Lykilatriði að notendur samfélagsmiðla viti og samþykki að flokkarnir séu að vinna með upplýsingar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 2. júní 2021 12:10 Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar. Vísir/Egill Póst- og fjarskiptastofnun hafa borist kvartanir vegna óumbeðinna símtala í tengslum við prófkjör sem nú fara fram. Forstjóri Persónuverndar segir að stofnunin muni fylgjast vel með notkun stjórnmálaflokka á samfélagsmiðlum fyrir kosningar. Fólk þurfi að samþykkja vinnslu á persónuupplýsingum sem eru fengnar þaðan. Samkvæmt upplýsingum frá Póst- og fjarskiptastofnun hefur fólk kvartað vegna úthringinga eða skilaboða í tengslum við prófkjör sem fara fram þessa dagana. Stofnunin veitir ekki upplýsingar um aðila slíkra mála fyrr en að lokinni málsmeðferð en flokkarnir sem hafa staðið í prófkjörs- eða forvalsbaráttu undanfarið eru Vinstri Grænir og Sjálfstæðisflokkurinn, þar sem nú fer fram er hörð barátta um efsta sæti í Reykjavík á milli Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra og Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðhera. Prófkjörið fer fram á föstudag og laugardag og hafa þau og stuðningsmenn þeirra stundað úthringingar á liðnum dögum. Kvartanir vegna óumbeðinna fjarskipta heyra undir póst- og fjarskiptastofnun en Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir skýrar reglur gilda um slíkt. „Til dæmis ef við komandi er bannmerktur í þjóðskrá eða X-merktur í símaskrá þá þarf að virða það. Ef viðkomandi vill ekki láta hringja í sig þarf að virða þá ósk,“ segir Helga. Hún segir frambjóðendur og stuðningsmenn hafa nokkuð rúmar heimildir til þess að nota félagatal eigin flokks til úthringinga þrátt fyrir að stjórnmálaskoðanir teljist viðkvæmar persónuupplýsingar. „En það er hins vegar þannig að innganga í stjórnmálaflokk er ekki alveg skýr og þess vegna skiptir miklu máli að félagsmenn séu almennt fræddir um það hvernig og hvenær þeir geta átt von á símtölum og hvernig flokkurinn hefur ákveðið að fara með persónuupplýsingar sinna félagsmanna. Alltaf mega félagsmenn líka hafna því að haft sé samband við þá.“ Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fer fram 4. og 5. júní.vísir/Sigurjón Frambjóðendur hafa verið áberandi á samfélagsmiðlum og líkt og haft er eftir kosningastjórum Áslaugar Örnu og Guðlaugs Þórs á Vísi hefur mesta áherslan verið lögð þá í kosningabaráttunni. Persónuvernd skoðaði ítarlega notkun flokkanna á samfélagsmiðlum fyrir síðustu kosningar og vann álit þar sen talið var að ekki hafi verið farið nógu vel með vinnslu persónuupplýsinga. „Samfélagsmiðlar hafa opnað fyrir nýja möguleika til þess að ná til fólks og það er að mörgu að huga. En grundvallaratriðið er að það þarf að vera ljóst að fólk viti að það sé verið að vinna með upplýsingar um það á samfélagsmiðlum og ef þeir sem eru að vinna með þessar upplýsingar eru að gefa sér að viðkomandi hafi einhverja ákveðna pólitíska skoðun þarf að vera búið að fá samþykki ef það á að vinna eitthvað frekar með þessar upplýsingar.“ Hún segir það forgangsmál hjá stofnuninni að fylgjast með notkuninni í aðdraganda næstu kosninga. „Fólk sem fer ekki að áliti persónuverndar er að taka heilmikla áhættu með að vera ekki að starfa í samræmi við persónuverndarlög. Niðurstaða í kosningum og það að kosningar fari rétt og sanngjarnt fram er eitthvað sem skiptir höfuðmáli í hverju lýðræðissamfélagi. Þannig þetta verður áfram forgangsmál,“ segir Helga. Alþingiskosningar 2021 Persónuvernd Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá Póst- og fjarskiptastofnun hefur fólk kvartað vegna úthringinga eða skilaboða í tengslum við prófkjör sem fara fram þessa dagana. Stofnunin veitir ekki upplýsingar um aðila slíkra mála fyrr en að lokinni málsmeðferð en flokkarnir sem hafa staðið í prófkjörs- eða forvalsbaráttu undanfarið eru Vinstri Grænir og Sjálfstæðisflokkurinn, þar sem nú fer fram er hörð barátta um efsta sæti í Reykjavík á milli Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra og Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðhera. Prófkjörið fer fram á föstudag og laugardag og hafa þau og stuðningsmenn þeirra stundað úthringingar á liðnum dögum. Kvartanir vegna óumbeðinna fjarskipta heyra undir póst- og fjarskiptastofnun en Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir skýrar reglur gilda um slíkt. „Til dæmis ef við komandi er bannmerktur í þjóðskrá eða X-merktur í símaskrá þá þarf að virða það. Ef viðkomandi vill ekki láta hringja í sig þarf að virða þá ósk,“ segir Helga. Hún segir frambjóðendur og stuðningsmenn hafa nokkuð rúmar heimildir til þess að nota félagatal eigin flokks til úthringinga þrátt fyrir að stjórnmálaskoðanir teljist viðkvæmar persónuupplýsingar. „En það er hins vegar þannig að innganga í stjórnmálaflokk er ekki alveg skýr og þess vegna skiptir miklu máli að félagsmenn séu almennt fræddir um það hvernig og hvenær þeir geta átt von á símtölum og hvernig flokkurinn hefur ákveðið að fara með persónuupplýsingar sinna félagsmanna. Alltaf mega félagsmenn líka hafna því að haft sé samband við þá.“ Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fer fram 4. og 5. júní.vísir/Sigurjón Frambjóðendur hafa verið áberandi á samfélagsmiðlum og líkt og haft er eftir kosningastjórum Áslaugar Örnu og Guðlaugs Þórs á Vísi hefur mesta áherslan verið lögð þá í kosningabaráttunni. Persónuvernd skoðaði ítarlega notkun flokkanna á samfélagsmiðlum fyrir síðustu kosningar og vann álit þar sen talið var að ekki hafi verið farið nógu vel með vinnslu persónuupplýsinga. „Samfélagsmiðlar hafa opnað fyrir nýja möguleika til þess að ná til fólks og það er að mörgu að huga. En grundvallaratriðið er að það þarf að vera ljóst að fólk viti að það sé verið að vinna með upplýsingar um það á samfélagsmiðlum og ef þeir sem eru að vinna með þessar upplýsingar eru að gefa sér að viðkomandi hafi einhverja ákveðna pólitíska skoðun þarf að vera búið að fá samþykki ef það á að vinna eitthvað frekar með þessar upplýsingar.“ Hún segir það forgangsmál hjá stofnuninni að fylgjast með notkuninni í aðdraganda næstu kosninga. „Fólk sem fer ekki að áliti persónuverndar er að taka heilmikla áhættu með að vera ekki að starfa í samræmi við persónuverndarlög. Niðurstaða í kosningum og það að kosningar fari rétt og sanngjarnt fram er eitthvað sem skiptir höfuðmáli í hverju lýðræðissamfélagi. Þannig þetta verður áfram forgangsmál,“ segir Helga.
Alþingiskosningar 2021 Persónuvernd Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira