Hrósaði Lúkasjenka fyrir „stálhreðjar“ hans Samúel Karl Ólason skrifar 3. júní 2021 23:38 Roman Protasevíts í viðtali sem ríkissjónvarp Hvíta-Rússlands birti í gær. Annað viðtal við hann var birt í dag en bandamenn hans segja hann hafa verið pyntaðan og þvingaðan til að lesa orð annarra. AP/ONT Ríkissjónvarp Hvíta-Rússlands birti í dag viðtal við blaðamanninn og aðgerðasinnann Roman Protasevíts, sem var handtekinn þegar áhöfn farþegaþotu RyanAir var þvinguð til að lenda flugvélinni í Minsk í síðasta mánuði. Í þessu viðtali segir Protasevíts meðal annars að hann sjái eftir því að hafa komið að skipulagningu umfangsmikilla mótmæla gegn Alexander Lúksajenka, forseta Hvíta-Rússlands, sem gjarnan er kallaður síðasti einræðisherra Evrópu. Protasevíts hrósar forsetanum einnig fyrir „stálhreðjar“ hans og að hann hefði haft ranga skoðun á forsetanum. Hvatti hann fólk til að hætta að mótmæla Lúkasjenka. Þetta var í annað sinn á tveimur dögum sem Protasevíts birtist í ríkissjónvarpi Hvíta-Rússlands. Undir lok viðtalsins grét hann, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Bandamenn Protasevíts og blaðamenn segja hann augljóslega hafa verið þvingaðan til að veita viðtalið og að orðin sem hann segir séu ekki hans eigin. Þegar áðurnefnd flugvél var á leið frá Grikklandi til Litháens þann 23. mars fengu flugstjórar hennar skilaboð frá flugumferðarstjórum í Minsk sem sögðust sprengjuhótun hafa borist og sögðu flugstjórunum að lenda flugvélinni í Minsk. Orrustuþota var send til móts við farþegaþotuna. Við lendingu voru Protasevíts og kærasta hans, Sofía Sapega, handekin. Atvikið hefur vakið mikla reiði meðal ráðamanna í Evrópu, sem hafa lýst því sem flugráni og ríkisstyrktu hryðjuverki. Samkvæmt frétt Sky News er því haldið fram í þættinum sem sýndur var í gær að yfirvöld Hvíta-Rússlands hafi ekki vitað af því að Protasevíts væri um borð í flugvélinni þegar flugstjórum hennar var skipað að lenda. Hann sagði einnig að samstarfsaðili hans í stjórnarandstöðunni hefði líklegast sent inn sprengjuhótunina fölsku. Þó er ljóst að auk Protasevíts og Sapegu fóru þrír aðrir frá borði í Minsk og hafa líkur verið leiddar að því að þar hafi útsendarar leyniþjónustu Hvíta-Rússlands verið á ferð. Sjá einnig: Gaf í skyn að flugvélin hefði getað verið skotin niður Matthew Luxmoore, blaðamaður Radio Free Europe, deildi hlutum úr viðtalinu sem birt var í dag á Twitter. Hann sagði Protasevíts hafa gagnrýnt Pólland og Litháen og sakað ríkið um að ýta undir mótmæli í Hvíta-Rússlandi. Luxmoore segir þau ummæli nánast samhljóma ítrekuðum ummælum embættismanna í ríkisstjórn Lúkasjenka. And most importantly, and clearly the goal of this whole stunt: Protasevich confesses to organising mass unrest and says he regrets urging people to protest. He also disavows his former colleagues and exiled opposition leader @Tsihanouskaya. Can t imagine what threats he faced pic.twitter.com/RnarpylfjJ— Matthew Luxmoore (@mjluxmoore) June 3, 2021 Protasevíts hefur á undanförnum árum tekið þátt í stjórnarandstöðu Hvíta-Rússlands, þrátt fyrir að vera einungis 26 ára gamall. Frá árinu 2019 hefur hann verið í útlegð frá Hvíta-Rússlandi en í fyrra var hann meðal leiðtoga mótmælahreyfingar gegn Alexander Lúkasjenka, forseta landsins, sem kallaður er síðasti einræðisherra Evrópu. Sjá einnig: „Ég veit að dauðadómur bíður mín í Hvíta-Rússlandi“ Protasevíts skipulagði mótmæli og ræddi við mótmælendur í gegnum Internetið. Hann sinnti sömuleiðis starfi sínum sem blaðamaður fyrir fjölmiðla í Hvíta-Rússlandi og víðar og varð síðan ritstjóri Nexta, eins af stærri sjálfstæðu miðlum landsins. Bendlaður við herdeild nýnasista í Úkraínu Yfirmaður leyniþjónustu Hvíta-Rússlands beindi athygli að því í síðustu viku að Protasevíts hefði tekið þátt í aðgerðum umdeildar herdeildar í Úkraínu sem hefur verið bendluð við starfsemi nýnasista og stríðsglæpi og að hann hafi barist gegn aðskilnaðarsinnum í austurhluta Úkraínu. Rússneski miðillinn Meduza, sem ráðamenn í Rússlandi hafa skilgreint sem útsendara erlendra aðila og reynt að loka, sagði nýverið frá því að þetta hefði komið fram á fundi Lúkasjenka og Ivan Tertel, sem stýrir leyniþjónustunni KGB þann 26. maí. Þar sagði Tertel að Protasevíts hefði blóð á höndunum og hann væri hryðjuverkamaður og málaliði. Skömmu eftir að hann var handtekinn fóru ríkismiðlar Hvíta-Rússlands og bloggarar að deila myndum af Protasevíts í herklæðum Azov-herdeilarinnar. Protasevíts hefur sagst hafa verið í Úkraínu sem blaðamaður og ljósmyndari. Það hefur þó verið deilt um og miðað við greiningu Meduza fer það eftir því við hvern talað er hvort Protasevíts sé sagður hafa tekið þátt í bardögum eða ekki. Einhverjir segja hann ekki hafa barist, þar á meðal stofnandi Azov-herdeildarinnar. Aðrir segja hann hafa tekið þátt í bardögum og einhverjir að hann hafi þótt grunsamlegur og hafi fljótt yfirgefið herdeildina. Í greiningu Meduza segir að umræðan um aðkomu Protasevíts að Azov-herdeildinni bæti í raun litlu við mál yfirvalda í Hvíta-Rússlandi gegn honum. Engin tilraun hafi verið gerð til að tengja handtöku hans við veru hans í Úkraínu. Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Andófsmaður reyndi að stinga sig á háls í dómsal Karlmaður sem var handtekinn á mótmælum gegn stjórn Alexanders Lúkasjenka í Hvíta-Rússlandi í fyrra reyndi að stinga sig á háls í dómsal í Minsk þegar honum var sagt að fjölskylda hans og nágrannar gætu verið sóttir til sakar ef hann játaði sig ekki sekan. 1. júní 2021 16:58 Aflýsa fleiri ferðum til Rússlands vegna deilu um áætlanir Franska flugfélagið Air France neyddist til þess að aflýsa tveimur flugferðum til Moskvu til viðbótar í dag eftir að rússnesk flugmálayfirvöld neituðu að fallast á flugáætlun sem sneiddi hjá Hvíta-Rússlandi. 31. maí 2021 15:15 Rússar reiðir yfir viðbrögðunum gegn Hvíta-Rússlandi Yfirvöld í Rússlandi hafa fordæmt ákvörðun Evrópusambandsins um að meina flugfélögum sem rekin eru í aðildarríkjum að fljúga inn í lofthelgi Hvíta-Rússlands. María Sakaróva, talskona utanríkisráðuneyti Rússlands, segir að með því sé ESB að ógna öryggi flugfarþega og að ákvörðunin sé „algerlega óábyrg“. 28. maí 2021 15:18 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Sjá meira
Í þessu viðtali segir Protasevíts meðal annars að hann sjái eftir því að hafa komið að skipulagningu umfangsmikilla mótmæla gegn Alexander Lúksajenka, forseta Hvíta-Rússlands, sem gjarnan er kallaður síðasti einræðisherra Evrópu. Protasevíts hrósar forsetanum einnig fyrir „stálhreðjar“ hans og að hann hefði haft ranga skoðun á forsetanum. Hvatti hann fólk til að hætta að mótmæla Lúkasjenka. Þetta var í annað sinn á tveimur dögum sem Protasevíts birtist í ríkissjónvarpi Hvíta-Rússlands. Undir lok viðtalsins grét hann, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Bandamenn Protasevíts og blaðamenn segja hann augljóslega hafa verið þvingaðan til að veita viðtalið og að orðin sem hann segir séu ekki hans eigin. Þegar áðurnefnd flugvél var á leið frá Grikklandi til Litháens þann 23. mars fengu flugstjórar hennar skilaboð frá flugumferðarstjórum í Minsk sem sögðust sprengjuhótun hafa borist og sögðu flugstjórunum að lenda flugvélinni í Minsk. Orrustuþota var send til móts við farþegaþotuna. Við lendingu voru Protasevíts og kærasta hans, Sofía Sapega, handekin. Atvikið hefur vakið mikla reiði meðal ráðamanna í Evrópu, sem hafa lýst því sem flugráni og ríkisstyrktu hryðjuverki. Samkvæmt frétt Sky News er því haldið fram í þættinum sem sýndur var í gær að yfirvöld Hvíta-Rússlands hafi ekki vitað af því að Protasevíts væri um borð í flugvélinni þegar flugstjórum hennar var skipað að lenda. Hann sagði einnig að samstarfsaðili hans í stjórnarandstöðunni hefði líklegast sent inn sprengjuhótunina fölsku. Þó er ljóst að auk Protasevíts og Sapegu fóru þrír aðrir frá borði í Minsk og hafa líkur verið leiddar að því að þar hafi útsendarar leyniþjónustu Hvíta-Rússlands verið á ferð. Sjá einnig: Gaf í skyn að flugvélin hefði getað verið skotin niður Matthew Luxmoore, blaðamaður Radio Free Europe, deildi hlutum úr viðtalinu sem birt var í dag á Twitter. Hann sagði Protasevíts hafa gagnrýnt Pólland og Litháen og sakað ríkið um að ýta undir mótmæli í Hvíta-Rússlandi. Luxmoore segir þau ummæli nánast samhljóma ítrekuðum ummælum embættismanna í ríkisstjórn Lúkasjenka. And most importantly, and clearly the goal of this whole stunt: Protasevich confesses to organising mass unrest and says he regrets urging people to protest. He also disavows his former colleagues and exiled opposition leader @Tsihanouskaya. Can t imagine what threats he faced pic.twitter.com/RnarpylfjJ— Matthew Luxmoore (@mjluxmoore) June 3, 2021 Protasevíts hefur á undanförnum árum tekið þátt í stjórnarandstöðu Hvíta-Rússlands, þrátt fyrir að vera einungis 26 ára gamall. Frá árinu 2019 hefur hann verið í útlegð frá Hvíta-Rússlandi en í fyrra var hann meðal leiðtoga mótmælahreyfingar gegn Alexander Lúkasjenka, forseta landsins, sem kallaður er síðasti einræðisherra Evrópu. Sjá einnig: „Ég veit að dauðadómur bíður mín í Hvíta-Rússlandi“ Protasevíts skipulagði mótmæli og ræddi við mótmælendur í gegnum Internetið. Hann sinnti sömuleiðis starfi sínum sem blaðamaður fyrir fjölmiðla í Hvíta-Rússlandi og víðar og varð síðan ritstjóri Nexta, eins af stærri sjálfstæðu miðlum landsins. Bendlaður við herdeild nýnasista í Úkraínu Yfirmaður leyniþjónustu Hvíta-Rússlands beindi athygli að því í síðustu viku að Protasevíts hefði tekið þátt í aðgerðum umdeildar herdeildar í Úkraínu sem hefur verið bendluð við starfsemi nýnasista og stríðsglæpi og að hann hafi barist gegn aðskilnaðarsinnum í austurhluta Úkraínu. Rússneski miðillinn Meduza, sem ráðamenn í Rússlandi hafa skilgreint sem útsendara erlendra aðila og reynt að loka, sagði nýverið frá því að þetta hefði komið fram á fundi Lúkasjenka og Ivan Tertel, sem stýrir leyniþjónustunni KGB þann 26. maí. Þar sagði Tertel að Protasevíts hefði blóð á höndunum og hann væri hryðjuverkamaður og málaliði. Skömmu eftir að hann var handtekinn fóru ríkismiðlar Hvíta-Rússlands og bloggarar að deila myndum af Protasevíts í herklæðum Azov-herdeilarinnar. Protasevíts hefur sagst hafa verið í Úkraínu sem blaðamaður og ljósmyndari. Það hefur þó verið deilt um og miðað við greiningu Meduza fer það eftir því við hvern talað er hvort Protasevíts sé sagður hafa tekið þátt í bardögum eða ekki. Einhverjir segja hann ekki hafa barist, þar á meðal stofnandi Azov-herdeildarinnar. Aðrir segja hann hafa tekið þátt í bardögum og einhverjir að hann hafi þótt grunsamlegur og hafi fljótt yfirgefið herdeildina. Í greiningu Meduza segir að umræðan um aðkomu Protasevíts að Azov-herdeildinni bæti í raun litlu við mál yfirvalda í Hvíta-Rússlandi gegn honum. Engin tilraun hafi verið gerð til að tengja handtöku hans við veru hans í Úkraínu.
Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Andófsmaður reyndi að stinga sig á háls í dómsal Karlmaður sem var handtekinn á mótmælum gegn stjórn Alexanders Lúkasjenka í Hvíta-Rússlandi í fyrra reyndi að stinga sig á háls í dómsal í Minsk þegar honum var sagt að fjölskylda hans og nágrannar gætu verið sóttir til sakar ef hann játaði sig ekki sekan. 1. júní 2021 16:58 Aflýsa fleiri ferðum til Rússlands vegna deilu um áætlanir Franska flugfélagið Air France neyddist til þess að aflýsa tveimur flugferðum til Moskvu til viðbótar í dag eftir að rússnesk flugmálayfirvöld neituðu að fallast á flugáætlun sem sneiddi hjá Hvíta-Rússlandi. 31. maí 2021 15:15 Rússar reiðir yfir viðbrögðunum gegn Hvíta-Rússlandi Yfirvöld í Rússlandi hafa fordæmt ákvörðun Evrópusambandsins um að meina flugfélögum sem rekin eru í aðildarríkjum að fljúga inn í lofthelgi Hvíta-Rússlands. María Sakaróva, talskona utanríkisráðuneyti Rússlands, segir að með því sé ESB að ógna öryggi flugfarþega og að ákvörðunin sé „algerlega óábyrg“. 28. maí 2021 15:18 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Sjá meira
Andófsmaður reyndi að stinga sig á háls í dómsal Karlmaður sem var handtekinn á mótmælum gegn stjórn Alexanders Lúkasjenka í Hvíta-Rússlandi í fyrra reyndi að stinga sig á háls í dómsal í Minsk þegar honum var sagt að fjölskylda hans og nágrannar gætu verið sóttir til sakar ef hann játaði sig ekki sekan. 1. júní 2021 16:58
Aflýsa fleiri ferðum til Rússlands vegna deilu um áætlanir Franska flugfélagið Air France neyddist til þess að aflýsa tveimur flugferðum til Moskvu til viðbótar í dag eftir að rússnesk flugmálayfirvöld neituðu að fallast á flugáætlun sem sneiddi hjá Hvíta-Rússlandi. 31. maí 2021 15:15
Rússar reiðir yfir viðbrögðunum gegn Hvíta-Rússlandi Yfirvöld í Rússlandi hafa fordæmt ákvörðun Evrópusambandsins um að meina flugfélögum sem rekin eru í aðildarríkjum að fljúga inn í lofthelgi Hvíta-Rússlands. María Sakaróva, talskona utanríkisráðuneyti Rússlands, segir að með því sé ESB að ógna öryggi flugfarþega og að ákvörðunin sé „algerlega óábyrg“. 28. maí 2021 15:18