Segir hundrað prósent líkur á því að Ólympíuleikarnir fari fram Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júní 2021 09:01 Það er mikil pressa á Seiko Hashimoto þessa dagana en hún er hundrað prósent viss um að ÓL 2020 fari fram í Tókýó í sumar. AP/Koji Sasahara Forseti undirbúningsnefndar Ólympíuleikanna í Tókýó hefur fullvissað heiminn um það að leikarnir munu fara fram í sumar þrátt fyrir erfiða stöðu í kórónufaraldrinum í Japan. Ólympíuleikunum í Tókýó hefur þegar verið frestað einu sinni en þeir áttu að fara fram síðasta sumar. Japanar hafa aftur á móti misst tökin á heimafaraldrinum síðustu mánuði og gengur líka óvenju illa að bólusetja. Gagnrýni hefur því aukist mikið á það að þjóðin ætli sér þrátt fyrir öll vandræðin að hýsa stærsta íþróttamót í heimi. Exclusive interview with Tokyo 2020 President Seiko Hashimoto, who told me Olympics are '100%' going ahead https://t.co/OLrXU8QJAb— Laura Scott (@LauraScott__) June 3, 2021 Japanska þjóðin vill aflýsa Ólympíuleikunum í sumar og læknar segjast ekki geta unnið við Ólympíuleikanna vegna anna í heilbrigðiskerfinu. Alþjóðaólympíunefndin og undirbúningsnefndin keppast nú við að eyða öllum vafa. Nú síðast hefur Seiko Hashimoto, forseti undirbúningsnefndar Ólympíuleikanna, stigið fram og sagt að það séu hundrað prósent líkur á því að Ólympíuleikarnir fari fram en að fólk verði að búa sig undir það að það verði engir áhorfendur í stúkunni. „Ég tel að það séu hundrað prósent líkur á því að við höldum þessa Ólympíuleika. Spurning núna er bara um hvernig við ætlum að halda öruggari leika,“ sagði Seiko Hashimoto við BBC. Olympics chief says Games will proceed after Covid official voices concerns. By @justinmccurry https://t.co/7Fdp2WgANm— Guardian sport (@guardian_sport) June 3, 2021 „Japanska þjóðin er óörugg vegna ástandsins og á sama tíma pirruð út í okkur fyrir að vera að tala um Ólympíuleika á svona stundu og fyrir vikið fá þau sem gagnrýna leikana meiri hljómgrunn,“ sagði Seiko. „Okkar helsta áskorun er að stjórna og ráða við flæði fólks. Ef að hópsýning kæmi upp á leikunum sem nær því stigi að vera neyðarástand eða hættuástand þá verðum við að undirbúa okkur fyrir það að halda leikana án áhorfanda,“ sagði Seiko. „Við erum að reyna að búa til búbblu svo við getum mynda öruggt og hættulaust svæði fyrir fólk sem er að koma erlendis frá en um leið fyrir fólkið í Japan,“ sagði Seiko Hashimoto við BBC. Ólympíuleikarnir hefjast 23. júlí eða eftir fimmtíu daga. Only 5 0 days until the Opening Ceremony of the @Olympics! #StrongerTogether #Tokyo2020 pic.twitter.com/hponWG9LfK— #Tokyo2020 (@Tokyo2020) June 3, 2021 Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Falko: Zarko og Matej voru frábærir Körfubolti Fleiri fréttir Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Birnir Freyr bætti nítján ára Íslandsmet Arnar Arnarsonar Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Blótar háum sektum fyrir það að blóta Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Sjá meira
Ólympíuleikunum í Tókýó hefur þegar verið frestað einu sinni en þeir áttu að fara fram síðasta sumar. Japanar hafa aftur á móti misst tökin á heimafaraldrinum síðustu mánuði og gengur líka óvenju illa að bólusetja. Gagnrýni hefur því aukist mikið á það að þjóðin ætli sér þrátt fyrir öll vandræðin að hýsa stærsta íþróttamót í heimi. Exclusive interview with Tokyo 2020 President Seiko Hashimoto, who told me Olympics are '100%' going ahead https://t.co/OLrXU8QJAb— Laura Scott (@LauraScott__) June 3, 2021 Japanska þjóðin vill aflýsa Ólympíuleikunum í sumar og læknar segjast ekki geta unnið við Ólympíuleikanna vegna anna í heilbrigðiskerfinu. Alþjóðaólympíunefndin og undirbúningsnefndin keppast nú við að eyða öllum vafa. Nú síðast hefur Seiko Hashimoto, forseti undirbúningsnefndar Ólympíuleikanna, stigið fram og sagt að það séu hundrað prósent líkur á því að Ólympíuleikarnir fari fram en að fólk verði að búa sig undir það að það verði engir áhorfendur í stúkunni. „Ég tel að það séu hundrað prósent líkur á því að við höldum þessa Ólympíuleika. Spurning núna er bara um hvernig við ætlum að halda öruggari leika,“ sagði Seiko Hashimoto við BBC. Olympics chief says Games will proceed after Covid official voices concerns. By @justinmccurry https://t.co/7Fdp2WgANm— Guardian sport (@guardian_sport) June 3, 2021 „Japanska þjóðin er óörugg vegna ástandsins og á sama tíma pirruð út í okkur fyrir að vera að tala um Ólympíuleika á svona stundu og fyrir vikið fá þau sem gagnrýna leikana meiri hljómgrunn,“ sagði Seiko. „Okkar helsta áskorun er að stjórna og ráða við flæði fólks. Ef að hópsýning kæmi upp á leikunum sem nær því stigi að vera neyðarástand eða hættuástand þá verðum við að undirbúa okkur fyrir það að halda leikana án áhorfanda,“ sagði Seiko. „Við erum að reyna að búa til búbblu svo við getum mynda öruggt og hættulaust svæði fyrir fólk sem er að koma erlendis frá en um leið fyrir fólkið í Japan,“ sagði Seiko Hashimoto við BBC. Ólympíuleikarnir hefjast 23. júlí eða eftir fimmtíu daga. Only 5 0 days until the Opening Ceremony of the @Olympics! #StrongerTogether #Tokyo2020 pic.twitter.com/hponWG9LfK— #Tokyo2020 (@Tokyo2020) June 3, 2021
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Falko: Zarko og Matej voru frábærir Körfubolti Fleiri fréttir Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Birnir Freyr bætti nítján ára Íslandsmet Arnar Arnarsonar Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Blótar háum sektum fyrir það að blóta Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Sjá meira