Skaut á tvo áhrifamikla Demókrata í öldungadeildinni Samúel Karl Ólason skrifar 1. júní 2021 23:51 Joe Biden, forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, virtist gagnrýna tvö öldungadeildarþingmenn Demókrataflokksins í kvöld, þegar hann sagði af hverju hann hefði ekki komið metnaðarfullum kosningaloforðum sínum og málefnum í verk. Forsetinn var á viðburði til að minningar fjöldamorðsins í Tulsa fyrir hundrað árum síðan og var að tala um umræðu um af hverju hann hefði ekki getað sett lög sem tryggðu kosningarétt fólks. Hann sagði að mjög svo naumur meirihluti Demókrata í bandaríska þinginu kæmi í veg fyrir það. Meirihlutinn væri í raun ekki meiri en fjögur atkvæði í fulltrúadeildinni og jafnt væri í öldungadeildinni. Þar væru tveir þingmenn sem greiddu atkvæði með vinum hans í Repúblikanaflokknum. Biden sagðist ekki ætla að gefast upp. Biden: ...with two members of the Senate that vote more with my Republican friends pic.twitter.com/XxlQ7WdrFA— Acyn (@Acyn) June 1, 2021 Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur oft verið lýst sem grafreit frumvarpa þar sem fjölmörg frumvörp sem samþykkt eru í fulltrúadeildinni hljóta ekki náð þingmanna. Í öldungadeildinni er ákveðin regla um aukin meirihluta sem segir til um að minnst sextíu atkvæði þarf þar til að samþykkja flest frumvörp. Svo virðist sem Biden hafi verið að tala um öldungadeildarþingmennina Joe Manchin og Kyrsten Sinema frá Vestur-Virginíu og Arizona, eins og fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar. Þau tvö hafa hingað til staðið í vegi þess að Demókratar geti fellt niður regluna um aukinn meirihluta og kallað eftir frekari viðræðum við Repúblikana. Reglan um aukinn meirihluta Reglan segir til um að þörf sé á 60 atkvæðum af hundrað fyrir flest frumvörp en á ensku kallast þessi regla „filibuster“. Hún felur í raun í sér að hvaða þingmaður sem er getur tafið störf þingsins, nema minnst 60 þingmenn greiði atkvæði gegn því. Á árum áður þurftu þingmenn að standa í pontu og halda ræður til að stöðva störf þingsins en því var breytt á þá leið að þingmenn þyrftu bara að lýsa því yfir að þeir ætluðu að tefja störf þingsins og ekki standa í pontu. Reglan umrædda segja til um að þörf sé á 60 atkvæðum af hundrað fyrir flest frumvörp en Á ensku kallast þessi regla „filibuster“. Hún felur í raun í sér að hvaða þingmaður sem er getur tafið störf þingsins, nema minnst 60 þingmenn greiði atkvæði gegn því. Á árum áður þurftu þingmenn að standa í pontu og halda ræður til að stöðva störf þingsins en því var breytt á þá leið að þingmenn þyrftu bara að lýsa því yfir að þeir ætluðu að tefja störf þingsins og ekki standa í pontu. Það þarf þó einungis 51 atkvæði til að fella regluna niður. Demókratar felldu regluna niður tímabundið þegar Repúblikanar stóðu í vegi margra sem Barack Obama hafði tilnefnt til fjölmargra opinberra embætta og Repúblikanar felldu niður regluna varðandi tilnefningu hæstaréttardómara í forsetatíð Trumps. Fleiri Demókratar en þau Manchin og Sinema í öldungadeildinni hafa þó lýst því yfir að þeim sé illa við að fella niður regluna um aukinn meirihluta og Biden sjálfur hefur þar að auki sagt að hann vilji það ekki. Viðræður við Repúblikana um frumvörp Demókrata hafa þó engum árangri skilað og hafa margir Demókratar lýst yfir vonbrigðum eða reiði út í regluna í kjölfar þess að Repúblikanar komu í veg fyrir stofnun óháðrar nefndar sem átti að rannsaka árásina á þinghúsið þann 6. janúar. Þar á meðal voru Manchin og Sinema. Sjá einnig: Repúblikanar felldu frumvarp um rannsókn á árásinni á þinghúsið Repúblikanar víðsvegar um Bandaríkin vinna nú hörðum höndum að því að breyta kosningareglum og gera fólki erfiðara að kjósa í kosningum. Aðgerðir þessar byggja á ósannindum Donalds Trump, fyrrverandi forseta, um að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum í nóvember. Samhliða því vinna Demókratar að því frumvarpi sem gera á fólki auðveldara að kjósa og meðal annars notast við utankjörfundaratkvæði. Frumvarp Demókrata, sem kallast H.R.1, myndi einnig gera alríkinu mögulegt að stöðva aðgerðir ríkja sem eiga að gera fólki erfiðara að kjósa. Þetta frumvarp hefur þegar verið samþykkt í fulltrúadeildinni en ekki öldungadeildinni og er ekki útlit fyrir að tíu Repúblikanar finnist til að greiða atkvæði með samþykkt þess. AP segir Chuck Schumer, leiðtoga meirihlutans í öldungadeildinni, hafa sagt að atkvæðagreiðsla um frumvarpið færi fram í þessum mánuði. Biden hét því í kvöld að hann myndi grípa til aðgerða og reyna að stöðva þessa „árás á kosningaréttinn“ eins og hann kallaði það. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Donald Trump Tengdar fréttir Eftirlifendur minnast fjöldamorðsins í Tulsa Hundrað ár eru liðin frá fjöldamorðinu í Tulsa. Eftirlifendur minntust blóðbaðsins við minningarathöfn í borginni í dag. Minnst þrjú hundruð þeldökkir Bandaríkjamenn létu lífið þennan dag. 31. maí 2021 17:43 Segja falsfréttir Trumps hafa leitt til þátttöku í árásinni á þinghúsið Lögmenn þriggja manna, sem ákærðir eru fyrir þátttöku sína í árásinni á Bandaríska þinghúsið í janúar, segja að falsfréttum sé um að kenna að mennirnir hafi tekið þátt í árásinni. Þeir vonast til þess að kviðdómendur sjái aumur yfir mönnunum vegna trúgirni þeirra. 30. maí 2021 10:40 Biden leggur til mestu ríkisútgjöld frá því í seinna stríði Útgjöld bandaríska ríkissjóðsins verða þau hæstu frá því í síðari heimsstyrjöldinni verði Bandaríkjaþing við tillögu Joe Biden forseta að fjárlögum næsta árs sem hann lagði fram í dag. Hluti þeirra sex biljóna dollara sem Biden vill að alríkisstjórnin eyði á að fjármagna meiriháttar innviðauppbyggingu og öflugra velferðarkerfi. 28. maí 2021 23:50 Tugir repúblikana studdu rannsókn á árásinni Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti frumvarp um stofnun þverpólitískrar rannsóknarnefndar á árásinni á þinghúsið í janúar í gær. Á fjórða tug repúblikana óhlýðnaðist leiðtogum flokksins og greiddi atkvæði með frumvarpinu. 20. maí 2021 10:59 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Sjá meira
Forsetinn var á viðburði til að minningar fjöldamorðsins í Tulsa fyrir hundrað árum síðan og var að tala um umræðu um af hverju hann hefði ekki getað sett lög sem tryggðu kosningarétt fólks. Hann sagði að mjög svo naumur meirihluti Demókrata í bandaríska þinginu kæmi í veg fyrir það. Meirihlutinn væri í raun ekki meiri en fjögur atkvæði í fulltrúadeildinni og jafnt væri í öldungadeildinni. Þar væru tveir þingmenn sem greiddu atkvæði með vinum hans í Repúblikanaflokknum. Biden sagðist ekki ætla að gefast upp. Biden: ...with two members of the Senate that vote more with my Republican friends pic.twitter.com/XxlQ7WdrFA— Acyn (@Acyn) June 1, 2021 Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur oft verið lýst sem grafreit frumvarpa þar sem fjölmörg frumvörp sem samþykkt eru í fulltrúadeildinni hljóta ekki náð þingmanna. Í öldungadeildinni er ákveðin regla um aukin meirihluta sem segir til um að minnst sextíu atkvæði þarf þar til að samþykkja flest frumvörp. Svo virðist sem Biden hafi verið að tala um öldungadeildarþingmennina Joe Manchin og Kyrsten Sinema frá Vestur-Virginíu og Arizona, eins og fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar. Þau tvö hafa hingað til staðið í vegi þess að Demókratar geti fellt niður regluna um aukinn meirihluta og kallað eftir frekari viðræðum við Repúblikana. Reglan um aukinn meirihluta Reglan segir til um að þörf sé á 60 atkvæðum af hundrað fyrir flest frumvörp en á ensku kallast þessi regla „filibuster“. Hún felur í raun í sér að hvaða þingmaður sem er getur tafið störf þingsins, nema minnst 60 þingmenn greiði atkvæði gegn því. Á árum áður þurftu þingmenn að standa í pontu og halda ræður til að stöðva störf þingsins en því var breytt á þá leið að þingmenn þyrftu bara að lýsa því yfir að þeir ætluðu að tefja störf þingsins og ekki standa í pontu. Reglan umrædda segja til um að þörf sé á 60 atkvæðum af hundrað fyrir flest frumvörp en Á ensku kallast þessi regla „filibuster“. Hún felur í raun í sér að hvaða þingmaður sem er getur tafið störf þingsins, nema minnst 60 þingmenn greiði atkvæði gegn því. Á árum áður þurftu þingmenn að standa í pontu og halda ræður til að stöðva störf þingsins en því var breytt á þá leið að þingmenn þyrftu bara að lýsa því yfir að þeir ætluðu að tefja störf þingsins og ekki standa í pontu. Það þarf þó einungis 51 atkvæði til að fella regluna niður. Demókratar felldu regluna niður tímabundið þegar Repúblikanar stóðu í vegi margra sem Barack Obama hafði tilnefnt til fjölmargra opinberra embætta og Repúblikanar felldu niður regluna varðandi tilnefningu hæstaréttardómara í forsetatíð Trumps. Fleiri Demókratar en þau Manchin og Sinema í öldungadeildinni hafa þó lýst því yfir að þeim sé illa við að fella niður regluna um aukinn meirihluta og Biden sjálfur hefur þar að auki sagt að hann vilji það ekki. Viðræður við Repúblikana um frumvörp Demókrata hafa þó engum árangri skilað og hafa margir Demókratar lýst yfir vonbrigðum eða reiði út í regluna í kjölfar þess að Repúblikanar komu í veg fyrir stofnun óháðrar nefndar sem átti að rannsaka árásina á þinghúsið þann 6. janúar. Þar á meðal voru Manchin og Sinema. Sjá einnig: Repúblikanar felldu frumvarp um rannsókn á árásinni á þinghúsið Repúblikanar víðsvegar um Bandaríkin vinna nú hörðum höndum að því að breyta kosningareglum og gera fólki erfiðara að kjósa í kosningum. Aðgerðir þessar byggja á ósannindum Donalds Trump, fyrrverandi forseta, um að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum í nóvember. Samhliða því vinna Demókratar að því frumvarpi sem gera á fólki auðveldara að kjósa og meðal annars notast við utankjörfundaratkvæði. Frumvarp Demókrata, sem kallast H.R.1, myndi einnig gera alríkinu mögulegt að stöðva aðgerðir ríkja sem eiga að gera fólki erfiðara að kjósa. Þetta frumvarp hefur þegar verið samþykkt í fulltrúadeildinni en ekki öldungadeildinni og er ekki útlit fyrir að tíu Repúblikanar finnist til að greiða atkvæði með samþykkt þess. AP segir Chuck Schumer, leiðtoga meirihlutans í öldungadeildinni, hafa sagt að atkvæðagreiðsla um frumvarpið færi fram í þessum mánuði. Biden hét því í kvöld að hann myndi grípa til aðgerða og reyna að stöðva þessa „árás á kosningaréttinn“ eins og hann kallaði það.
Reglan um aukinn meirihluta Reglan segir til um að þörf sé á 60 atkvæðum af hundrað fyrir flest frumvörp en á ensku kallast þessi regla „filibuster“. Hún felur í raun í sér að hvaða þingmaður sem er getur tafið störf þingsins, nema minnst 60 þingmenn greiði atkvæði gegn því. Á árum áður þurftu þingmenn að standa í pontu og halda ræður til að stöðva störf þingsins en því var breytt á þá leið að þingmenn þyrftu bara að lýsa því yfir að þeir ætluðu að tefja störf þingsins og ekki standa í pontu. Reglan umrædda segja til um að þörf sé á 60 atkvæðum af hundrað fyrir flest frumvörp en Á ensku kallast þessi regla „filibuster“. Hún felur í raun í sér að hvaða þingmaður sem er getur tafið störf þingsins, nema minnst 60 þingmenn greiði atkvæði gegn því. Á árum áður þurftu þingmenn að standa í pontu og halda ræður til að stöðva störf þingsins en því var breytt á þá leið að þingmenn þyrftu bara að lýsa því yfir að þeir ætluðu að tefja störf þingsins og ekki standa í pontu. Það þarf þó einungis 51 atkvæði til að fella regluna niður. Demókratar felldu regluna niður tímabundið þegar Repúblikanar stóðu í vegi margra sem Barack Obama hafði tilnefnt til fjölmargra opinberra embætta og Repúblikanar felldu niður regluna varðandi tilnefningu hæstaréttardómara í forsetatíð Trumps.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Donald Trump Tengdar fréttir Eftirlifendur minnast fjöldamorðsins í Tulsa Hundrað ár eru liðin frá fjöldamorðinu í Tulsa. Eftirlifendur minntust blóðbaðsins við minningarathöfn í borginni í dag. Minnst þrjú hundruð þeldökkir Bandaríkjamenn létu lífið þennan dag. 31. maí 2021 17:43 Segja falsfréttir Trumps hafa leitt til þátttöku í árásinni á þinghúsið Lögmenn þriggja manna, sem ákærðir eru fyrir þátttöku sína í árásinni á Bandaríska þinghúsið í janúar, segja að falsfréttum sé um að kenna að mennirnir hafi tekið þátt í árásinni. Þeir vonast til þess að kviðdómendur sjái aumur yfir mönnunum vegna trúgirni þeirra. 30. maí 2021 10:40 Biden leggur til mestu ríkisútgjöld frá því í seinna stríði Útgjöld bandaríska ríkissjóðsins verða þau hæstu frá því í síðari heimsstyrjöldinni verði Bandaríkjaþing við tillögu Joe Biden forseta að fjárlögum næsta árs sem hann lagði fram í dag. Hluti þeirra sex biljóna dollara sem Biden vill að alríkisstjórnin eyði á að fjármagna meiriháttar innviðauppbyggingu og öflugra velferðarkerfi. 28. maí 2021 23:50 Tugir repúblikana studdu rannsókn á árásinni Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti frumvarp um stofnun þverpólitískrar rannsóknarnefndar á árásinni á þinghúsið í janúar í gær. Á fjórða tug repúblikana óhlýðnaðist leiðtogum flokksins og greiddi atkvæði með frumvarpinu. 20. maí 2021 10:59 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Sjá meira
Eftirlifendur minnast fjöldamorðsins í Tulsa Hundrað ár eru liðin frá fjöldamorðinu í Tulsa. Eftirlifendur minntust blóðbaðsins við minningarathöfn í borginni í dag. Minnst þrjú hundruð þeldökkir Bandaríkjamenn létu lífið þennan dag. 31. maí 2021 17:43
Segja falsfréttir Trumps hafa leitt til þátttöku í árásinni á þinghúsið Lögmenn þriggja manna, sem ákærðir eru fyrir þátttöku sína í árásinni á Bandaríska þinghúsið í janúar, segja að falsfréttum sé um að kenna að mennirnir hafi tekið þátt í árásinni. Þeir vonast til þess að kviðdómendur sjái aumur yfir mönnunum vegna trúgirni þeirra. 30. maí 2021 10:40
Biden leggur til mestu ríkisútgjöld frá því í seinna stríði Útgjöld bandaríska ríkissjóðsins verða þau hæstu frá því í síðari heimsstyrjöldinni verði Bandaríkjaþing við tillögu Joe Biden forseta að fjárlögum næsta árs sem hann lagði fram í dag. Hluti þeirra sex biljóna dollara sem Biden vill að alríkisstjórnin eyði á að fjármagna meiriháttar innviðauppbyggingu og öflugra velferðarkerfi. 28. maí 2021 23:50
Tugir repúblikana studdu rannsókn á árásinni Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti frumvarp um stofnun þverpólitískrar rannsóknarnefndar á árásinni á þinghúsið í janúar í gær. Á fjórða tug repúblikana óhlýðnaðist leiðtogum flokksins og greiddi atkvæði með frumvarpinu. 20. maí 2021 10:59