Nýmóðins geimkapphlaup: Keppast um að taka upp kvikmynd í geimnum Samúel Karl Ólason skrifar 2. júní 2021 22:31 Alþjóðlega geimstöðin hefur verið á braut um jörðu frá 1998 og stendur til að taka upp tvær kvikmyndir þar um borð í október. NASA Nýmóðins og óhefðbundið geimkapphlaup virðist vera hafið milli Rússlands og Bandaríkjanna. Á árum áður kepptu Rússar og Bandaríkjamenn um það að verða fyrstir til að senda gervihnött á braut um jörðu, menn á braut um jörðu og jafnvel menn til tunglsins. Að þessu sinni er hins vegar keppt um að taka upp kvikmynd í geimnum. Útlit er fyrir að verið sé að fara að taka upp tvær kvikmyndir í Alþjóðlegu geimstöðinni í október. Geimvísindastofnun Bandaríkjanna tilkynnti í fyrra að til stæði að SpaceX myndi koma Tom Cruise og leikstjóranum Doug Liman út í geim. Þeir ætluðu að taka upp kvikmynd um borð í geimstöðinni. Sjá einnig: Yfirmaður NASA til í að Cruise taki upp kvikmynd í geimstöðinni Markmiðið væri að hluta til að gera ungt fólk spennt fyrir geimferðum og hvetja þau til að ganga til liðs við nýja kynslóð geimfara. Hér má sjá þá Doug Liman, til vinstri, og Tom Cruise, fyrir miðju. Við hlið þeirra er framleiðandinn Erwin Stoff.EPA/FRANCK ROBICHON Skömmu seinna tilkynntu Rússar að þei ætluðu einnig að taka upp kvikmynd í geimstöðinni og hófst leikaraval fyrir þá mynd í vetur. Samkvæmt frétt Guardian voru skilyrði fyrir hlutverkið að vera 25 til 40 ára gömul kona, á milli 50 og 70 kíló að þyngd og með ekki meira en 112 sentímetra í ummál brjóstkassa. Hún þurfti einnig að geta hlaupið kílómetra á innan við þremur og hálfri mínútu, að geta synt 800 metra á inna við tuttugu mínútum og að geta stungið sér af þriggja metra háu bretti með góðri tækni. Rússar tilkynntu svo í síðasta mánuði að leikkonan Júlía Peresild myndi fara til geimstöðvarinnar með leikstjóranum Klim Sjipenkó. Bæði hófu þau að geimfaraþjálfun í síðasta mánuði. Klim Sjipenkó og Júlía Persild vioð geimfaraþjálfun í Rússlandi þann 26. maí síðastliðin.GETTY/Mikhail Japaridze/TASS Lítið sem ekkert er vitað um söguþráð myndarinnar, annað en myndin eigi að gerast í náinni framtíð og fjalla um óvana persónu sem endar út í geimi. Svipaða sögu er að segja af söguþræði kvikmyndar Cruise og Liman. Eins og áður segir, stendur einnig til að senda þá til geimstöðvarinnar í október en dagsetning hefur ekki verið ákveðin enn. Vel heppnuðu samstarfi lokið Geimfarar og geimvísindamenn Rússlands og Bandaríkjanna hafa í áratugi átt í góðu samstarfi og það þrátt fyrir að samskipti ríkjanna hefið versnað töluvert á því tímabili. Þau samskipti hafa sjaldan verið verri en nú og er samvinnu ríkjanna í geimnum að mestu að ljúka á næstu árum. Rússar hafa gefið út að þeir ætli að hætta að taka þátt í starfsemi geimstöðvarinnar árið 2025 og stefna að smíði eigin geimstöðvar fyrir árið 2030. Þar að auki ætla þeir að byggja rannsóknarstöð á yfirborði tunglsins, í samstarfi við Kínverja. Auk Rússlands og Bandaríkjanna hafa sextán önnur ríki komið að geimstöðinni, sem var skotið á loft árið 1998. Hún hefur verið heimili vel á þriðja hundrað geimfara frá nítján ríkjum frá árinu 2000, þegar fyrstu geimfararnir komu sér þar fyrir. Síðastliðinn október greiddu Bandaríkin fyrir sína síðustu geimferð með Souyz eldflaugum Rússa. Bandaríkjamenn höfðu þurft að greiða Rússum fyrir pláss í eldflugunum eftir að geimskutlurnar gömlu voru teknar úr notkun árið 2011. Nú eru Bandaríkjamenn byrjaðir að skjóta eigin geimförum aftur út í geim frá Bandaríkjunum og Rússar hafa verið að leita nýrra tekjustofna. Samkvæmt frétt NBC hafa Rússar leitað til auðugra ferðamanna sem vilja komast út í geim. Í desember verður tveimur japönskum auðjöfrum skotið út í geim frá Baikonur í Kasakstan. Þeirra á meðal er Yusaku Meazawa, sem hefur einnig greitt SpaceX fyrir að fara í geimferð kringum tunglið. Áætlað er að skjóta því geimfari á loft árið 2023 og stendur til að notast við Starship-geimfarið, sem NASA valdi nýverið til að lenda á tunglinu í Artemis-áætluninni. Rússland Bandaríkin Geimurinn Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Geimstöðin varð fyrir geimrusli Alþjóðlega geimstöðin varð fyrir geimrusli í síðasta mánuði sem olli skemmdum á kanadíska vélarminum svokallaða. Armurinn virkar þó enn og virðist sem að ruslið hafi eingöngu valdið skemmdum á hitaskildi hans. 1. júní 2021 22:53 Kínverjar lentu vélmenni á Mars Kínverjar hafa lent fyrsta lendingarfari sínu á Mars og urðu þeir þar með önnur þjóðin í heiminum sem tekst það. Vélmennið Zhurong er þegar byrjað að senda gögn til jarðarinnar eftir að hafa lent seint í gærkvöldi, að íslenskum tíma. 15. maí 2021 08:00 Vængir James Webb opnaðir á jörðinni í síðasta sinn Vísindamenn vinna nú að því að opna gyllta spegilvængi James Webb sjónaukans (JSWT) í síðast sinn á jörðu niðri. Næst þegar vængirnir opna verður það vonandi á sporbraut sólina. James Webb er stærsti og öflugasti geimsjónauki sem hefur verið smíðaður. 12. maí 2021 16:02 Ruslahaugur á sporbraut: Hættan á stórslysi eykst sífellt Spútnik, fyrsta gervihnetti jarðarbúa, var skotið á loft frá Sovétríkjunum árið 1957. Síðan þá hefur þúsundum gervihnatta og annarra muna verið skotið á braut um jörðu. Mikil óreiða ríkir á sporbraut og gífurlegt magn svokallaðs geimrusls hefur myndast þar. 10. maí 2021 12:47 Stefna að því að skjóta fyrsta hluta nýrrar geimstöðvar á loft á morgun Starfsmenn Geimvísindastofnunar Kína stefna að því að skjóta fyrsta hluta nýrrar geimstöðvar þeirra á loft á morgun. Þetta verður fyrsta af ellefu geimskotum sem tengjast byggingu geimstöðvarinnar, sem taka á í gagnið undir lok næsta árs. 28. apríl 2021 11:38 Vann súrefni úr marsnesku lofti í fyrsta sinn Tæki um borð í könnunarjeppanum Perseverance á reikistjörnunni Mars vann súrefni úr lofti þar í fyrsta skipti í vikunni. Tilrauninni er ætlað að kanna fýsileika þess að vinna súrefni á staðnum sem er forsenda fyrir því að hægt verði að senda menn til Mars í framtíðinni. 23. apríl 2021 21:01 Sextíu ár síðan Gagarín var skotið út í geim Í dag eru sextíu ár liðin frá því Júrí Gagarín varð fyrsti maðurinn til að fara út í geim. Honum var skotið á loft frá Sovétríkjunum þann 12. apríl 1961 og varði 108 mínútum í geimnum. 12. apríl 2021 12:38 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Sjá meira
Útlit er fyrir að verið sé að fara að taka upp tvær kvikmyndir í Alþjóðlegu geimstöðinni í október. Geimvísindastofnun Bandaríkjanna tilkynnti í fyrra að til stæði að SpaceX myndi koma Tom Cruise og leikstjóranum Doug Liman út í geim. Þeir ætluðu að taka upp kvikmynd um borð í geimstöðinni. Sjá einnig: Yfirmaður NASA til í að Cruise taki upp kvikmynd í geimstöðinni Markmiðið væri að hluta til að gera ungt fólk spennt fyrir geimferðum og hvetja þau til að ganga til liðs við nýja kynslóð geimfara. Hér má sjá þá Doug Liman, til vinstri, og Tom Cruise, fyrir miðju. Við hlið þeirra er framleiðandinn Erwin Stoff.EPA/FRANCK ROBICHON Skömmu seinna tilkynntu Rússar að þei ætluðu einnig að taka upp kvikmynd í geimstöðinni og hófst leikaraval fyrir þá mynd í vetur. Samkvæmt frétt Guardian voru skilyrði fyrir hlutverkið að vera 25 til 40 ára gömul kona, á milli 50 og 70 kíló að þyngd og með ekki meira en 112 sentímetra í ummál brjóstkassa. Hún þurfti einnig að geta hlaupið kílómetra á innan við þremur og hálfri mínútu, að geta synt 800 metra á inna við tuttugu mínútum og að geta stungið sér af þriggja metra háu bretti með góðri tækni. Rússar tilkynntu svo í síðasta mánuði að leikkonan Júlía Peresild myndi fara til geimstöðvarinnar með leikstjóranum Klim Sjipenkó. Bæði hófu þau að geimfaraþjálfun í síðasta mánuði. Klim Sjipenkó og Júlía Persild vioð geimfaraþjálfun í Rússlandi þann 26. maí síðastliðin.GETTY/Mikhail Japaridze/TASS Lítið sem ekkert er vitað um söguþráð myndarinnar, annað en myndin eigi að gerast í náinni framtíð og fjalla um óvana persónu sem endar út í geimi. Svipaða sögu er að segja af söguþræði kvikmyndar Cruise og Liman. Eins og áður segir, stendur einnig til að senda þá til geimstöðvarinnar í október en dagsetning hefur ekki verið ákveðin enn. Vel heppnuðu samstarfi lokið Geimfarar og geimvísindamenn Rússlands og Bandaríkjanna hafa í áratugi átt í góðu samstarfi og það þrátt fyrir að samskipti ríkjanna hefið versnað töluvert á því tímabili. Þau samskipti hafa sjaldan verið verri en nú og er samvinnu ríkjanna í geimnum að mestu að ljúka á næstu árum. Rússar hafa gefið út að þeir ætli að hætta að taka þátt í starfsemi geimstöðvarinnar árið 2025 og stefna að smíði eigin geimstöðvar fyrir árið 2030. Þar að auki ætla þeir að byggja rannsóknarstöð á yfirborði tunglsins, í samstarfi við Kínverja. Auk Rússlands og Bandaríkjanna hafa sextán önnur ríki komið að geimstöðinni, sem var skotið á loft árið 1998. Hún hefur verið heimili vel á þriðja hundrað geimfara frá nítján ríkjum frá árinu 2000, þegar fyrstu geimfararnir komu sér þar fyrir. Síðastliðinn október greiddu Bandaríkin fyrir sína síðustu geimferð með Souyz eldflaugum Rússa. Bandaríkjamenn höfðu þurft að greiða Rússum fyrir pláss í eldflugunum eftir að geimskutlurnar gömlu voru teknar úr notkun árið 2011. Nú eru Bandaríkjamenn byrjaðir að skjóta eigin geimförum aftur út í geim frá Bandaríkjunum og Rússar hafa verið að leita nýrra tekjustofna. Samkvæmt frétt NBC hafa Rússar leitað til auðugra ferðamanna sem vilja komast út í geim. Í desember verður tveimur japönskum auðjöfrum skotið út í geim frá Baikonur í Kasakstan. Þeirra á meðal er Yusaku Meazawa, sem hefur einnig greitt SpaceX fyrir að fara í geimferð kringum tunglið. Áætlað er að skjóta því geimfari á loft árið 2023 og stendur til að notast við Starship-geimfarið, sem NASA valdi nýverið til að lenda á tunglinu í Artemis-áætluninni.
Rússland Bandaríkin Geimurinn Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Geimstöðin varð fyrir geimrusli Alþjóðlega geimstöðin varð fyrir geimrusli í síðasta mánuði sem olli skemmdum á kanadíska vélarminum svokallaða. Armurinn virkar þó enn og virðist sem að ruslið hafi eingöngu valdið skemmdum á hitaskildi hans. 1. júní 2021 22:53 Kínverjar lentu vélmenni á Mars Kínverjar hafa lent fyrsta lendingarfari sínu á Mars og urðu þeir þar með önnur þjóðin í heiminum sem tekst það. Vélmennið Zhurong er þegar byrjað að senda gögn til jarðarinnar eftir að hafa lent seint í gærkvöldi, að íslenskum tíma. 15. maí 2021 08:00 Vængir James Webb opnaðir á jörðinni í síðasta sinn Vísindamenn vinna nú að því að opna gyllta spegilvængi James Webb sjónaukans (JSWT) í síðast sinn á jörðu niðri. Næst þegar vængirnir opna verður það vonandi á sporbraut sólina. James Webb er stærsti og öflugasti geimsjónauki sem hefur verið smíðaður. 12. maí 2021 16:02 Ruslahaugur á sporbraut: Hættan á stórslysi eykst sífellt Spútnik, fyrsta gervihnetti jarðarbúa, var skotið á loft frá Sovétríkjunum árið 1957. Síðan þá hefur þúsundum gervihnatta og annarra muna verið skotið á braut um jörðu. Mikil óreiða ríkir á sporbraut og gífurlegt magn svokallaðs geimrusls hefur myndast þar. 10. maí 2021 12:47 Stefna að því að skjóta fyrsta hluta nýrrar geimstöðvar á loft á morgun Starfsmenn Geimvísindastofnunar Kína stefna að því að skjóta fyrsta hluta nýrrar geimstöðvar þeirra á loft á morgun. Þetta verður fyrsta af ellefu geimskotum sem tengjast byggingu geimstöðvarinnar, sem taka á í gagnið undir lok næsta árs. 28. apríl 2021 11:38 Vann súrefni úr marsnesku lofti í fyrsta sinn Tæki um borð í könnunarjeppanum Perseverance á reikistjörnunni Mars vann súrefni úr lofti þar í fyrsta skipti í vikunni. Tilrauninni er ætlað að kanna fýsileika þess að vinna súrefni á staðnum sem er forsenda fyrir því að hægt verði að senda menn til Mars í framtíðinni. 23. apríl 2021 21:01 Sextíu ár síðan Gagarín var skotið út í geim Í dag eru sextíu ár liðin frá því Júrí Gagarín varð fyrsti maðurinn til að fara út í geim. Honum var skotið á loft frá Sovétríkjunum þann 12. apríl 1961 og varði 108 mínútum í geimnum. 12. apríl 2021 12:38 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Sjá meira
Geimstöðin varð fyrir geimrusli Alþjóðlega geimstöðin varð fyrir geimrusli í síðasta mánuði sem olli skemmdum á kanadíska vélarminum svokallaða. Armurinn virkar þó enn og virðist sem að ruslið hafi eingöngu valdið skemmdum á hitaskildi hans. 1. júní 2021 22:53
Kínverjar lentu vélmenni á Mars Kínverjar hafa lent fyrsta lendingarfari sínu á Mars og urðu þeir þar með önnur þjóðin í heiminum sem tekst það. Vélmennið Zhurong er þegar byrjað að senda gögn til jarðarinnar eftir að hafa lent seint í gærkvöldi, að íslenskum tíma. 15. maí 2021 08:00
Vængir James Webb opnaðir á jörðinni í síðasta sinn Vísindamenn vinna nú að því að opna gyllta spegilvængi James Webb sjónaukans (JSWT) í síðast sinn á jörðu niðri. Næst þegar vængirnir opna verður það vonandi á sporbraut sólina. James Webb er stærsti og öflugasti geimsjónauki sem hefur verið smíðaður. 12. maí 2021 16:02
Ruslahaugur á sporbraut: Hættan á stórslysi eykst sífellt Spútnik, fyrsta gervihnetti jarðarbúa, var skotið á loft frá Sovétríkjunum árið 1957. Síðan þá hefur þúsundum gervihnatta og annarra muna verið skotið á braut um jörðu. Mikil óreiða ríkir á sporbraut og gífurlegt magn svokallaðs geimrusls hefur myndast þar. 10. maí 2021 12:47
Stefna að því að skjóta fyrsta hluta nýrrar geimstöðvar á loft á morgun Starfsmenn Geimvísindastofnunar Kína stefna að því að skjóta fyrsta hluta nýrrar geimstöðvar þeirra á loft á morgun. Þetta verður fyrsta af ellefu geimskotum sem tengjast byggingu geimstöðvarinnar, sem taka á í gagnið undir lok næsta árs. 28. apríl 2021 11:38
Vann súrefni úr marsnesku lofti í fyrsta sinn Tæki um borð í könnunarjeppanum Perseverance á reikistjörnunni Mars vann súrefni úr lofti þar í fyrsta skipti í vikunni. Tilrauninni er ætlað að kanna fýsileika þess að vinna súrefni á staðnum sem er forsenda fyrir því að hægt verði að senda menn til Mars í framtíðinni. 23. apríl 2021 21:01
Sextíu ár síðan Gagarín var skotið út í geim Í dag eru sextíu ár liðin frá því Júrí Gagarín varð fyrsti maðurinn til að fara út í geim. Honum var skotið á loft frá Sovétríkjunum þann 12. apríl 1961 og varði 108 mínútum í geimnum. 12. apríl 2021 12:38
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent