Sex hópar verið dregnir og boðaðir í bólusetningu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. júní 2021 15:57 Á bólusetningardögum hefur verið þétt setið inni í Laugardalshöll. Vísir/Vilhelm Nú hafa alls sex hópar af sextíu verið boðaðir til bólusetningar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Réttur þeirra sem fá boðun samkvæmt handahófskennda kerfinu helst áfram, þótt það komist ekki á tilsettum boðunartíma. Þetta staðfestir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, í samtali við fréttastofu. Nú hafa karlar fæddir 1999, 1987 og 1978 verið dregnir til boðunar í bólusetningu og konur fæddar 1996, 1983 og 1982 og gildir þetta fyrir fólk á höfuðborgarsvæðinu. Þessir hópar eiga að hafa fengið boð í bólusetningu, en Ragnheiður segir rétt fólks til að mæta í bólusetningu ekki falla niður þó það komist ekki um leið og boðað er, líkt og einhverjir hafa haft áhyggjur af. „Þú átt þinn rétt, hann helst og þú átt alltaf rétt á að koma til okkar í bólusetningu þegar þér hentar,“ segir Ragnheiður. Það er þó auðvitað með þeim fyrirvara að verið sé að bólusetja þann daginn, með því bóluefni sem viðkomandi hefur verið boðaður í bólusetningu með. Bólusett var á höfuðborgarsvæðinu fyrr í dag. Þá bendir Ragnheiður á að mikilvægt sé að fólk virði boðaðan tíma eins og mögulegt er, en það geti eins og áður sagði mætt á öðrum tíma komist það með engu móti á þeim tíma sem það er boðað. Ragnheiður segir þá að bólusetning þeirra forgangshópa sem eftir stóðu sé vel á veg komin. Búið sé að „kasta út síðasta netinu“ til hópa númer sex og sjö, það er að segja síðasta boðun hafi verið send út. Í þeim hópum er fólk sextíu ára og eldri annars vegar og einstaklingar með undirliggjandi langvinna sjúkdóma hins vegar. Ragnheiður Ósk hefur séð um að draga um hvaða hópar fá næstir boðun í bólusetningu.Vísir/Vilhelm Bólusetning hóps númer átta, starfsfólks leik- grunn og framhaldsskóla sé þá háð því afhendingu á bóluefni Janssen, sem sóttvarnalæknir hefur mælt með að sá hópur verði bólusettur með. „Við höfum bara fengið svo lítið af Janssen að við höfum ekki náð að klára þessa hópa,“ segir Ragnheiður. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira
Þetta staðfestir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, í samtali við fréttastofu. Nú hafa karlar fæddir 1999, 1987 og 1978 verið dregnir til boðunar í bólusetningu og konur fæddar 1996, 1983 og 1982 og gildir þetta fyrir fólk á höfuðborgarsvæðinu. Þessir hópar eiga að hafa fengið boð í bólusetningu, en Ragnheiður segir rétt fólks til að mæta í bólusetningu ekki falla niður þó það komist ekki um leið og boðað er, líkt og einhverjir hafa haft áhyggjur af. „Þú átt þinn rétt, hann helst og þú átt alltaf rétt á að koma til okkar í bólusetningu þegar þér hentar,“ segir Ragnheiður. Það er þó auðvitað með þeim fyrirvara að verið sé að bólusetja þann daginn, með því bóluefni sem viðkomandi hefur verið boðaður í bólusetningu með. Bólusett var á höfuðborgarsvæðinu fyrr í dag. Þá bendir Ragnheiður á að mikilvægt sé að fólk virði boðaðan tíma eins og mögulegt er, en það geti eins og áður sagði mætt á öðrum tíma komist það með engu móti á þeim tíma sem það er boðað. Ragnheiður segir þá að bólusetning þeirra forgangshópa sem eftir stóðu sé vel á veg komin. Búið sé að „kasta út síðasta netinu“ til hópa númer sex og sjö, það er að segja síðasta boðun hafi verið send út. Í þeim hópum er fólk sextíu ára og eldri annars vegar og einstaklingar með undirliggjandi langvinna sjúkdóma hins vegar. Ragnheiður Ósk hefur séð um að draga um hvaða hópar fá næstir boðun í bólusetningu.Vísir/Vilhelm Bólusetning hóps númer átta, starfsfólks leik- grunn og framhaldsskóla sé þá háð því afhendingu á bóluefni Janssen, sem sóttvarnalæknir hefur mælt með að sá hópur verði bólusettur með. „Við höfum bara fengið svo lítið af Janssen að við höfum ekki náð að klára þessa hópa,“ segir Ragnheiður.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira