinn verið gífurlega mikilvægur geimstöðinni og uppbyggingar hennar. Hann er notaður til ýmissa verka eins og í viðhald og að færa birgðir, búnað og jafnvel geimfara. Þá er armurinn notaður til að grípa geimför, ef svo má að orði komast, og festa þau við geimstöðina sjálfa. Hér má sjá átta ára gamalt myndband CSA þar sem geimfarinn Chris Hadfield sýnir hvernig Candaarm2 virkar. Geimrusl er að verða sífellt meira vandamál og án aðgerða gæti á endanum ekki lengur verið hægt að skjóta geimförum á loft frá jörðu. Heilt yfir fylgjast geimvísindamenn með um 28.160 hlutum sem flokkaðir eru sem geimrusl og er þyngd þessara hluta metin rúm 9.300 tonn. Þetta eru þó einungis stærri hlutir á braut um jörðu. Það er áætlað að um 34 þúsund hlutir sem eru stærri en tíu sentímetrar séu á sporbraut, um 900 þúsund munir sem eru einn til tíu sentímetrar og um 128 milljónir hluta sem eru minni en sentímetri. Reynt er að fylgjast með þessu rusli en það er ómögulegt þegar ruslið er ekkert nema smáar steinvölur, ryk eða jafnvel málningarflögur af gömlum gervihnöttum. Allt þetta getur valdið miklum skemmdum þegar það lendir á gervihnöttum, geimstöðvum eða geimförum á allt að 56 þúsund kílómetra hraða.
Geimurinn Alþjóðlega geimstöðin Tengdar fréttir ESA vill net gervihnatta á braut um tunglið Geimvísindastofnun Evrópu, ESA, vinnur að því að koma samskipta- og staðsetningargervihnöttum á braut um tunglið. Þannig á að auðvelda verulega rannsóknarvinnu og ferðir til tunglsins og þaðan lengra út í sólkerfið. 21. maí 2021 09:23 Kínverjar lentu vélmenni á Mars Kínverjar hafa lent fyrsta lendingarfari sínu á Mars og urðu þeir þar með önnur þjóðin í heiminum sem tekst það. Vélmennið Zhurong er þegar byrjað að senda gögn til jarðarinnar eftir að hafa lent seint í gærkvöldi, að íslenskum tíma. 15. maí 2021 08:00 Lífseigu samstarfi í geimnum að ljúka og keppt til tunglsins Í rúma tvo áratugi hafa geimvísindamenn og geimfarar Rússlands og Bandaríkjanna unnið náið saman, samhliða því að samskipti ríkjanna tveggja hafa beðið verulega hnekki. Þó viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum hafi verið beitt á báða bóga hefur geimurinn verið sér á báti. Sá tími er nú liðinn. 27. apríl 2021 09:15 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Sjá meira
ESA vill net gervihnatta á braut um tunglið Geimvísindastofnun Evrópu, ESA, vinnur að því að koma samskipta- og staðsetningargervihnöttum á braut um tunglið. Þannig á að auðvelda verulega rannsóknarvinnu og ferðir til tunglsins og þaðan lengra út í sólkerfið. 21. maí 2021 09:23
Kínverjar lentu vélmenni á Mars Kínverjar hafa lent fyrsta lendingarfari sínu á Mars og urðu þeir þar með önnur þjóðin í heiminum sem tekst það. Vélmennið Zhurong er þegar byrjað að senda gögn til jarðarinnar eftir að hafa lent seint í gærkvöldi, að íslenskum tíma. 15. maí 2021 08:00
Lífseigu samstarfi í geimnum að ljúka og keppt til tunglsins Í rúma tvo áratugi hafa geimvísindamenn og geimfarar Rússlands og Bandaríkjanna unnið náið saman, samhliða því að samskipti ríkjanna tveggja hafa beðið verulega hnekki. Þó viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum hafi verið beitt á báða bóga hefur geimurinn verið sér á báti. Sá tími er nú liðinn. 27. apríl 2021 09:15