Óttast að skipsbruni hafi alvarlegar afleiðingar fyrir umhverfið Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 2. júní 2021 17:15 Skipið X-Press Pearl er að sökkva við strendur Sri Lanka. Sri Lanka Air Force via AP Skipið X-Press Pearl stóð í ljósum logum í tæpar tvær vikur undir ströndum Srí Lanka áður en tókst að slökkva eldinn. Óttast er að skipsbruninn muni hafa skelfilegar umhverfislegar afleiðingar. Skipið er frá Singapúr og var staðsett nærri ströndum Negombo og Colombo í Srí Lanka. Upptök eldsins eru talin vera leki saltpéturssýru. Um borð í skipinu voru 25 tonn af ætandi sýru sem mætti til dæmis nota við framleiðslu sprengiefna. Áhöfnin er sögð hafa orðið vör við lekann þann 11. maí, en henni neitað um að fara frá borði þangað til að eldurinn braust út. Sjóher Srí Lanka og Indlands hefur barist við eldinn í sameiningu síðustu daga þar til tókst að ráða niðurlögum hans í byrjun vikunnar. Hér má sjá myndefni frá AP fréttaveitunni af slökkvistarfi, verkum við að reyna að vernda umhverfið og öðru. Telur að skoða hefði átt skipið betur Þá hefur verið reynt að koma í veg fyrir að skipið brotni og sökkvi, til þess að lágmarka umhverfislegan skaða atviksins. Útlit er fyrir að skipið muni sökkva, með þeim afleiðingum að hundruð tonna af eldsneytisolíu gætu tekið í sjóinn. Umhverfisverndarsinninn, Dr. Ajantha Perera, telur að allur sá skaðlegi varningur sem er um borð í skipinu muni eyðileggja hafsbotninn ef skipið sekkur. Þá gagnrýnir hún að skipið hafi ekki verið skoðað betur áður en það var sent af stað. Gæti haft slæm áhrif á fiskiðnaðinn Mikil reiði er yfir því að yfirvöld Srí Lanka hafi hleypt skipinu inn á sín mið, þegar tvær þjóðir höfðu hafnað því. Sjávarútvegsráðuneytið í Srí Lanka hefur gripið til neyðarráðstafana og bannað allar veiðar á nærliggjandi svæði. Fiskveiðimenn hafa lýst yfir áhyggjum af því hvaða afleiðingar þetta muni hafa fyrir fiskiðnaðinn. Yfirvöld í Srí Lanka hafa lagt fram kæru á hendur skipstjóranum og bannað honum, ásamt vélstjóranum, að yfirgefa landið. Srí Lanka Singapúr Umhverfismál Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fleiri fréttir Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Sjá meira
Skipið er frá Singapúr og var staðsett nærri ströndum Negombo og Colombo í Srí Lanka. Upptök eldsins eru talin vera leki saltpéturssýru. Um borð í skipinu voru 25 tonn af ætandi sýru sem mætti til dæmis nota við framleiðslu sprengiefna. Áhöfnin er sögð hafa orðið vör við lekann þann 11. maí, en henni neitað um að fara frá borði þangað til að eldurinn braust út. Sjóher Srí Lanka og Indlands hefur barist við eldinn í sameiningu síðustu daga þar til tókst að ráða niðurlögum hans í byrjun vikunnar. Hér má sjá myndefni frá AP fréttaveitunni af slökkvistarfi, verkum við að reyna að vernda umhverfið og öðru. Telur að skoða hefði átt skipið betur Þá hefur verið reynt að koma í veg fyrir að skipið brotni og sökkvi, til þess að lágmarka umhverfislegan skaða atviksins. Útlit er fyrir að skipið muni sökkva, með þeim afleiðingum að hundruð tonna af eldsneytisolíu gætu tekið í sjóinn. Umhverfisverndarsinninn, Dr. Ajantha Perera, telur að allur sá skaðlegi varningur sem er um borð í skipinu muni eyðileggja hafsbotninn ef skipið sekkur. Þá gagnrýnir hún að skipið hafi ekki verið skoðað betur áður en það var sent af stað. Gæti haft slæm áhrif á fiskiðnaðinn Mikil reiði er yfir því að yfirvöld Srí Lanka hafi hleypt skipinu inn á sín mið, þegar tvær þjóðir höfðu hafnað því. Sjávarútvegsráðuneytið í Srí Lanka hefur gripið til neyðarráðstafana og bannað allar veiðar á nærliggjandi svæði. Fiskveiðimenn hafa lýst yfir áhyggjum af því hvaða afleiðingar þetta muni hafa fyrir fiskiðnaðinn. Yfirvöld í Srí Lanka hafa lagt fram kæru á hendur skipstjóranum og bannað honum, ásamt vélstjóranum, að yfirgefa landið.
Srí Lanka Singapúr Umhverfismál Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fleiri fréttir Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Sjá meira