Liðið sem æfði „aldrei“ og er komið upp í úrvalsdeild Sindri Sverrisson skrifar 2. júní 2021 17:00 Leikmenn Kríu fögnuðu úrvalsdeildarsætinu vel og innilega. vísir/svava Einstaklega góð stemning, einn kaldur í klefanum og ekkert of margar æfingar. Einhvern veginn svona var uppskriftin að því að lið Kríu komst úr 2. deild og upp í úrvalsdeild í handbolta á fyrstu tveimur árum sínum. Leikmenn Kríu fögnuðu vel í fyrrakvöld eftir að hafa unnið Víking með sannfærandi hætti í umspili og þar með tryggt sér sæti í Olís-deildinni á næstu leiktíð. Svava Kristín Gretarsdóttir var á staðnum og ræddi við leikmenn og þjálfara Kríu í sigurvímunni í myndbandi sem má sjá hér að neðan. Klippa: Kría flaug upp í úrvalsdeild „Þetta er bara svo ótrúlegt. Vinahópur sem að spilaði saman upp alla yngri flokka, en flosnaði upp af alls konar ástæðum, einhverjir fóru í önnur lið og aðrir hættu, skuli hafa ákveðið í afmæli fyrir tveimur árum að búa til lið. Við gerðum það, fórum upp úr 2. deild, í Grillið og svo upp. Þetta er súrrealískt,“ sagði Daði Laxdal Gautason, leikmaður Kríu. Á meðal leikmanna sem Kría fékk fyrir tímabilið voru markvörðurinn Sigurður Ingiberg Ólafsson og hornamaðurinn Kristján Orri Jóhannsson sem skoraði að meðaltali tíu mörk í leik í vetur. Pikkaði upp sterka karaktera og endaði með allt of mikið egó í liðinu „Þetta er klikkaður klúbbur og gaurarnir ekkert eðlilega skemmtilegir,“ sagði Kristján, ánægður með að geta notið þess að spila án þess að þurfa að sitja vídjófundi og sinna mörgum æfingum. „Við æfðum einu sinni í þessari úrslitakeppni. Ég veit ekki hvort ég á að láta þetta út úr mér. Við æfðum eftir leik eitt á móti Fjölni (í undanúrslitum), töpuðum svo næsta leik með 13 mörkum, og þá ákváðum við bara að æfa ekkert,“ sagði Lárus Gunnarsson, þjálfari Kríu. Ljóst er að í Kríu er kominn saman hópur sem nýtur þess að vera saman: „Þetta var eiginlega ógeðslega auðvelt,“ sagði Daði. „Ég eyddi sumrinu í að djamma svolítið og fór inn í hina ýmsu vinahópa. Þetta eru allt vinir mínir (í liðinu). Maður pikkaði upp sterka karaktera og einhvern veginn endaði ég með allt of mikið egó í liðinu, sem var bara skemmtilegt. Í úrslitakeppninni var það þetta sem gerði gæfumuninn – að hafa svona mikla töffara í liðinu.“ Annað og meira en pöbbalið Á meðal leikmanna Kríu eru FH-tvíburarnir Henrik og Hlynur Bjarnasynir, og Egill Ploder Ottósson sem þekktari er fyrir störf sín í fjölmiðlum: „Það verður bara að koma í ljós. Ég hef aldrei prófað það,“ sagði Egill aðspurður hvort hann væri leikmaður sem gæti spilað í Olís-deildinni. Hann var ánægður með að geta sannað að Kría væri annað og meira en eitthvert „pöbbalið“: „Tímabilið var bara geggjað. Upp og niður en alltaf stemning. Það er það sem Kría er; stemning. Hún kom okkur alla leið upp í úrvalsdeild. Við sönnuðum fyrir svo mörgum (að þetta væri hægt). Einhverjum sem kölluðu okkur pöbbalið í podcöstum, og Víkingur átti að valta yfir okkur. Við unnum 2-0 og erum komnir í úrvalsdeildina.“ Olís-deild karla Handbolti Kría Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Sjá meira
Leikmenn Kríu fögnuðu vel í fyrrakvöld eftir að hafa unnið Víking með sannfærandi hætti í umspili og þar með tryggt sér sæti í Olís-deildinni á næstu leiktíð. Svava Kristín Gretarsdóttir var á staðnum og ræddi við leikmenn og þjálfara Kríu í sigurvímunni í myndbandi sem má sjá hér að neðan. Klippa: Kría flaug upp í úrvalsdeild „Þetta er bara svo ótrúlegt. Vinahópur sem að spilaði saman upp alla yngri flokka, en flosnaði upp af alls konar ástæðum, einhverjir fóru í önnur lið og aðrir hættu, skuli hafa ákveðið í afmæli fyrir tveimur árum að búa til lið. Við gerðum það, fórum upp úr 2. deild, í Grillið og svo upp. Þetta er súrrealískt,“ sagði Daði Laxdal Gautason, leikmaður Kríu. Á meðal leikmanna sem Kría fékk fyrir tímabilið voru markvörðurinn Sigurður Ingiberg Ólafsson og hornamaðurinn Kristján Orri Jóhannsson sem skoraði að meðaltali tíu mörk í leik í vetur. Pikkaði upp sterka karaktera og endaði með allt of mikið egó í liðinu „Þetta er klikkaður klúbbur og gaurarnir ekkert eðlilega skemmtilegir,“ sagði Kristján, ánægður með að geta notið þess að spila án þess að þurfa að sitja vídjófundi og sinna mörgum æfingum. „Við æfðum einu sinni í þessari úrslitakeppni. Ég veit ekki hvort ég á að láta þetta út úr mér. Við æfðum eftir leik eitt á móti Fjölni (í undanúrslitum), töpuðum svo næsta leik með 13 mörkum, og þá ákváðum við bara að æfa ekkert,“ sagði Lárus Gunnarsson, þjálfari Kríu. Ljóst er að í Kríu er kominn saman hópur sem nýtur þess að vera saman: „Þetta var eiginlega ógeðslega auðvelt,“ sagði Daði. „Ég eyddi sumrinu í að djamma svolítið og fór inn í hina ýmsu vinahópa. Þetta eru allt vinir mínir (í liðinu). Maður pikkaði upp sterka karaktera og einhvern veginn endaði ég með allt of mikið egó í liðinu, sem var bara skemmtilegt. Í úrslitakeppninni var það þetta sem gerði gæfumuninn – að hafa svona mikla töffara í liðinu.“ Annað og meira en pöbbalið Á meðal leikmanna Kríu eru FH-tvíburarnir Henrik og Hlynur Bjarnasynir, og Egill Ploder Ottósson sem þekktari er fyrir störf sín í fjölmiðlum: „Það verður bara að koma í ljós. Ég hef aldrei prófað það,“ sagði Egill aðspurður hvort hann væri leikmaður sem gæti spilað í Olís-deildinni. Hann var ánægður með að geta sannað að Kría væri annað og meira en eitthvert „pöbbalið“: „Tímabilið var bara geggjað. Upp og niður en alltaf stemning. Það er það sem Kría er; stemning. Hún kom okkur alla leið upp í úrvalsdeild. Við sönnuðum fyrir svo mörgum (að þetta væri hægt). Einhverjum sem kölluðu okkur pöbbalið í podcöstum, og Víkingur átti að valta yfir okkur. Við unnum 2-0 og erum komnir í úrvalsdeildina.“
Olís-deild karla Handbolti Kría Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Sjá meira