Stærð ferðaþjónustunnar ástæða lengra bataferlis Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 3. júní 2021 11:11 Gylfi Magnússon, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands. vísir/Egill Aðalsteinsson Prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands gerir ráð fyrir því að hlutur ferðaþjónustunnar í hagkerfi landsins sé helsta ástæða þess að OECD spái Íslandi svo hægum bata úr efnahagskreppu faraldursins. OECD birti í gær skýrslu þar sem því er spáð að ekkert þróað ríki verði jafn lengi að endurheimta fyrri efnahagsstyrk eftir heimsfaraldurinn og Ísland. Þar er stuðst við verga landsframleiðslu sem mælikvarða. Ísland á ekki að ná sömu vergu landsframleiðslu og landið var með fyrir faraldurinn fyrr en á síðari helmingi ársins 2023. Gylfi Magnússon, prófessor í hagfræði, var ekki búinn að lesa skýrsluna ítarlega þegar Vísir ræddi við hann en finnst blasa við að ferðaþjónustan sé helsta ástæðan fyrir hægum efnahagsbata: „Ísland reiðir sig í óvenju miklum mæli á ferðaþjónustu og hún hefur auðvitað komið mjög illa út úr faraldrinum alls staðar. Endurheimt fyrri stöðu á Íslandi byggir auðvitað mjög mikið á því hvernig gengur með ferðaþjónustuna. Þannig það er nú væntanlega lykilforsendan í þessum útreikningum OECD.“ Áframhaldandi atvinnuleysi Í skýrslunni er gert ráð fyrir miklu atvinnuleysi á Íslandi, líka á næsta ári þegar það á að minnka úr 8 prósentum niður í 7,6 prósent. Í ríkjum sem eiga að ná sömu vergu landsframleiðslu og þau voru með fyrir faraldurinn á næstu mánuðum verður atvinnuleysið mun minna. Á næsta ári er til dæmis gert ráð fyrir 4 prósent atvinnuleysi í Noregi en 4,3 prósent í Bandaríkjunum. „Atvinnuleysið hefur náttúrulega áhrif á þessar helstu hagstærðir,“ segir Gylfi. „Ferðaþjónustan er mjög mannaflafrek grein sem þýðir auðvitað að samdráttur í henni hefur mikil áhrif á atvinnustig og það er þá lengi að jafna sig.“ Hann segir eðlilegt að Noregur og Bandaríkin nái sér hratt upp úr faraldrinum, því þar sé takmörkuð ferðaþjónusta í hlutfalli við stærð hagkerfis landanna. „Svo er væntanlega gert ráð fyrir því að nánast allar aðrar atvinnugreinar komist aftur í nokkuð eðlilegt stand á næsta ári.“ Erfitt að ná aftur sama árangri Gylfi nefnir þá að einnig mega hafa í huga að fyrir faraldurinn var hagkerfi Íslands þegar komið í nokkra kólnun. „Ef maður horfir aftur til ársins 2019 þá var það samdráttarár. Það voru svona ýmis vandamál í ferðaþjónustu; WOW varð gjaldþrota og greinin átti almennt í einhverri varnarbaráttu.“ Það geti verið ein ástæða þess að OECD gerir ekki ráð fyrir því að greinin nái sér mjög hratt á strik aftur. „Svo veit maður reyndar ekkert hvort þeir hafi eitthvað gert ráð fyrir aðdráttarafli vegna eldgossins en það getur auðvitað haft einhver jákvæð áhrif,“ segir Gylfi. Einnig geti það haft áhrif á spánna að mikið vaxtarskeið í efnahagskerfi landsins hafi verið að ljúka einmitt þegar faraldurinn skall á og landsframleiðslan verið mjög mikil á síðustu árum. „Það skeið kom auðvitað í kjölfar vandræðanna í hruninu og það er kannski erfitt að ná aftur upp dampi þegar viðmiðið er landsframleiðsla sem hafði vaxið svona svakalega.“ Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
OECD birti í gær skýrslu þar sem því er spáð að ekkert þróað ríki verði jafn lengi að endurheimta fyrri efnahagsstyrk eftir heimsfaraldurinn og Ísland. Þar er stuðst við verga landsframleiðslu sem mælikvarða. Ísland á ekki að ná sömu vergu landsframleiðslu og landið var með fyrir faraldurinn fyrr en á síðari helmingi ársins 2023. Gylfi Magnússon, prófessor í hagfræði, var ekki búinn að lesa skýrsluna ítarlega þegar Vísir ræddi við hann en finnst blasa við að ferðaþjónustan sé helsta ástæðan fyrir hægum efnahagsbata: „Ísland reiðir sig í óvenju miklum mæli á ferðaþjónustu og hún hefur auðvitað komið mjög illa út úr faraldrinum alls staðar. Endurheimt fyrri stöðu á Íslandi byggir auðvitað mjög mikið á því hvernig gengur með ferðaþjónustuna. Þannig það er nú væntanlega lykilforsendan í þessum útreikningum OECD.“ Áframhaldandi atvinnuleysi Í skýrslunni er gert ráð fyrir miklu atvinnuleysi á Íslandi, líka á næsta ári þegar það á að minnka úr 8 prósentum niður í 7,6 prósent. Í ríkjum sem eiga að ná sömu vergu landsframleiðslu og þau voru með fyrir faraldurinn á næstu mánuðum verður atvinnuleysið mun minna. Á næsta ári er til dæmis gert ráð fyrir 4 prósent atvinnuleysi í Noregi en 4,3 prósent í Bandaríkjunum. „Atvinnuleysið hefur náttúrulega áhrif á þessar helstu hagstærðir,“ segir Gylfi. „Ferðaþjónustan er mjög mannaflafrek grein sem þýðir auðvitað að samdráttur í henni hefur mikil áhrif á atvinnustig og það er þá lengi að jafna sig.“ Hann segir eðlilegt að Noregur og Bandaríkin nái sér hratt upp úr faraldrinum, því þar sé takmörkuð ferðaþjónusta í hlutfalli við stærð hagkerfis landanna. „Svo er væntanlega gert ráð fyrir því að nánast allar aðrar atvinnugreinar komist aftur í nokkuð eðlilegt stand á næsta ári.“ Erfitt að ná aftur sama árangri Gylfi nefnir þá að einnig mega hafa í huga að fyrir faraldurinn var hagkerfi Íslands þegar komið í nokkra kólnun. „Ef maður horfir aftur til ársins 2019 þá var það samdráttarár. Það voru svona ýmis vandamál í ferðaþjónustu; WOW varð gjaldþrota og greinin átti almennt í einhverri varnarbaráttu.“ Það geti verið ein ástæða þess að OECD gerir ekki ráð fyrir því að greinin nái sér mjög hratt á strik aftur. „Svo veit maður reyndar ekkert hvort þeir hafi eitthvað gert ráð fyrir aðdráttarafli vegna eldgossins en það getur auðvitað haft einhver jákvæð áhrif,“ segir Gylfi. Einnig geti það haft áhrif á spánna að mikið vaxtarskeið í efnahagskerfi landsins hafi verið að ljúka einmitt þegar faraldurinn skall á og landsframleiðslan verið mjög mikil á síðustu árum. „Það skeið kom auðvitað í kjölfar vandræðanna í hruninu og það er kannski erfitt að ná aftur upp dampi þegar viðmiðið er landsframleiðsla sem hafði vaxið svona svakalega.“
Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira