Ísland verður síðasta þróaða ríkið til að endurheimta fyrri efnahagsstyrk Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 2. júní 2021 17:44 Mun meira atvinnuleysi er spáð á Íslandi á næsta ári en þeim löndum sem eiga að ná sömu vergu landsframleiðslu og fyrir faraldurinn á næstu mánuðum. vísir/vilhelm Ekkert þróað ríki verður jafn lengi að endurheimta fyrri efnahagsstyrk eftir heimsfaraldurinn og Ísland, samkvæmt nýrri spá OECD. Við matið er verg landsframleiðsla á mann notuð sem mælikvarði á þetta. Samkvæmt spánni munu til dæmis löndin Bandaríkin, Írland, Japan og Noregur endurheimta sama efnahagsstyrk og fyrir faraldurinn á næstu mánuðum. Ísland á hins vegar ekki að ná þeim áfanga fyrr en eftir rúm tvö ár, á þriðja ársfjórðungi ársins 2023. Spá OECD um það hvenær þróuð ríki ná aftur fyrri efnahagsstyrk sínum.oecd Í skýrslunni segir að þegar atvinnuúrræðum stjórnvalda ljúki eftir sumarið sé gert ráð fyrir að atvinnuleysi verði 8 prósent en það eigi eftir að minnka niður í 7,6 prósent á næsta ári. Það er gríðarlega mikið atvinnuleysi en til samanburðar við ríki sem eiga að ná aftur sömu vergu landsframleiðslu á mann á næstu mánuðum er aðeins spáð 4 prósent atvinnuleysi í Noregi á næsta ári og 4,3 prósent í Bandaríkjunum. Verg landsframleiðsla á mann: Verg landsframleiðsla (VLF) innifelur allar vörur og þjónustu sem framleidd er innan hvers ríkis árlega, að frádregnum þeim vörum sem notaðar eru við framleiðsluna. Hér er VLF deilt jafnt á alla íbúa landa. Stjórnvöld beini aðgerðum að verst stöddu heimilunum Í skýrslunni eru íslensk stjórnvöld þá hvött til að beina stuðningsaðgerðum sínum beint að þeim sem þurfa mest á þeim að halda, eins og heimilum sem eru illa stödd fjárhagslega. Verg landsframleiðsla á Íslandi á síðan að aukast um 2,8 prósent í ár og 4,7 prósent árið 2022. Gert er ráð fyrir að ferðaþjónustan fari að taka við sér á næstu mánuðum og að sjávarútvegurinn haldi áfram að skila inn tekjum. Þá er gert ráð fyrir að útgjöld heimilanna eigi eftir að aukast á næstu mánuðum. Sömu vergu landsframleiðslu og þekktist fyrir faraldurinn verður þó ekki náð fyrr en á síðari hluta þarnæsta árs. Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Sjá meira
Samkvæmt spánni munu til dæmis löndin Bandaríkin, Írland, Japan og Noregur endurheimta sama efnahagsstyrk og fyrir faraldurinn á næstu mánuðum. Ísland á hins vegar ekki að ná þeim áfanga fyrr en eftir rúm tvö ár, á þriðja ársfjórðungi ársins 2023. Spá OECD um það hvenær þróuð ríki ná aftur fyrri efnahagsstyrk sínum.oecd Í skýrslunni segir að þegar atvinnuúrræðum stjórnvalda ljúki eftir sumarið sé gert ráð fyrir að atvinnuleysi verði 8 prósent en það eigi eftir að minnka niður í 7,6 prósent á næsta ári. Það er gríðarlega mikið atvinnuleysi en til samanburðar við ríki sem eiga að ná aftur sömu vergu landsframleiðslu á mann á næstu mánuðum er aðeins spáð 4 prósent atvinnuleysi í Noregi á næsta ári og 4,3 prósent í Bandaríkjunum. Verg landsframleiðsla á mann: Verg landsframleiðsla (VLF) innifelur allar vörur og þjónustu sem framleidd er innan hvers ríkis árlega, að frádregnum þeim vörum sem notaðar eru við framleiðsluna. Hér er VLF deilt jafnt á alla íbúa landa. Stjórnvöld beini aðgerðum að verst stöddu heimilunum Í skýrslunni eru íslensk stjórnvöld þá hvött til að beina stuðningsaðgerðum sínum beint að þeim sem þurfa mest á þeim að halda, eins og heimilum sem eru illa stödd fjárhagslega. Verg landsframleiðsla á Íslandi á síðan að aukast um 2,8 prósent í ár og 4,7 prósent árið 2022. Gert er ráð fyrir að ferðaþjónustan fari að taka við sér á næstu mánuðum og að sjávarútvegurinn haldi áfram að skila inn tekjum. Þá er gert ráð fyrir að útgjöld heimilanna eigi eftir að aukast á næstu mánuðum. Sömu vergu landsframleiðslu og þekktist fyrir faraldurinn verður þó ekki náð fyrr en á síðari hluta þarnæsta árs.
Verg landsframleiðsla á mann: Verg landsframleiðsla (VLF) innifelur allar vörur og þjónustu sem framleidd er innan hvers ríkis árlega, að frádregnum þeim vörum sem notaðar eru við framleiðsluna. Hér er VLF deilt jafnt á alla íbúa landa.
Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Sjá meira