Ekkert lát á vinsældum Måneskin Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 3. júní 2021 12:18 Ítalska hljómsveitin Måneskin bar sigur úr bítum í Eurovision 2021. Getty/Dean Mouhtaropoulos Ekkert lát er á vinsældum hljómsveitarinnar Måneskin sem kom, sá og sigraði Eurovision þann 22. maí síðastliðinn. Sigurlagið hefur rokið upp vinsældalista um allan heim. Ítalska hljómsveitin hefur vakið mikla athygli á heimsvísu síðan hún sigraði Eurovision fyrir tæpum tveimur vikum. Fyrst fyrir þær sakir að myndskeið af meintri eiturlyfjanotkun söngvarans breiddist út eins og eldur í sinu. Söngvarinn fór þó í eiturlyfjapróf og reyndist það neikvætt. Þá hefur sigurlagið Zitti e Buoni náð fyrsta sæti á vinsældalistum Spotify í að minnsta kosti fimmtán löndum, þar á meðal Íslandi. En lagið hefur náð inn á vinsældalista í yfir þrjátíu löndum. Sögulegur árangur Ítalíu á Spotify Zitti e Buoni er fyrsta ítalska lagið í sögunni til þess að komast í efstu tíu sætin á heimslista Spotify, þar vermir lagið 9. sæti. En hljómsveitin er með rúmlega tíu milljónir hlustendur á Spotify. Lagið situr jafnframt í 17. sæti á vinsældalista Bretlands og er það í fyrsta skipti í þrjátíu ár sem ítalskt lag kemst inn á þann lista. Þá hefur verið leitað mikið að laginu á tónlistarleitarvélinni Shazam. Takmarkaðar vinsældir í Frakklandi Athygli vekur að lagið hefur ekki enn náð inn á vinsældalista í Frakklandi. Frakkar höfnuðu í öðru sæti í keppninni og krafðist Evrópuráðherra Frakklands þess að meint fíkniefnanotkun ítalska söngvarans yrði skoðuð. „Ég vil ekki vera tapsár, en hvað ímyndina varðar, megum við ekki leyfa fólki að halda að svona keppnir líði slíka hegðun,“ sagði Clement Beaune, Evrópuráðherra Frakklands. Töluvert var fjallað um meinta neyslu söngvarans í frönskum miðlum. Hefði reynst fótur fyrir ásökununum í garð ítalska söngvarans má ætla að Ítalíu hefði verið refsað og Frakkar krýndir sigurvegarar Eurovision. Vinsæl á Íslandi Hljómsveitin gaf út plötuna Teatro d'ira - Vol. I í vor og náði platan 9. sæti á heimslista Spotify, á eftir stórum nöfnum eins og Justin Bieber og The Weekend. Platan virðist hafa verið vinsæl hér á landi en á vef Plötubúðarinnar, sem selur vínylplötur, sést að hún er uppseld. Þá seldist allur varningur merktur hljómsveitinni upp á tæpum hálftíma. MERCH SOLD OUT IN 28 MINUTES.We’ll be back soon.From now you can pre-order it. pic.twitter.com/NQLuf5zQjs— ManeskinOfficial (@thisismaneskin) May 31, 2021 Ungt fólk með stóra drauma Meðlimir Måneskin eru á aldrinum 19-22 ára og stefna hátt. Markmið þeirra er að fá að koma fram á stórum tónlistarhátíðum eins og Primavera Sound, Glastonbury og Coachella. Þá stefnir hljómsveitin einnig á að gera það gott í Bandaríkjunum. Damiano David, söngvari hljómsveitarinnar, sagði í viðtali að það væri draumur að fá Miley Cyrus til þess að gera ábreiðu af lagi þeirra. Stuttu síðar var greint frá því að söngkonan hefði byrjað að fylgja hljómsveitinni á Instagram. Það er því aldrei að vita hvort draumur hljómsveitarinnar rætist. Miley Cyrus just followed Maneskin on Instagram 👀[+] #Maneskin is a popular Italian rock band, they who won Eurovision this year. pic.twitter.com/XnNLK5ZfRE— Miley Cyrus News (@MileysCyrusNews) June 2, 2021 Eurovision Ítalía Tengdar fréttir Neikvæð niðurstaða úr fíkniefnaprófi söngvarans Niðurstöður fíkniefnaprófs söngvarans Damiano David leiddu í ljós að hann hefði ekki neytt fíkniefna á úrslitakvöldi Eurovision söngvakeppninnar. David er söngvari hljómsveitarinnar Måneskin sem fór með sigur af hólmi í keppninni í ár fyrir hönd Ítalíu. 24. maí 2021 16:48 Ítalía vann Eurovision Ítalía bar sigur úr býtum í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva með laginu Zitti e buoni með sveitinni Måneskin og fékk 524 stig. 22. maí 2021 22:49 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Ítalska hljómsveitin hefur vakið mikla athygli á heimsvísu síðan hún sigraði Eurovision fyrir tæpum tveimur vikum. Fyrst fyrir þær sakir að myndskeið af meintri eiturlyfjanotkun söngvarans breiddist út eins og eldur í sinu. Söngvarinn fór þó í eiturlyfjapróf og reyndist það neikvætt. Þá hefur sigurlagið Zitti e Buoni náð fyrsta sæti á vinsældalistum Spotify í að minnsta kosti fimmtán löndum, þar á meðal Íslandi. En lagið hefur náð inn á vinsældalista í yfir þrjátíu löndum. Sögulegur árangur Ítalíu á Spotify Zitti e Buoni er fyrsta ítalska lagið í sögunni til þess að komast í efstu tíu sætin á heimslista Spotify, þar vermir lagið 9. sæti. En hljómsveitin er með rúmlega tíu milljónir hlustendur á Spotify. Lagið situr jafnframt í 17. sæti á vinsældalista Bretlands og er það í fyrsta skipti í þrjátíu ár sem ítalskt lag kemst inn á þann lista. Þá hefur verið leitað mikið að laginu á tónlistarleitarvélinni Shazam. Takmarkaðar vinsældir í Frakklandi Athygli vekur að lagið hefur ekki enn náð inn á vinsældalista í Frakklandi. Frakkar höfnuðu í öðru sæti í keppninni og krafðist Evrópuráðherra Frakklands þess að meint fíkniefnanotkun ítalska söngvarans yrði skoðuð. „Ég vil ekki vera tapsár, en hvað ímyndina varðar, megum við ekki leyfa fólki að halda að svona keppnir líði slíka hegðun,“ sagði Clement Beaune, Evrópuráðherra Frakklands. Töluvert var fjallað um meinta neyslu söngvarans í frönskum miðlum. Hefði reynst fótur fyrir ásökununum í garð ítalska söngvarans má ætla að Ítalíu hefði verið refsað og Frakkar krýndir sigurvegarar Eurovision. Vinsæl á Íslandi Hljómsveitin gaf út plötuna Teatro d'ira - Vol. I í vor og náði platan 9. sæti á heimslista Spotify, á eftir stórum nöfnum eins og Justin Bieber og The Weekend. Platan virðist hafa verið vinsæl hér á landi en á vef Plötubúðarinnar, sem selur vínylplötur, sést að hún er uppseld. Þá seldist allur varningur merktur hljómsveitinni upp á tæpum hálftíma. MERCH SOLD OUT IN 28 MINUTES.We’ll be back soon.From now you can pre-order it. pic.twitter.com/NQLuf5zQjs— ManeskinOfficial (@thisismaneskin) May 31, 2021 Ungt fólk með stóra drauma Meðlimir Måneskin eru á aldrinum 19-22 ára og stefna hátt. Markmið þeirra er að fá að koma fram á stórum tónlistarhátíðum eins og Primavera Sound, Glastonbury og Coachella. Þá stefnir hljómsveitin einnig á að gera það gott í Bandaríkjunum. Damiano David, söngvari hljómsveitarinnar, sagði í viðtali að það væri draumur að fá Miley Cyrus til þess að gera ábreiðu af lagi þeirra. Stuttu síðar var greint frá því að söngkonan hefði byrjað að fylgja hljómsveitinni á Instagram. Það er því aldrei að vita hvort draumur hljómsveitarinnar rætist. Miley Cyrus just followed Maneskin on Instagram 👀[+] #Maneskin is a popular Italian rock band, they who won Eurovision this year. pic.twitter.com/XnNLK5ZfRE— Miley Cyrus News (@MileysCyrusNews) June 2, 2021
Eurovision Ítalía Tengdar fréttir Neikvæð niðurstaða úr fíkniefnaprófi söngvarans Niðurstöður fíkniefnaprófs söngvarans Damiano David leiddu í ljós að hann hefði ekki neytt fíkniefna á úrslitakvöldi Eurovision söngvakeppninnar. David er söngvari hljómsveitarinnar Måneskin sem fór með sigur af hólmi í keppninni í ár fyrir hönd Ítalíu. 24. maí 2021 16:48 Ítalía vann Eurovision Ítalía bar sigur úr býtum í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva með laginu Zitti e buoni með sveitinni Måneskin og fékk 524 stig. 22. maí 2021 22:49 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Neikvæð niðurstaða úr fíkniefnaprófi söngvarans Niðurstöður fíkniefnaprófs söngvarans Damiano David leiddu í ljós að hann hefði ekki neytt fíkniefna á úrslitakvöldi Eurovision söngvakeppninnar. David er söngvari hljómsveitarinnar Måneskin sem fór með sigur af hólmi í keppninni í ár fyrir hönd Ítalíu. 24. maí 2021 16:48
Ítalía vann Eurovision Ítalía bar sigur úr býtum í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva með laginu Zitti e buoni með sveitinni Måneskin og fékk 524 stig. 22. maí 2021 22:49