Sólirnar sendu LeBron og meistarana í sumarfrí Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. júní 2021 07:30 Devin Booker átti stórleik þegar Phoenix Suns sendi Los Angeles Lakers í sumarfrí. getty/Harry How Phoenix Suns er komið áfram í undanúrslit Vesturdeildar NBA eftir sigur á Los Angels Lakers, 100-103, í Staples Center í nótt. Phoenix lenti 2-1 undir í einvíginu en vann svo þrjá leiki í röð og sendi meistarana í sumarfrí. Þetta er í fyrsta sinn á ferlinum sem LeBron James fellur úr leik í 1. umferð úrslitakeppninnar. Devin Booker var maður leiksins en hann skoraði 47 stig, þar af komu 22 í 1. leikhlutanum. Hann tók einnig ellefu fráköst. Booker setti niður átta þriggja stiga skot í aðeins tíu tilraunum. Jae Crowder skoraði átján stig og Chris Paul var með átta stig og tólf stoðsendingar. Devin Booker drops an #NBAPlayoffs career-high 47 PTS (33 in 1st half), 8 3PM, helping the @Suns advance! #ThatsGame PHX will take on DEN in the West Semis with Game 1 on Monday at 10pm/et on TNT. pic.twitter.com/PHE5Og3njM— NBA (@NBA) June 4, 2021 LeBron skoraði 29 stig, tók níu fráköst og gaf sjö stoðsendingar fyrir Lakers. Anthony Davis byrjaði inn á en fór af velli eftir aðeins rúmar fimm mínútur þegar nárameiðsli hans tóku sig aftur upp. Í undanúrslitum Vesturdeildarinnar mætir Phoenix Denver Nuggets sem sigraði Portland Trail Blazers, 115-126, í nótt. Denver vann einvígi liðanna, 4-2. Nikola Jokic skoraði 36 stig fyrir Denver sem kom til baka eftir að hafa lent fjórtán stigum undir í 3. leikhluta. Michael Porter skoraði 26 stig og setti niður sex þrista. Annan leikinn í röð átti Monte Morris svo frábæra innkomu en hann skoraði 22 stig og gaf níu stoðsendingar. Nikola Jokic puts up 36 PTS, 8 REB, 6 AST as the @nuggets prevail in Game 6 to advance! #ThatsGame DEN will matchup with PHX in the West Semis... Game 1 on Monday at 10pm/et on TNT. #NBAPlayoffs pic.twitter.com/jsqnZ2EonD— NBA (@NBA) June 4, 2021 Damian Lillard skoraði 28 stig og gaf þrettán stoðsendingar fyrir Portland. CJ McCollum skoraði 21 stig. Úrslitin í nótt LA Lakers 100-113 Phoenix Portland 115-126 Denver NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Sjá meira
Phoenix lenti 2-1 undir í einvíginu en vann svo þrjá leiki í röð og sendi meistarana í sumarfrí. Þetta er í fyrsta sinn á ferlinum sem LeBron James fellur úr leik í 1. umferð úrslitakeppninnar. Devin Booker var maður leiksins en hann skoraði 47 stig, þar af komu 22 í 1. leikhlutanum. Hann tók einnig ellefu fráköst. Booker setti niður átta þriggja stiga skot í aðeins tíu tilraunum. Jae Crowder skoraði átján stig og Chris Paul var með átta stig og tólf stoðsendingar. Devin Booker drops an #NBAPlayoffs career-high 47 PTS (33 in 1st half), 8 3PM, helping the @Suns advance! #ThatsGame PHX will take on DEN in the West Semis with Game 1 on Monday at 10pm/et on TNT. pic.twitter.com/PHE5Og3njM— NBA (@NBA) June 4, 2021 LeBron skoraði 29 stig, tók níu fráköst og gaf sjö stoðsendingar fyrir Lakers. Anthony Davis byrjaði inn á en fór af velli eftir aðeins rúmar fimm mínútur þegar nárameiðsli hans tóku sig aftur upp. Í undanúrslitum Vesturdeildarinnar mætir Phoenix Denver Nuggets sem sigraði Portland Trail Blazers, 115-126, í nótt. Denver vann einvígi liðanna, 4-2. Nikola Jokic skoraði 36 stig fyrir Denver sem kom til baka eftir að hafa lent fjórtán stigum undir í 3. leikhluta. Michael Porter skoraði 26 stig og setti niður sex þrista. Annan leikinn í röð átti Monte Morris svo frábæra innkomu en hann skoraði 22 stig og gaf níu stoðsendingar. Nikola Jokic puts up 36 PTS, 8 REB, 6 AST as the @nuggets prevail in Game 6 to advance! #ThatsGame DEN will matchup with PHX in the West Semis... Game 1 on Monday at 10pm/et on TNT. #NBAPlayoffs pic.twitter.com/jsqnZ2EonD— NBA (@NBA) June 4, 2021 Damian Lillard skoraði 28 stig og gaf þrettán stoðsendingar fyrir Portland. CJ McCollum skoraði 21 stig. Úrslitin í nótt LA Lakers 100-113 Phoenix Portland 115-126 Denver NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Sjá meira