Alþjóðlega geimstöðin Farið lent en fararnir urðu eftir Mannlaust Starliner-geimfar flugvélarisans Boeing lenti seint í gærkvöldi í Bandaríkjunum. Geimferðin er sú fyrsta sem Boeing leggur í og reyndist ákaflega misheppnuð. Geimfararnir tveir, sem dvalið hafa í flauginni í rúma þrjá mánuði eru ekki á leið til jarðar í bráð. Erlent 7.9.2024 21:00 Geimfarið snýr aftur til jarðar en geimfararnir verða eftir Starliner geimfari Boeing verður flogið aftur til jarðar á föstudaginn en geimfararnir sem fóru með því til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar (ISS) í júní verða eftir. Upprunalega átti geimferð þeirra Butch Wilmore og Suni Williams eingöngu að taka átta daga en vonast er til að þau geti snúið aftur til jarðar í febrúar. Erlent 2.9.2024 11:13 Átta daga geimferð gæti orðið að átta mánuðum Líkurnar á því að tveir bandarískir geimfarar sem eru fastir í Alþjóðlegu geimstöðinni eftir að geimferja þeirra bilaði komist ekki aftur til jarðar fyrr en á næsta ári hafa aukist. Upphaflega átti tilraunaferð þeirra til geimstöðvarinnar aðeins að taka átta daga. Erlent 8.8.2024 10:25 Geimskoti Starliner var frestað í nótt Fyrirhuguðu geimskoti Starliner geimfarsins frá Boeing var frestað í nótt, tveimur tímum fyrir flugtak frá Canaveral höfða í Flórída. Erlent 7.5.2024 07:23 Bein útsending: Starliner ber geimfara til geimstöðvarinnar Starfsmenn Boeing og Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA), ætla í nótt að skjóta geimförum til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Þeir verða ferjaðir til geimstöðvarinnar um borð í CST-100 Starliner-geimfari og er þetta fyrsta mannaða geimferð geimfarsins, eftir langt og erfitt þróunarferli. Erlent 6.5.2024 23:02 Enn í basli með skemmdir á hitaskildi Orion Verkfræðingar Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna (NASA) vita enn ekki hvað kom fyrir hitaskjöld Orion-geimfarsins þegar það sneri aftur til jarðar eftir fyrstu tunglferð Artemis-áætlunarinnar. Mun stærri hluti hitaskjaldarins en búist var við féll af geimfarinu við innkomu þess í gufuhvolfið en þetta er eitt af þremur vandræðum sem leiddu til þess að Artemis 2 var frestað til næsta árs. Erlent 2.5.2024 13:57 Starliner á loks að bera geimfara Starfsmenn Boeing stefna að því að skjóta geimförum til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar um borð í geimfarinu Starliner í næsta mánuði. Þróun geimfarsins hefur reynst Boeing erfið og er mörgum árum á eftir áætlun. Erlent 5.4.2024 14:09 Boeing í basli með Starliner Forsvarsmenn Boeing eiga í basli með geimfarið Starliner og hefur fyrirtækið tapað minnst 1,4 milljörðum dala á þróun þess. Þessi þróun hefur gengið brösuglega í gegnum árin og hefur fyrsta geimskoti þess ítrekað verið frestað. Viðskipti erlent 4.10.2023 15:32 Sýna hvernig geimvera skaðar ónæmiskerfið Virkni hvítra blóðfruma sem leika lykilhlutverk í ónæmiskerfi manna minnkaði í geimförum um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni. Ný rannsókn sýnir í fyrsta skipti hvernig ónæmiskerfi manna veikist í þyngdarleysi í geimnum. Erlent 22.6.2023 12:24 Bein útsending: Borgurum aftur skotið til geimstöðvarinnar Starfsmenn SpaceX og Axiom SpaceX ætla sér að skjóta óbreyttum borgurum af stað til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Þetta er annað geimskot fyrirtækjanna af þessu tagi en gangi það ekki eftir í kvöld eða annað kvöld, þurfa geimfararnir að bíða þar til í næsta mánuði. Erlent 21.5.2023 20:31 Senda björgunarskip til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar Rússar sendu björgunargeimferju til móts við Alþjóðlegu geimstöðina eftir að hættulegur leki kom á geimferju tveggja rússneskra geimfara og eins bandarísk sem átti að flytja þá heim. Tvær rússneskar geimferjur hafa nú bilað við geimstöðina á örfáum mánuðum. Erlent 24.2.2023 15:05 Fyrsta stikla fyrstu myndarinnar sem tekin var upp í geimnum Framleiðendur fyrstu kvikmyndarinnar sem tekin var upp í geimnum birtu í gær fyrstu stiklu myndarinnar sem ber heitið Áskorunin, eða The Challenge. Myndin var tekin upp í Alþjóðlegu geimstöðinni í október í fyrra. Bíó og sjónvarp 2.1.2023 10:11 Geimárið 2022: Gleggsta auga mannkynsins opnaðist og jarðvarnir voru efldar Geta mannkynsins til þess að rannsaka óravíddir alheimsins tók risavaxið stökk fram á við á árinu sem er að líða. James Webb-geimsjónaukinn hreiðraði um sig í sólkerfinu og byrjaði að senda myndir sem eiga sér enga hliðstæðu aftur til jarðar. Erlent 19.12.2022 14:00 Könnuðu skemmdirnar á ferjunni við geimstöðina Áhöfn Alþjóðlegu geimstöðvarinnar á braut um jörðu notuðu vélmennaarm til þess að kanna skemmdir sem urðu á rússneskri Soyuz-geimferju í gær. Yfirvöld á jörðu niðri íhuga hvort senda þurfi annað geimfar til þess að ferja hluta áhafnarinnar heim. Erlent 19.12.2022 08:05 Grunar að örloftsteinn hafi valdið skemmdum á geimferju Rússneska geimstofnunin segir að mögulega hafi örloftsteinn valdið skemmdum á Soyuz-geimferju sem liggur við Alþjóðlegu geimstöðina á braut um jörðu. Geimferjan lekur kælivökva en hún á að vera nokkurs konar björgunarbátur fyrir áhöfnina. Erlent 15.12.2022 23:54 Gengu í geimnum til að setja upp sólarsellur Tveir bandarískir geimfarar fóru í geimgöngu fyrir utan Alþjóðlegu geimstöðina á braut um jörðu í gær. Verkefni þeirra var að festa tvær nýjar raðir af sólarsellum utan á geimstöðina. Geimstöðin hefur ný birt myndband frá göngunni. Erlent 4.12.2022 10:06 Bein útsending: Geimfarar sendir af stað til geimstöðvarinnar Bandaríska fyrirtækið SpaceX mun skjóta fjórum geimförum af stað til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar í dag. Geimförunum verður skotið á loft um borð í Dragon-geimfari SpaceX með Falcon-9 eldflaug. Erlent 5.10.2022 15:01 Átök Rússlands og vesturveldanna ná út í geim Rússar hyggjast slíta sig frá samstarfinu um Alþjóðlegu geimstöðina árið 2024 og byggja upp sína eigin geimstöð. Yuri Borisov, nýr yfirmaður rússnesku geimferðastofnunarinnar Roskosmos, segir Rússar ætla að efna allar skuldbindingar sínar fram að því en þeir hafa átt í samstarfi við Bandaríkin og fleiri ríki um rekstur Alþjóðlegu geimstöðvarinnar frá árinu 1998. Erlent 26.7.2022 16:08 Pútín rak umdeildan yfirmann Roscosmos Vladimír Pútín, forseti Rússlands, rak í morgun Dmitrí Rogozin, yfirmann Geimvísindastofnunar Rússlands (Roscosmos). Yuri Borisov, fyrrverandi aðstoðarforsætisráðherra, hefur verið skipaður í embættið í stað Rogozins. Erlent 15.7.2022 14:04 Opinberuðu hverjir þróa geimbúninga framtíðarinnar Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur gert samninga við Axiom Space og Collins Aerospace um þróun og framleiðslu geimbúninga og búnaðar til geimgangna. Þennan búnað eiga meðal annars geimfarar Artemis-áætlunarinnar að nota á braut um jörðu og á yfirborði tunglsins. Erlent 2.6.2022 08:00 Bein útsending: Gera aðra tilraun til að skjóta nýju geimfari til geimstöðvarinnar Bandarískir geimvísindamenn ætla að skjóta Starliner, nýju geimfari Boeing, til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar í kvöld. Síðast var reynt að skjóta geimfarinu til geimstöðvarinnar árið 2019 en það misheppnaðist og hafa miklar tafir orðið á annarri tilraun. Erlent 19.5.2022 21:00 Segir Rússa ætla að yfirgefa geimstöðina Dmitrí Rogozin, yfirmaður Roscosmos, geimvísindastofnunnar Rússlands, lýsti því yfir um helgina að Rússar ætli að slíta sig frá samstarfinu um Alþjóðlegu geimstöðina. Hann sagði ákvörðun hafa verið tekna og það væri vegna refsiaðgerða gegn Rússlandi vegna innrásarinnar í Úkraínu. Erlent 3.5.2022 07:00 Mun hrapa í Kyrrahaf árið 2031 Alþjóðlega geimsstöðin mun hrapa til jarðar árið 2031. Þetta kemur fram í nýjum áætlunum NASA en stöðinni var komið á sporbaug um jörðu árið 1998 og mun því hafa gegnt hlutverki sínu í rúma þrjá áratugi þegar hún verður tekin úr notkun. Erlent 3.2.2022 07:28 Japanskur auðjöfur í skemmtiferð til geimstöðvarinnar Japanski auðjöfurinn Yusaku Meazawa leggur af stað til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar (ISS) í vikunni. Honum verður skotið út í geim á Soyuz-eldflaug frá Baikonur í Kasakstan og verður hann um borð í geimstöðinni í tólf daga. Erlent 6.12.2021 09:25 Rússar staðfesta að þeir hafi skotið gamlan gervihnött Varnarmálaráðuneyti Rússlands staðfesti í dag að það hefði skotið á gamlan gervihnött í vopnatilraun. Það hafnar því að geimruslið sem myndaðist hafi teflt lífi geimfara í Alþjóðlegu geimstöðinni eða öðru gervihnöttum í hættu. Erlent 16.11.2021 13:16 Vopnatilraun Rússa kennt um geimruslahaug sem ógni Alþjóðageimstöðinni Bandaríska utanríkisráðuneytið hefur fordæmt nýlega vopnatilraun Rússa í geimnum sem varð þess valdandi að geimruslahaugur varð til, ef svo má að orði komast. Rússar eru sakaðir um að hafa sprengt gervitungl í tætlur með flugskeyti. Geimruslið er sagt ógna Alþjóðlegu geimstöðinni. Erlent 15.11.2021 23:30 Sex hundraðasti geimfarinn á leið til geimstöðvarinnar Fjórir geimfarar eru á leið til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar eftir vel heppnað geimskot frá Flórída í nótt. Áætlað er að þau komi til geimstöðvarinnar seinna í dag en um borð í Crew Dragon geimfarinu er sex hundraðasti geimfari jarðarinnar. Erlent 11.11.2021 10:54 Koma bleyjuklæddir heim vegna salernisbilunar Geimfarar sem nú dvelja um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni en hyggja á heimferð á morgun neyðast til að vera með bleyju á leiðinni heim, þar sem salernið um borð í SpaceX farinu sem mun flytja þá til jarðar er bilað. Erlent 6.11.2021 19:07 Kanna leiðir til að draga úr áhrifum geimferða Fjórum geimförum verður skotið út í geim á sunnudagsmorgun. Þau munu verja næstu mánuðum við störf og rannsóknir í Alþjóðlegu geimstöðinni. Geimförunum verður skotið út í geim um borð í Crew Dragon geimfari SpaceX. Erlent 27.10.2021 13:55 Fyrstu kvikmyndatökunni úti í geim lokið Rússnesk leikkona og leikstjóri sneru aftur til jarðar í gær eftir að hafa varið tólf dögum í Alþjóðlegu geimstöðinni þar sem þau voru við tökur á nýrri kvikmynd. Við komuna til jarðar fóru þau strax í að taka upp nokkrar aukasenur þrátt fyrir tólf daga linnulausar tökur. Erlent 18.10.2021 13:21 « ‹ 1 2 ›
Farið lent en fararnir urðu eftir Mannlaust Starliner-geimfar flugvélarisans Boeing lenti seint í gærkvöldi í Bandaríkjunum. Geimferðin er sú fyrsta sem Boeing leggur í og reyndist ákaflega misheppnuð. Geimfararnir tveir, sem dvalið hafa í flauginni í rúma þrjá mánuði eru ekki á leið til jarðar í bráð. Erlent 7.9.2024 21:00
Geimfarið snýr aftur til jarðar en geimfararnir verða eftir Starliner geimfari Boeing verður flogið aftur til jarðar á föstudaginn en geimfararnir sem fóru með því til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar (ISS) í júní verða eftir. Upprunalega átti geimferð þeirra Butch Wilmore og Suni Williams eingöngu að taka átta daga en vonast er til að þau geti snúið aftur til jarðar í febrúar. Erlent 2.9.2024 11:13
Átta daga geimferð gæti orðið að átta mánuðum Líkurnar á því að tveir bandarískir geimfarar sem eru fastir í Alþjóðlegu geimstöðinni eftir að geimferja þeirra bilaði komist ekki aftur til jarðar fyrr en á næsta ári hafa aukist. Upphaflega átti tilraunaferð þeirra til geimstöðvarinnar aðeins að taka átta daga. Erlent 8.8.2024 10:25
Geimskoti Starliner var frestað í nótt Fyrirhuguðu geimskoti Starliner geimfarsins frá Boeing var frestað í nótt, tveimur tímum fyrir flugtak frá Canaveral höfða í Flórída. Erlent 7.5.2024 07:23
Bein útsending: Starliner ber geimfara til geimstöðvarinnar Starfsmenn Boeing og Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA), ætla í nótt að skjóta geimförum til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Þeir verða ferjaðir til geimstöðvarinnar um borð í CST-100 Starliner-geimfari og er þetta fyrsta mannaða geimferð geimfarsins, eftir langt og erfitt þróunarferli. Erlent 6.5.2024 23:02
Enn í basli með skemmdir á hitaskildi Orion Verkfræðingar Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna (NASA) vita enn ekki hvað kom fyrir hitaskjöld Orion-geimfarsins þegar það sneri aftur til jarðar eftir fyrstu tunglferð Artemis-áætlunarinnar. Mun stærri hluti hitaskjaldarins en búist var við féll af geimfarinu við innkomu þess í gufuhvolfið en þetta er eitt af þremur vandræðum sem leiddu til þess að Artemis 2 var frestað til næsta árs. Erlent 2.5.2024 13:57
Starliner á loks að bera geimfara Starfsmenn Boeing stefna að því að skjóta geimförum til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar um borð í geimfarinu Starliner í næsta mánuði. Þróun geimfarsins hefur reynst Boeing erfið og er mörgum árum á eftir áætlun. Erlent 5.4.2024 14:09
Boeing í basli með Starliner Forsvarsmenn Boeing eiga í basli með geimfarið Starliner og hefur fyrirtækið tapað minnst 1,4 milljörðum dala á þróun þess. Þessi þróun hefur gengið brösuglega í gegnum árin og hefur fyrsta geimskoti þess ítrekað verið frestað. Viðskipti erlent 4.10.2023 15:32
Sýna hvernig geimvera skaðar ónæmiskerfið Virkni hvítra blóðfruma sem leika lykilhlutverk í ónæmiskerfi manna minnkaði í geimförum um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni. Ný rannsókn sýnir í fyrsta skipti hvernig ónæmiskerfi manna veikist í þyngdarleysi í geimnum. Erlent 22.6.2023 12:24
Bein útsending: Borgurum aftur skotið til geimstöðvarinnar Starfsmenn SpaceX og Axiom SpaceX ætla sér að skjóta óbreyttum borgurum af stað til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Þetta er annað geimskot fyrirtækjanna af þessu tagi en gangi það ekki eftir í kvöld eða annað kvöld, þurfa geimfararnir að bíða þar til í næsta mánuði. Erlent 21.5.2023 20:31
Senda björgunarskip til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar Rússar sendu björgunargeimferju til móts við Alþjóðlegu geimstöðina eftir að hættulegur leki kom á geimferju tveggja rússneskra geimfara og eins bandarísk sem átti að flytja þá heim. Tvær rússneskar geimferjur hafa nú bilað við geimstöðina á örfáum mánuðum. Erlent 24.2.2023 15:05
Fyrsta stikla fyrstu myndarinnar sem tekin var upp í geimnum Framleiðendur fyrstu kvikmyndarinnar sem tekin var upp í geimnum birtu í gær fyrstu stiklu myndarinnar sem ber heitið Áskorunin, eða The Challenge. Myndin var tekin upp í Alþjóðlegu geimstöðinni í október í fyrra. Bíó og sjónvarp 2.1.2023 10:11
Geimárið 2022: Gleggsta auga mannkynsins opnaðist og jarðvarnir voru efldar Geta mannkynsins til þess að rannsaka óravíddir alheimsins tók risavaxið stökk fram á við á árinu sem er að líða. James Webb-geimsjónaukinn hreiðraði um sig í sólkerfinu og byrjaði að senda myndir sem eiga sér enga hliðstæðu aftur til jarðar. Erlent 19.12.2022 14:00
Könnuðu skemmdirnar á ferjunni við geimstöðina Áhöfn Alþjóðlegu geimstöðvarinnar á braut um jörðu notuðu vélmennaarm til þess að kanna skemmdir sem urðu á rússneskri Soyuz-geimferju í gær. Yfirvöld á jörðu niðri íhuga hvort senda þurfi annað geimfar til þess að ferja hluta áhafnarinnar heim. Erlent 19.12.2022 08:05
Grunar að örloftsteinn hafi valdið skemmdum á geimferju Rússneska geimstofnunin segir að mögulega hafi örloftsteinn valdið skemmdum á Soyuz-geimferju sem liggur við Alþjóðlegu geimstöðina á braut um jörðu. Geimferjan lekur kælivökva en hún á að vera nokkurs konar björgunarbátur fyrir áhöfnina. Erlent 15.12.2022 23:54
Gengu í geimnum til að setja upp sólarsellur Tveir bandarískir geimfarar fóru í geimgöngu fyrir utan Alþjóðlegu geimstöðina á braut um jörðu í gær. Verkefni þeirra var að festa tvær nýjar raðir af sólarsellum utan á geimstöðina. Geimstöðin hefur ný birt myndband frá göngunni. Erlent 4.12.2022 10:06
Bein útsending: Geimfarar sendir af stað til geimstöðvarinnar Bandaríska fyrirtækið SpaceX mun skjóta fjórum geimförum af stað til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar í dag. Geimförunum verður skotið á loft um borð í Dragon-geimfari SpaceX með Falcon-9 eldflaug. Erlent 5.10.2022 15:01
Átök Rússlands og vesturveldanna ná út í geim Rússar hyggjast slíta sig frá samstarfinu um Alþjóðlegu geimstöðina árið 2024 og byggja upp sína eigin geimstöð. Yuri Borisov, nýr yfirmaður rússnesku geimferðastofnunarinnar Roskosmos, segir Rússar ætla að efna allar skuldbindingar sínar fram að því en þeir hafa átt í samstarfi við Bandaríkin og fleiri ríki um rekstur Alþjóðlegu geimstöðvarinnar frá árinu 1998. Erlent 26.7.2022 16:08
Pútín rak umdeildan yfirmann Roscosmos Vladimír Pútín, forseti Rússlands, rak í morgun Dmitrí Rogozin, yfirmann Geimvísindastofnunar Rússlands (Roscosmos). Yuri Borisov, fyrrverandi aðstoðarforsætisráðherra, hefur verið skipaður í embættið í stað Rogozins. Erlent 15.7.2022 14:04
Opinberuðu hverjir þróa geimbúninga framtíðarinnar Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur gert samninga við Axiom Space og Collins Aerospace um þróun og framleiðslu geimbúninga og búnaðar til geimgangna. Þennan búnað eiga meðal annars geimfarar Artemis-áætlunarinnar að nota á braut um jörðu og á yfirborði tunglsins. Erlent 2.6.2022 08:00
Bein útsending: Gera aðra tilraun til að skjóta nýju geimfari til geimstöðvarinnar Bandarískir geimvísindamenn ætla að skjóta Starliner, nýju geimfari Boeing, til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar í kvöld. Síðast var reynt að skjóta geimfarinu til geimstöðvarinnar árið 2019 en það misheppnaðist og hafa miklar tafir orðið á annarri tilraun. Erlent 19.5.2022 21:00
Segir Rússa ætla að yfirgefa geimstöðina Dmitrí Rogozin, yfirmaður Roscosmos, geimvísindastofnunnar Rússlands, lýsti því yfir um helgina að Rússar ætli að slíta sig frá samstarfinu um Alþjóðlegu geimstöðina. Hann sagði ákvörðun hafa verið tekna og það væri vegna refsiaðgerða gegn Rússlandi vegna innrásarinnar í Úkraínu. Erlent 3.5.2022 07:00
Mun hrapa í Kyrrahaf árið 2031 Alþjóðlega geimsstöðin mun hrapa til jarðar árið 2031. Þetta kemur fram í nýjum áætlunum NASA en stöðinni var komið á sporbaug um jörðu árið 1998 og mun því hafa gegnt hlutverki sínu í rúma þrjá áratugi þegar hún verður tekin úr notkun. Erlent 3.2.2022 07:28
Japanskur auðjöfur í skemmtiferð til geimstöðvarinnar Japanski auðjöfurinn Yusaku Meazawa leggur af stað til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar (ISS) í vikunni. Honum verður skotið út í geim á Soyuz-eldflaug frá Baikonur í Kasakstan og verður hann um borð í geimstöðinni í tólf daga. Erlent 6.12.2021 09:25
Rússar staðfesta að þeir hafi skotið gamlan gervihnött Varnarmálaráðuneyti Rússlands staðfesti í dag að það hefði skotið á gamlan gervihnött í vopnatilraun. Það hafnar því að geimruslið sem myndaðist hafi teflt lífi geimfara í Alþjóðlegu geimstöðinni eða öðru gervihnöttum í hættu. Erlent 16.11.2021 13:16
Vopnatilraun Rússa kennt um geimruslahaug sem ógni Alþjóðageimstöðinni Bandaríska utanríkisráðuneytið hefur fordæmt nýlega vopnatilraun Rússa í geimnum sem varð þess valdandi að geimruslahaugur varð til, ef svo má að orði komast. Rússar eru sakaðir um að hafa sprengt gervitungl í tætlur með flugskeyti. Geimruslið er sagt ógna Alþjóðlegu geimstöðinni. Erlent 15.11.2021 23:30
Sex hundraðasti geimfarinn á leið til geimstöðvarinnar Fjórir geimfarar eru á leið til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar eftir vel heppnað geimskot frá Flórída í nótt. Áætlað er að þau komi til geimstöðvarinnar seinna í dag en um borð í Crew Dragon geimfarinu er sex hundraðasti geimfari jarðarinnar. Erlent 11.11.2021 10:54
Koma bleyjuklæddir heim vegna salernisbilunar Geimfarar sem nú dvelja um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni en hyggja á heimferð á morgun neyðast til að vera með bleyju á leiðinni heim, þar sem salernið um borð í SpaceX farinu sem mun flytja þá til jarðar er bilað. Erlent 6.11.2021 19:07
Kanna leiðir til að draga úr áhrifum geimferða Fjórum geimförum verður skotið út í geim á sunnudagsmorgun. Þau munu verja næstu mánuðum við störf og rannsóknir í Alþjóðlegu geimstöðinni. Geimförunum verður skotið út í geim um borð í Crew Dragon geimfari SpaceX. Erlent 27.10.2021 13:55
Fyrstu kvikmyndatökunni úti í geim lokið Rússnesk leikkona og leikstjóri sneru aftur til jarðar í gær eftir að hafa varið tólf dögum í Alþjóðlegu geimstöðinni þar sem þau voru við tökur á nýrri kvikmynd. Við komuna til jarðar fóru þau strax í að taka upp nokkrar aukasenur þrátt fyrir tólf daga linnulausar tökur. Erlent 18.10.2021 13:21
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent