Helmingur stráka í 10. bekk horfir á klám nokkrum sinnum í viku Nadine Guðrún Yaghi skrifar 2. júní 2021 20:00 Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar. Vísir/egill Um helmingur stráka í 10. bekk horfir á klám nokkrum sinnum í viku. Verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar hefur áhyggjur af stöðunni. Börnin séu að horfa á brenglaða hluti og klámáhorfið leiði til breyttrar hegðunar. Samkvæmt niðurstöðum könnunar Rannsóknar- og greininga sem gerð var í febrúar 2021 horfa þrettán prósent stráka í 10. bekk á klám daglega eða oft á dag og sjö prósent stráka í 8 bekk. Fjörutíu og tvö prósent stráka í 10. bekk horfa á klám nokkrum sinnum í viku. „Það er hópur þarna sem við höfum áhyggjur af sem er að horfa nánast daglega á klám og það er bæði 9. bekkur og 10. bekkur og það er um helmingur,“ segir Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar. Börn niður í átta ára horfi á klám Stúlkur á þessum aldri horfi talsvert minna á klám. „Þannig þetta er kynbundið vandamál,“ segir Kolbrún Hrund. Dæmi séu um að börn niður í 8 ára horfi á klám. Hún hefur áhyggjur af stöðinni. Börn séu ekki einungis að horfa á klám fyrir kynferðislega örvun heldur einnig til að læra um kynlíf. „Þetta er að birtast í kynferðisbrotum og bæði inni á Neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis og á Stígamótum eru þau að sjá miklar breytingu á kynferðisbrotum þar sem brotaþolar eru að lýsa nánast klámmynd,“ segir Kolbrún Hrund. Klippa: Gaurar læra aldrei meira um að ríða Börnin sjái brenglaða hluti Kyrkingartök og grófara kynferðisofbeldi sjáist nú í auknum mæli. Þá birtist aukið klámáhorf barna í breyttri hegðun. „Ég er að fá símtöl til mín um það að það sé mikið klámfengið tal og mikil kvenfyrirlitning,“ segir Kolbrún Hrund. Börnin sjái oft mjög brenglaða hluti. „Það er mikil ofbeldi og við erum sjá mörg klámmyndbönd sem tengja fjölskyldumeðlimi saman. Fyrsta skipti með afa eða mamma kennir syni sínum að gera þetta og svo framvegis,“ segir Kolbrún. Ungir karlar lendi í risvandamálum Í dag geti börn nálgast klám hvar og hvenær sem er hafi þau aðgang að netinu. Rannsóknir sýni að klámáhorf svo unga barna geti leitt til oförvunar á kynsvörunarsvæði í heila þeirra. Það þýði að þegar börnin verði fullorðin þurfi þau margfalt meiri örvun til að líkaminn bregðist við. „Sem þýðir að ungir karlar eru að lenda í risvandamálum, annað hvort ná ekki risi eða að halda risi, eða ná ekki að fá fullnægjunu í kynlífi,“ segir Kolbrún Hrund. Börn og uppeldi Reykjavík Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Samkvæmt niðurstöðum könnunar Rannsóknar- og greininga sem gerð var í febrúar 2021 horfa þrettán prósent stráka í 10. bekk á klám daglega eða oft á dag og sjö prósent stráka í 8 bekk. Fjörutíu og tvö prósent stráka í 10. bekk horfa á klám nokkrum sinnum í viku. „Það er hópur þarna sem við höfum áhyggjur af sem er að horfa nánast daglega á klám og það er bæði 9. bekkur og 10. bekkur og það er um helmingur,“ segir Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar. Börn niður í átta ára horfi á klám Stúlkur á þessum aldri horfi talsvert minna á klám. „Þannig þetta er kynbundið vandamál,“ segir Kolbrún Hrund. Dæmi séu um að börn niður í 8 ára horfi á klám. Hún hefur áhyggjur af stöðinni. Börn séu ekki einungis að horfa á klám fyrir kynferðislega örvun heldur einnig til að læra um kynlíf. „Þetta er að birtast í kynferðisbrotum og bæði inni á Neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis og á Stígamótum eru þau að sjá miklar breytingu á kynferðisbrotum þar sem brotaþolar eru að lýsa nánast klámmynd,“ segir Kolbrún Hrund. Klippa: Gaurar læra aldrei meira um að ríða Börnin sjái brenglaða hluti Kyrkingartök og grófara kynferðisofbeldi sjáist nú í auknum mæli. Þá birtist aukið klámáhorf barna í breyttri hegðun. „Ég er að fá símtöl til mín um það að það sé mikið klámfengið tal og mikil kvenfyrirlitning,“ segir Kolbrún Hrund. Börnin sjái oft mjög brenglaða hluti. „Það er mikil ofbeldi og við erum sjá mörg klámmyndbönd sem tengja fjölskyldumeðlimi saman. Fyrsta skipti með afa eða mamma kennir syni sínum að gera þetta og svo framvegis,“ segir Kolbrún. Ungir karlar lendi í risvandamálum Í dag geti börn nálgast klám hvar og hvenær sem er hafi þau aðgang að netinu. Rannsóknir sýni að klámáhorf svo unga barna geti leitt til oförvunar á kynsvörunarsvæði í heila þeirra. Það þýði að þegar börnin verði fullorðin þurfi þau margfalt meiri örvun til að líkaminn bregðist við. „Sem þýðir að ungir karlar eru að lenda í risvandamálum, annað hvort ná ekki risi eða að halda risi, eða ná ekki að fá fullnægjunu í kynlífi,“ segir Kolbrún Hrund.
Börn og uppeldi Reykjavík Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira