Danir samþykkja að geta útvistað hælisleitendakerfinu til þriðja ríkis Atli Ísleifsson skrifar 3. júní 2021 09:54 Mette Frederiksen er forsætisráðherra og leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins. EPA Meirihluti danska þingsins samþykkti í morgun umdeilt frumvarp ríkisstjórnarinnar sem heimilar dönskum yfirvöldum að útvista hælisleitendakerfi landsins til þriðja ríkis. Yfirlýst markmið danskra stjórnvalda er að engir sæki um hæli í landinu. Sameinuðu þjóðirnar hafa sagt málið grafa undan alþjóðlegu samstarfi og hvatti danska þingið til að hætta við, en án árangurs. Evrópusambandið hefur sömuleiðis gagnrýnt dönsku stjórnina vegna málsins. Frumvarp ríkisstjórnar Jafnaðarmannaflokksins, sem nú er orðið að lögum, gekk út á að heimila dönskum yfirvöldum að geta flutt allt ferli fyrir umsóknir um hæli til þriðja ríkis utan Evrópu. Danskir fjölmiðlar segja Dani hafa átt í viðræðum við Afríkuríki á borð við Túnis, Eþíópíu, Egyptaland og Rúanda. Engir samningar eru þó í höfn, en samkvæmt frumvarpinu myndi Danmörk standa fyrir kostnaðinum þó að þriðja ríkið myndi halda utan um sjálfa framkvæmdina. Stærsti stjórnarandstöðuflokkur landsins, Venstre, tilkynnti í morgun að þingflokkurinn styddi frumvarpið og var það svo samþykkt á danska þinginu í morgun með miklum meirihluta. Danmörk stæði straum af kostnaði Hugmyndin gengur út á að miðstöð fyrir móttöku hælisleitenda verði komið upp í öðru landi þar sem tekið verði á móti hælisumsóknum. Flóttamenn sem sækja um hæli í Danmörku munu því ekki dvelja í Danmörku á meðan umsóknin er tekin fyrir. Fái hælisleitandi synjun yrði það þriðja ríkið sem sæi um brottvísun viðkomandi, þó að Danmörk myndi standa straum af kostnaðinum. Jafnaðarmannaflokkurinn segir að þetta fæli í sér að flóttamenn þyrftu ekki lengur að þurfa að leggja í hættumiklar ferðir til Evrópu, meðal annars yfir Miðjarðarhaf. Sömuleiðis muni kerfið grafa undan starfsemi manna sem reyna að hafa fólk á flótta að féþúfu. Danmörk Flóttamenn Mest lesið „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Hlýnandi veður Veður Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Fleiri fréttir „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Sjá meira
Sameinuðu þjóðirnar hafa sagt málið grafa undan alþjóðlegu samstarfi og hvatti danska þingið til að hætta við, en án árangurs. Evrópusambandið hefur sömuleiðis gagnrýnt dönsku stjórnina vegna málsins. Frumvarp ríkisstjórnar Jafnaðarmannaflokksins, sem nú er orðið að lögum, gekk út á að heimila dönskum yfirvöldum að geta flutt allt ferli fyrir umsóknir um hæli til þriðja ríkis utan Evrópu. Danskir fjölmiðlar segja Dani hafa átt í viðræðum við Afríkuríki á borð við Túnis, Eþíópíu, Egyptaland og Rúanda. Engir samningar eru þó í höfn, en samkvæmt frumvarpinu myndi Danmörk standa fyrir kostnaðinum þó að þriðja ríkið myndi halda utan um sjálfa framkvæmdina. Stærsti stjórnarandstöðuflokkur landsins, Venstre, tilkynnti í morgun að þingflokkurinn styddi frumvarpið og var það svo samþykkt á danska þinginu í morgun með miklum meirihluta. Danmörk stæði straum af kostnaði Hugmyndin gengur út á að miðstöð fyrir móttöku hælisleitenda verði komið upp í öðru landi þar sem tekið verði á móti hælisumsóknum. Flóttamenn sem sækja um hæli í Danmörku munu því ekki dvelja í Danmörku á meðan umsóknin er tekin fyrir. Fái hælisleitandi synjun yrði það þriðja ríkið sem sæi um brottvísun viðkomandi, þó að Danmörk myndi standa straum af kostnaðinum. Jafnaðarmannaflokkurinn segir að þetta fæli í sér að flóttamenn þyrftu ekki lengur að þurfa að leggja í hættumiklar ferðir til Evrópu, meðal annars yfir Miðjarðarhaf. Sömuleiðis muni kerfið grafa undan starfsemi manna sem reyna að hafa fólk á flótta að féþúfu.
Danmörk Flóttamenn Mest lesið „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Hlýnandi veður Veður Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Fleiri fréttir „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Sjá meira