Sigtryggur: Lagt upp með að ég endaði með boltann Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. júní 2021 21:00 Sigtryggur Daði Rúnarsson skoraði fimm mörk gegn FH, þar á meðal jöfnunarmarkið dýrmæta. vísir/vilhelm Sigtryggur Daði Rúnarsson brosti út að eyrum eftir leikinn gegn FH enda ástæða til. Hann skoraði markið sem tryggði ÍBV jafntefli, 33-33, og sæti í undanúrslitum Olís-deildarinnar. „Ég er augljóslega himinlifandi að hafa náð þessu og gulltryggt þetta í lokin. Það gerir þetta ennþá sætara. Eins og leikurinn var hnífjafn, var nokkuð ljóst, að þetta yrði jafnt í lokin og við vorum heppnir að skora fleiri mörk á útivelli,“ sagði Sigtryggur við Vísi eftir leik. ÍBV tók leikhlé þegar þrettán sekúndur voru eftir í stöðunni 33-32 fyrir FH. En átti Sigtyggur að enda með boltann í þessari lokasókn? „Já, það var lagt upp með það og eigum við ekki að segja það,“ svaraði Sigtryggur. „Okkur var sagt að gefa okkur tíma. Það var nóg eftir og boltinn mátti alveg ganga. Í staðinn fyrir að taka ótímabært skot völdum við rétt og það opnaðist glufa fyrir mig. Og sem betur fer fór hann inn.“ Eftir jafnar upphafsmínútur náði FH undirtökunum og leiddi alltaf með einu til þremur mörkum. Og þegar þrjár mínútur voru eftir voru FH-ingar þremur mörkum yfir, 33-30, og með pálmann í höndunum. „Maður getur ekki haft áhyggjur. Það er alltaf bullandi trú, sama hvernig staðan er. Maður hafði aldrei áhyggjur þótt manni litist ekki blikuna. En við höfðum alltaf trú á að við myndum jafna,“ sagði Sigtryggur. Hann segir að Eyjamenn mæti með kassann úti í undanúrslitin eftir að hafa slegið sterka FH-inga úr leik. „Algjörlega, þetta er frábært FH-lið sem við slógum út. Þetta voru tvö frábær lið og sóknarleikurinn í 120 mínútur var mjög góður,“ sagði Sigtryggur að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla ÍBV Mest lesið „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Fleiri fréttir Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Sjá meira
„Ég er augljóslega himinlifandi að hafa náð þessu og gulltryggt þetta í lokin. Það gerir þetta ennþá sætara. Eins og leikurinn var hnífjafn, var nokkuð ljóst, að þetta yrði jafnt í lokin og við vorum heppnir að skora fleiri mörk á útivelli,“ sagði Sigtryggur við Vísi eftir leik. ÍBV tók leikhlé þegar þrettán sekúndur voru eftir í stöðunni 33-32 fyrir FH. En átti Sigtyggur að enda með boltann í þessari lokasókn? „Já, það var lagt upp með það og eigum við ekki að segja það,“ svaraði Sigtryggur. „Okkur var sagt að gefa okkur tíma. Það var nóg eftir og boltinn mátti alveg ganga. Í staðinn fyrir að taka ótímabært skot völdum við rétt og það opnaðist glufa fyrir mig. Og sem betur fer fór hann inn.“ Eftir jafnar upphafsmínútur náði FH undirtökunum og leiddi alltaf með einu til þremur mörkum. Og þegar þrjár mínútur voru eftir voru FH-ingar þremur mörkum yfir, 33-30, og með pálmann í höndunum. „Maður getur ekki haft áhyggjur. Það er alltaf bullandi trú, sama hvernig staðan er. Maður hafði aldrei áhyggjur þótt manni litist ekki blikuna. En við höfðum alltaf trú á að við myndum jafna,“ sagði Sigtryggur. Hann segir að Eyjamenn mæti með kassann úti í undanúrslitin eftir að hafa slegið sterka FH-inga úr leik. „Algjörlega, þetta er frábært FH-lið sem við slógum út. Þetta voru tvö frábær lið og sóknarleikurinn í 120 mínútur var mjög góður,“ sagði Sigtryggur að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla ÍBV Mest lesið „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Fleiri fréttir Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Sjá meira