Dómur í Bræðraborgarstígsmálinu kveðinn upp í dag og húsið rifið fyrir 17. júní Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 3. júní 2021 12:08 Dómur yfir Marek Moszczynski, sem ákærður er fyrir manndráp og manndrápstilraun með því að kveikja í húsinu, verður kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. VÍSIR Stefnt er að því að niðurrifi og hreinsun á brunarústunum við Bræðraborgarstíg 1 verði lokið fyrir 17. júní næstkomandi. Dómur yfir Marek Moszczynski, sem ákærður er fyrir manndráp og manndrápstilraun með því að kveikja í húsinu, verður kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var rætt við íbúa sem býr á móti húsinu að Bræðraborgarstíg sem brann fyrir tæpu ári síðan. Hann segist afar ósáttur við að húsið standi enn með öllu innbúi og furðar sig á því hvers vegna húsið hafi ekki verið rifið. Bíða eftir heimild til að þrengja götur Þorpið vistfélag keypti brunarústirnar af félaginu HD verk sem var eigandi hússins þegar bruninn varð. Runólfur Ágústsson fer fyrir félaginu. „Við fengum á fimmtudaginn var, starfsleyfi til niðurrifs sem er langþráður áfangi. Nú erum við að bíða eftir því að fá heimild til þess að þrengja götur. Bæði Bræðraborgarstíg og Vestursgötu. Þar þarf að afmarka öryggissvæði með því að loka annarri akrein á báðum þessum götum á meðan húsið er rifið og um leið og það leyfi kemur þá förum við af stað. Við þurfum svona sex tíma til þess að hefja framkvæmdir. Markmiðið er að klára niðurrif og hreinsun fyrri 17. júní og þetta á ekki að þurfa að taka langan tíma.“ Runólfur vonast til að fá heimildina í dag eða á næstu dögum. Hvers vegna hefur þetta tekið svona svakalega langan tíma? „Ég held að blessunarlega þá sé það nú þannig að svona stórbruni og svona hörmungaratburðir gerast ekki á hverjum degi í Reykjavík. Þannig að verkferlar eru kannski ekki mjög vel slípaðir. Það þarf leyfisveitingar,“segir Runólfur og nefnir sem dæmi byggingarleyfi. „Svo eru það skipulagsyfirvöld, umhverfisráðuneyti og það eru margir aðilar sem koma að þessu og þetta tekur og hefur tekið afar langan tíma og þannig bara er það.“ Dómur kveðinn upp í málinu í dag Í nýju húsnæði verða smáíbúðir fyrir eldri konur. „Þarna erum við að þróa Baba yaga hugmyndafræði sem eru smáíbúðir fyrir eldri konur í nánu sambýli.“ Marek Moszczynski er ákærður fyrir manndráp og manndrápstilraunir með því að kveikja í húsinu. Dómur yfir honum verður kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan 15 í dag. Bruni á Bræðraborgarstíg Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir „Gæti ekki verið sennilegra að hann hafi bara verið reykingamaður?“ Stefán Karl Kristjánsson, verjandi Mareks Moszczynski, pólsks karlmanns á sjötugsaldri, segir saksóknara í málinu ekki hafa sannað að Marek hafi kveikt í húsi við Bræðraborgarstíg 1 í fyrrasumar. Það eitt hafi verið sannað fyrir dómi og það er að Marek hafi glímt við andleg veikindi í aðdraganda og kjölfar brunans. 5. maí 2021 14:01 Krafa um ævilangt fangelsi eða vistun á öryggisgeðdeild Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari fer fram á að Marek Moszczynski verði dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að verða valdur að dauða þriggja í eldsvoða við Bræðraborgarstíg í júní í fyrra. 5. maí 2021 12:10 Lokavitni, myndband og málflutningur á lokadegi Síðasti dagur aðalmeðferðar í máli ákæruvaldsins gegn Marek Moszczynski, pólskum karlmanni á sjötugsaldri, er í dag. Marek er ákærður fyrir brennu, manndráp og tilraun til manndráps. Þrír fórust í brunanum að Bræðraborgastígi 1 í fyrrasumar. Hann hefur neitað sök og hefur jafnframt verið metinn ósakhæfur. 5. maí 2021 09:01 Síðasta degi aðalmeðferðar frestað Síðasta degi aðalmeðferðar í máli ákæruvaldsins gegn Marek Moszczynski, pólskum karlmanni á sjötugsaldri sem ákærður er fyrir að hafa banað þremur með íkveikju að Bræðraborgarstíg í fyrrasumar, hefur verið frestað fram í næstu viku. 30. apríl 2021 10:35 Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var rætt við íbúa sem býr á móti húsinu að Bræðraborgarstíg sem brann fyrir tæpu ári síðan. Hann segist afar ósáttur við að húsið standi enn með öllu innbúi og furðar sig á því hvers vegna húsið hafi ekki verið rifið. Bíða eftir heimild til að þrengja götur Þorpið vistfélag keypti brunarústirnar af félaginu HD verk sem var eigandi hússins þegar bruninn varð. Runólfur Ágústsson fer fyrir félaginu. „Við fengum á fimmtudaginn var, starfsleyfi til niðurrifs sem er langþráður áfangi. Nú erum við að bíða eftir því að fá heimild til þess að þrengja götur. Bæði Bræðraborgarstíg og Vestursgötu. Þar þarf að afmarka öryggissvæði með því að loka annarri akrein á báðum þessum götum á meðan húsið er rifið og um leið og það leyfi kemur þá förum við af stað. Við þurfum svona sex tíma til þess að hefja framkvæmdir. Markmiðið er að klára niðurrif og hreinsun fyrri 17. júní og þetta á ekki að þurfa að taka langan tíma.“ Runólfur vonast til að fá heimildina í dag eða á næstu dögum. Hvers vegna hefur þetta tekið svona svakalega langan tíma? „Ég held að blessunarlega þá sé það nú þannig að svona stórbruni og svona hörmungaratburðir gerast ekki á hverjum degi í Reykjavík. Þannig að verkferlar eru kannski ekki mjög vel slípaðir. Það þarf leyfisveitingar,“segir Runólfur og nefnir sem dæmi byggingarleyfi. „Svo eru það skipulagsyfirvöld, umhverfisráðuneyti og það eru margir aðilar sem koma að þessu og þetta tekur og hefur tekið afar langan tíma og þannig bara er það.“ Dómur kveðinn upp í málinu í dag Í nýju húsnæði verða smáíbúðir fyrir eldri konur. „Þarna erum við að þróa Baba yaga hugmyndafræði sem eru smáíbúðir fyrir eldri konur í nánu sambýli.“ Marek Moszczynski er ákærður fyrir manndráp og manndrápstilraunir með því að kveikja í húsinu. Dómur yfir honum verður kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan 15 í dag.
Bruni á Bræðraborgarstíg Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir „Gæti ekki verið sennilegra að hann hafi bara verið reykingamaður?“ Stefán Karl Kristjánsson, verjandi Mareks Moszczynski, pólsks karlmanns á sjötugsaldri, segir saksóknara í málinu ekki hafa sannað að Marek hafi kveikt í húsi við Bræðraborgarstíg 1 í fyrrasumar. Það eitt hafi verið sannað fyrir dómi og það er að Marek hafi glímt við andleg veikindi í aðdraganda og kjölfar brunans. 5. maí 2021 14:01 Krafa um ævilangt fangelsi eða vistun á öryggisgeðdeild Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari fer fram á að Marek Moszczynski verði dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að verða valdur að dauða þriggja í eldsvoða við Bræðraborgarstíg í júní í fyrra. 5. maí 2021 12:10 Lokavitni, myndband og málflutningur á lokadegi Síðasti dagur aðalmeðferðar í máli ákæruvaldsins gegn Marek Moszczynski, pólskum karlmanni á sjötugsaldri, er í dag. Marek er ákærður fyrir brennu, manndráp og tilraun til manndráps. Þrír fórust í brunanum að Bræðraborgastígi 1 í fyrrasumar. Hann hefur neitað sök og hefur jafnframt verið metinn ósakhæfur. 5. maí 2021 09:01 Síðasta degi aðalmeðferðar frestað Síðasta degi aðalmeðferðar í máli ákæruvaldsins gegn Marek Moszczynski, pólskum karlmanni á sjötugsaldri sem ákærður er fyrir að hafa banað þremur með íkveikju að Bræðraborgarstíg í fyrrasumar, hefur verið frestað fram í næstu viku. 30. apríl 2021 10:35 Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
„Gæti ekki verið sennilegra að hann hafi bara verið reykingamaður?“ Stefán Karl Kristjánsson, verjandi Mareks Moszczynski, pólsks karlmanns á sjötugsaldri, segir saksóknara í málinu ekki hafa sannað að Marek hafi kveikt í húsi við Bræðraborgarstíg 1 í fyrrasumar. Það eitt hafi verið sannað fyrir dómi og það er að Marek hafi glímt við andleg veikindi í aðdraganda og kjölfar brunans. 5. maí 2021 14:01
Krafa um ævilangt fangelsi eða vistun á öryggisgeðdeild Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari fer fram á að Marek Moszczynski verði dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að verða valdur að dauða þriggja í eldsvoða við Bræðraborgarstíg í júní í fyrra. 5. maí 2021 12:10
Lokavitni, myndband og málflutningur á lokadegi Síðasti dagur aðalmeðferðar í máli ákæruvaldsins gegn Marek Moszczynski, pólskum karlmanni á sjötugsaldri, er í dag. Marek er ákærður fyrir brennu, manndráp og tilraun til manndráps. Þrír fórust í brunanum að Bræðraborgastígi 1 í fyrrasumar. Hann hefur neitað sök og hefur jafnframt verið metinn ósakhæfur. 5. maí 2021 09:01
Síðasta degi aðalmeðferðar frestað Síðasta degi aðalmeðferðar í máli ákæruvaldsins gegn Marek Moszczynski, pólskum karlmanni á sjötugsaldri sem ákærður er fyrir að hafa banað þremur með íkveikju að Bræðraborgarstíg í fyrrasumar, hefur verið frestað fram í næstu viku. 30. apríl 2021 10:35