Ríkisstjóri Flórída, Repúblikaninn Ron DeSantis, samþykkti lög þess efnis í fyrradag. Samkvæmt þeim verða stúlkur og konur að keppa með sínu líffræðilega kyni samkvæmt fæðingarvottorði þeirra. Lögin taka gildi 1. júlí næstkomandi.
DeSantis segir að með lögunum sé verið að stuðla að jafnri keppni í kvennaflokki. Stuðningsmenn laganna segja að transkonur hafi ósanngjarnt forskot fram yfir aðra keppendur.
Lögin eru gríðarlega umdeild og þeim hefur verið mótmælt af krafti. Þau eru sögð auka á fordóma gegn transfólki og setji ungt og viðkvæmt fólk í erfiða stöðu að ástæðulausu.
Demókratinn Carlos Smith sagði að lögin væru skelfileg og hrósaði þeim sem komu saman og mótmæltu þeim opinberlega.
Very proud of all of the trans leaders and allies who came together on short notice to speak out against and condemn @GovRonDeSantis for signing the trans sports ban into law.
— Rep. Carlos G Smith (@CarlosGSmith) June 2, 2021
When trans kids are under attack, what does Orlando do?
Stand up! Fight back!
pic.twitter.com/R1m5zxQtDD
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur heitið því að auka réttindi hinsegin fólks í Bandaríkjunum. Það hefur ekki gengið snuðrulaust fyrir sig, meðal annars vegna andstöðu ríkja þar sem Repúblikanar eru við völd.