Doncic heldur áfram að kvelja Clippers Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. júní 2021 07:31 Luka Doncic fagnar eftir sigurinn á Los Angeles Clippers. getty/Kevork Djansezian Luka Doncic átti magnaðan leik þegar Dallas Mavericks tók aftur forystuna í einvíginu gegn Los Angeles Clippers í úrslitakeppni NBA-deildarinnar með 100-105 sigri í leik liðanna í nótt. Dallas leiðir einvígið, 3-2, en allir fimm leikirnir í því hafa unnist á útivelli. Það hefur aðeins tvisvar sinnum áður gerst í sögu úrslitakeppninnar og ekki síðan 1995. Eftir að hafa orðið fyrir hnjaski og leikið undir pari í síðasta leik sýndi Doncic hversu góður hann er í nótt. Hann skoraði 42 stig, tók átta fráköst og gaf fjórtán stoðsendingar sem er persónulegt met hjá honum. Doncic er aðeins annar leikmaðurinn í sögu úrslitakeppninnar sem skorar fjörutíu stig eða meira og gefur fjórtán stoðsendingar eða meira í sama leiknum. Hinn er LeBron James sem afrekaði þetta fyrir þremur árum. 42 and 14 for LUKA in Game 5 @luka7doncic becomes the 2nd player in @NBAHistory with 40+ points and 14+ assists in an #NBAPlayoffs game!Game 6 - Fri, 9pm/et, ESPN pic.twitter.com/jtjdnk4doS— NBA (@NBA) June 3, 2021 After Luka Doncic's 42 points and 14 assists tonight, look back at the only other 40+ point, 14+ assist game in #NBAPlayoffs history.. LeBron James' 43 and 14 on May 3, 2018 in Toronto! pic.twitter.com/V6AVF7ay0b— NBA History (@NBAHistory) June 3, 2021 Doncic kom með beinum hætti að 31 af 37 körfum Dallas í leiknum sem er met í úrslitakeppninni. Paul George skoraði 23 stig fyrir Clippers og Kawhi Leonard og Reggie Jackson voru með sitt hvor tuttugu stigin. Atlanta Hawks, Philadelphia 76ers og Utah Jazz tryggðu sig öll áfram í næstu umferð með sigrum í nótt. Atlanta sigraði New York Knicks, 89-103, í Madison Square Garden og vann einvígið, 4-1. Trae Young átti enn einn stórleikinn fyrir Haukana en hann skoraði 36 stig og gaf níu stoðsendingar. Julius Randle skoraði 23 stig fyrir Knicks. Trae puts the finishing touch on his first #NBAPlayoffs series W! pic.twitter.com/ATdo5hM9yp— NBA (@NBA) June 3, 2021 Í undanúrslitum Austurdeildarinnar mætir Atlanta Philadelphia sem vann Washington Wizards, 129-112, þrátt fyrir að leika án Joels Embiid sem er meiddur. Seth Curry skoraði þrjátíu stig fyrir Philadelphia og Tobias Harris 28. Ben Simmons var með þrefalda tvennu; nítján stig, tíu fráköst og ellefu stoðsendingar. Bradley Beal skoraði 32 stig fyrir Washington. 30 PTS for @sdotcurry (#NBAPlayoffs career-high) 28 PTS, 9 REB, 6 AST for @tobias31 The @sixers advance to the East Semis vs. ATL, with Game 1 Sunday. pic.twitter.com/rgXt9x1Lmh— NBA (@NBA) June 3, 2021 Utah sigraði Memphis Grizzlies, 126-110, og vann einvígið, 4-1. Donovan Mitchell skoraði þrjátíu stig fyrir Utah og gaf tíu stoðsendingar. Hann hitti úr ellefu af sextán skotum sínum og var kominn með 26 stig í hálfleik. Jordan Clarkson skoraði 24 stig fyrir Utah og Rudy Gobert var með 23 stig og tók fimmtán fráköst. Utah mætir sigurvegaranum úr einvígi Dallas og Clippers í næstu umferð. Donovan & Rudy DOMINATE.. @utahjazz advance to West Semis! @spidadmitchell: 30 PTS, 10 AST@rudygobert27: 23 PTS, 15 REB, 3 BLK pic.twitter.com/tKcfruKQ8E— NBA (@NBA) June 3, 2021 Ja Morant og Dillon Brooks skoruðu 27 stig hvor fyrir Memphis. Sá fyrrnefndi gaf einnig ellefu stoðsendingar. Úrslitin í nótt LA Clippers 100-105 Dallas NY Knicks 89-103 Atlanta Philadelphia 129-112 Washington Utah 126-110 Memphis NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira
Dallas leiðir einvígið, 3-2, en allir fimm leikirnir í því hafa unnist á útivelli. Það hefur aðeins tvisvar sinnum áður gerst í sögu úrslitakeppninnar og ekki síðan 1995. Eftir að hafa orðið fyrir hnjaski og leikið undir pari í síðasta leik sýndi Doncic hversu góður hann er í nótt. Hann skoraði 42 stig, tók átta fráköst og gaf fjórtán stoðsendingar sem er persónulegt met hjá honum. Doncic er aðeins annar leikmaðurinn í sögu úrslitakeppninnar sem skorar fjörutíu stig eða meira og gefur fjórtán stoðsendingar eða meira í sama leiknum. Hinn er LeBron James sem afrekaði þetta fyrir þremur árum. 42 and 14 for LUKA in Game 5 @luka7doncic becomes the 2nd player in @NBAHistory with 40+ points and 14+ assists in an #NBAPlayoffs game!Game 6 - Fri, 9pm/et, ESPN pic.twitter.com/jtjdnk4doS— NBA (@NBA) June 3, 2021 After Luka Doncic's 42 points and 14 assists tonight, look back at the only other 40+ point, 14+ assist game in #NBAPlayoffs history.. LeBron James' 43 and 14 on May 3, 2018 in Toronto! pic.twitter.com/V6AVF7ay0b— NBA History (@NBAHistory) June 3, 2021 Doncic kom með beinum hætti að 31 af 37 körfum Dallas í leiknum sem er met í úrslitakeppninni. Paul George skoraði 23 stig fyrir Clippers og Kawhi Leonard og Reggie Jackson voru með sitt hvor tuttugu stigin. Atlanta Hawks, Philadelphia 76ers og Utah Jazz tryggðu sig öll áfram í næstu umferð með sigrum í nótt. Atlanta sigraði New York Knicks, 89-103, í Madison Square Garden og vann einvígið, 4-1. Trae Young átti enn einn stórleikinn fyrir Haukana en hann skoraði 36 stig og gaf níu stoðsendingar. Julius Randle skoraði 23 stig fyrir Knicks. Trae puts the finishing touch on his first #NBAPlayoffs series W! pic.twitter.com/ATdo5hM9yp— NBA (@NBA) June 3, 2021 Í undanúrslitum Austurdeildarinnar mætir Atlanta Philadelphia sem vann Washington Wizards, 129-112, þrátt fyrir að leika án Joels Embiid sem er meiddur. Seth Curry skoraði þrjátíu stig fyrir Philadelphia og Tobias Harris 28. Ben Simmons var með þrefalda tvennu; nítján stig, tíu fráköst og ellefu stoðsendingar. Bradley Beal skoraði 32 stig fyrir Washington. 30 PTS for @sdotcurry (#NBAPlayoffs career-high) 28 PTS, 9 REB, 6 AST for @tobias31 The @sixers advance to the East Semis vs. ATL, with Game 1 Sunday. pic.twitter.com/rgXt9x1Lmh— NBA (@NBA) June 3, 2021 Utah sigraði Memphis Grizzlies, 126-110, og vann einvígið, 4-1. Donovan Mitchell skoraði þrjátíu stig fyrir Utah og gaf tíu stoðsendingar. Hann hitti úr ellefu af sextán skotum sínum og var kominn með 26 stig í hálfleik. Jordan Clarkson skoraði 24 stig fyrir Utah og Rudy Gobert var með 23 stig og tók fimmtán fráköst. Utah mætir sigurvegaranum úr einvígi Dallas og Clippers í næstu umferð. Donovan & Rudy DOMINATE.. @utahjazz advance to West Semis! @spidadmitchell: 30 PTS, 10 AST@rudygobert27: 23 PTS, 15 REB, 3 BLK pic.twitter.com/tKcfruKQ8E— NBA (@NBA) June 3, 2021 Ja Morant og Dillon Brooks skoruðu 27 stig hvor fyrir Memphis. Sá fyrrnefndi gaf einnig ellefu stoðsendingar. Úrslitin í nótt LA Clippers 100-105 Dallas NY Knicks 89-103 Atlanta Philadelphia 129-112 Washington Utah 126-110 Memphis NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
LA Clippers 100-105 Dallas NY Knicks 89-103 Atlanta Philadelphia 129-112 Washington Utah 126-110 Memphis
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira