Rækta yndisskóg við Úlfljótsvatn Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 2. júní 2021 16:00 66°Norður hefur gert samning við Skógræktarfélag Íslands um afnot af landi við Úlfljótsvatn til næstu fjörutíu ára til að byggja upp Yndisskóg 66°Norður. Skrifað var undir samstarfið laugardaginn 29. maí en það felur í sér að planta um 11.000 trjáplöntum næstu fimm árin. „Markmiðið með samstarfinu er að rækta yndisskóg sem bindur kolefni, jafnar vatnsbúskap og eykur frjósemi jarðvegs, búa til skjól og síðast en ekki síst eykur gildi svæðisins til útivistar allan ársins hring,“ segir í tilkynningu um verkefnið. Helgi Rúnar Óskarsson, forstjóri 66°Norður og Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélagsins undirrituðu samninginn í Úlfljótsvatnskirkju. Fyrsti gróðursetningardagurinn fór fram laugardaginn 29. maí þar sem starfsfólk 66°Norður og fjölskyldur tóku þátt. Helgi Rúnar Óskarsson, forstjóri 66°Norður og Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélagsins undirrituðu samninginn í Úlfljótsvatnskirkju. 66°Norður hefur kolefnisjafnað starfsemi sína árið 2019 og 2020 í samstarfi við Kolvið og Klappir og er samstarfið við Skógræktarfélag Íslands til viðbótar við það. „Það voru mörg brosandi andlit sem gróðursettu trén í Yndisskógi. Markmiðið okkar hefur ávallt verið að framleiða fatnað í sátt við umhverfið. Þar sem við vinnum með umhverfisvæn efni og kolefnisjöfnum starfsemina meðal annars á þennan hátt þá getum við boðið viðskiptavinum okkar umhverfisvænar flíkur, “ segir Helgi Rúnar Óskarsson forstjóri 66°Norður. Hann segir að þetta sé mikilvægt fyrir félagið til þess að geta sinnt mótvægisaðgerðum í umhverfismálum á beinan hátt með starfsfólkinu. „Við hjá Skógræktarfélagi íslands erum afar ánægð með samstarfið. Eigendur og starfsmenn 66°Norður hafa sýnt mikinn og skemmtilegan áhuga á þessu verkefni og ég er handviss um að þetta framlag verði landsmönnum til góða. Ræktun skógarins er unnin eftir ákveðnu skipulagi þannig að útkoman verður fjölbreyttur og fallegur yndisskógur. Það er mikilvægt og jafnframt einfalt fyrir fyrirtæki að kolefnisjafna starfsemi sína með gróðursetningu trjáa,“ segir Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélagsins. Tíska og hönnun Umhverfismál Skógrækt og landgræðsla Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir Segir gróðureldavána komna til að vera Slökkviliðsmenn hafa nú þurft að glíma við á áttunda tug gróðurelda hér á landi frá 9. apríl. Forstöðumaður brunavarna hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun segir gróðurelda vaxandi vá hér á landi og að efla þurfi viðbúnað og fræðslu. 30. maí 2021 20:49 Útköll vegna gróðurelda 67 talsins frá 9. apríl Slökkvilið á landinu hafa samtals þurft að sinna 67 útköllum vegna gróðurelda frá 9. apríl og er ljóst að gróðureldaváin sé komin til að vera hér á landi. 27. maí 2021 07:34 Minni losun en enn vantar talsvert upp í Parísarmarkmið Losun á gróðurhúsalofttegundum sem eru á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda dróst saman um tvö prósent árið 2019 miðað við árið áður og hefur samdrátturinn ekki verið meiri á milli ára frá 2012. Dregið hefur úr losuninni um átta prósent frá 2005 en markmið Íslands gagnvart Parísarsamkomulaginu er að hún dragist saman um að minnsta kosti 29 prósent á þessum áratug. 26. apríl 2021 12:53 Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
Skrifað var undir samstarfið laugardaginn 29. maí en það felur í sér að planta um 11.000 trjáplöntum næstu fimm árin. „Markmiðið með samstarfinu er að rækta yndisskóg sem bindur kolefni, jafnar vatnsbúskap og eykur frjósemi jarðvegs, búa til skjól og síðast en ekki síst eykur gildi svæðisins til útivistar allan ársins hring,“ segir í tilkynningu um verkefnið. Helgi Rúnar Óskarsson, forstjóri 66°Norður og Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélagsins undirrituðu samninginn í Úlfljótsvatnskirkju. Fyrsti gróðursetningardagurinn fór fram laugardaginn 29. maí þar sem starfsfólk 66°Norður og fjölskyldur tóku þátt. Helgi Rúnar Óskarsson, forstjóri 66°Norður og Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélagsins undirrituðu samninginn í Úlfljótsvatnskirkju. 66°Norður hefur kolefnisjafnað starfsemi sína árið 2019 og 2020 í samstarfi við Kolvið og Klappir og er samstarfið við Skógræktarfélag Íslands til viðbótar við það. „Það voru mörg brosandi andlit sem gróðursettu trén í Yndisskógi. Markmiðið okkar hefur ávallt verið að framleiða fatnað í sátt við umhverfið. Þar sem við vinnum með umhverfisvæn efni og kolefnisjöfnum starfsemina meðal annars á þennan hátt þá getum við boðið viðskiptavinum okkar umhverfisvænar flíkur, “ segir Helgi Rúnar Óskarsson forstjóri 66°Norður. Hann segir að þetta sé mikilvægt fyrir félagið til þess að geta sinnt mótvægisaðgerðum í umhverfismálum á beinan hátt með starfsfólkinu. „Við hjá Skógræktarfélagi íslands erum afar ánægð með samstarfið. Eigendur og starfsmenn 66°Norður hafa sýnt mikinn og skemmtilegan áhuga á þessu verkefni og ég er handviss um að þetta framlag verði landsmönnum til góða. Ræktun skógarins er unnin eftir ákveðnu skipulagi þannig að útkoman verður fjölbreyttur og fallegur yndisskógur. Það er mikilvægt og jafnframt einfalt fyrir fyrirtæki að kolefnisjafna starfsemi sína með gróðursetningu trjáa,“ segir Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélagsins.
Tíska og hönnun Umhverfismál Skógrækt og landgræðsla Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir Segir gróðureldavána komna til að vera Slökkviliðsmenn hafa nú þurft að glíma við á áttunda tug gróðurelda hér á landi frá 9. apríl. Forstöðumaður brunavarna hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun segir gróðurelda vaxandi vá hér á landi og að efla þurfi viðbúnað og fræðslu. 30. maí 2021 20:49 Útköll vegna gróðurelda 67 talsins frá 9. apríl Slökkvilið á landinu hafa samtals þurft að sinna 67 útköllum vegna gróðurelda frá 9. apríl og er ljóst að gróðureldaváin sé komin til að vera hér á landi. 27. maí 2021 07:34 Minni losun en enn vantar talsvert upp í Parísarmarkmið Losun á gróðurhúsalofttegundum sem eru á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda dróst saman um tvö prósent árið 2019 miðað við árið áður og hefur samdrátturinn ekki verið meiri á milli ára frá 2012. Dregið hefur úr losuninni um átta prósent frá 2005 en markmið Íslands gagnvart Parísarsamkomulaginu er að hún dragist saman um að minnsta kosti 29 prósent á þessum áratug. 26. apríl 2021 12:53 Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
Segir gróðureldavána komna til að vera Slökkviliðsmenn hafa nú þurft að glíma við á áttunda tug gróðurelda hér á landi frá 9. apríl. Forstöðumaður brunavarna hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun segir gróðurelda vaxandi vá hér á landi og að efla þurfi viðbúnað og fræðslu. 30. maí 2021 20:49
Útköll vegna gróðurelda 67 talsins frá 9. apríl Slökkvilið á landinu hafa samtals þurft að sinna 67 útköllum vegna gróðurelda frá 9. apríl og er ljóst að gróðureldaváin sé komin til að vera hér á landi. 27. maí 2021 07:34
Minni losun en enn vantar talsvert upp í Parísarmarkmið Losun á gróðurhúsalofttegundum sem eru á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda dróst saman um tvö prósent árið 2019 miðað við árið áður og hefur samdrátturinn ekki verið meiri á milli ára frá 2012. Dregið hefur úr losuninni um átta prósent frá 2005 en markmið Íslands gagnvart Parísarsamkomulaginu er að hún dragist saman um að minnsta kosti 29 prósent á þessum áratug. 26. apríl 2021 12:53
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“