Körfubolti

Hræðist ekkert að fara í Þorlákshöfn

Sigurður Orri Kristjánsson skrifar
Hlynur Bæringsson, leikmaður Stjörnunnar, með boltann.
Hlynur Bæringsson, leikmaður Stjörnunnar, með boltann. Vísir/Bára Dröfn

Hlynur Bæringsson, fyrirliði Stjörnunnar, var ekki beint sáttur eftir tap sinna manna á heimavelli í kvöld þegar að Þór frá Þorlákshöfn náði aftur heimavallarréttinum með fjögurra stiga sigri, 94-90.

„Við vorum klaufar varnarlega að klára þetta ekki, þeir voru að fá alltof mikið af góðum skotum. Settu sum erfið en ég held að í heildina hafi þeir fengið of mikið af góðum skotum.“

Hlynur sagði aðspurður að sókarfráköstin hefðu farið illa með þá.

„Já við erum að missa sum frákst sem eru algerlega óafsakanleg. Jafnvel í „Krönstæm“ sem var ekki barátta um. Við þurfum að gjöra svo vel að gera betur í því því það á að teljast einn af okkar styrkleikum að frákasta því við erum ekki með einhvern dúndurkall sem gefur okkur 40 punkta eins og margir eru með. Við þurfum að gera þessa hluti og munum gera það í næsta leik.“

Þórsarar hittu úr 17 þriggja stiga skotum í leiknum með fína nýtingu en voru að finna skotin öðruvísi en oft áður.

„Ég veit ekki hvort þeir fóru eitthvað meira inn í teig, það hentar okkur yfirleitt vel. Við viljum halda þeim fyrir innan línuna sem mest svo ef þeir eru að sækja mikið inn í teig ætti það að henta okkur ágætlega.“

Mikið af leikjum eru að vinnast á útivöllum. Hlynur vill samt frekar spila á heimavelli.

„Mér finnst mikið betra að spila hér. Fyrir framan okkar áhorfendur. Þannig að mér finnst heimavöllurinn skipta máli þó ég hræðist ekkert að fara í Þorlákshöfn.“


Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×