Kilroy lýkur 1,4 milljarða endurfjármögnun og sækir á nýja markaði Eiður Þór Árnason skrifar 4. júní 2021 10:04 Kilroy rekur ferðaskrifstofur á öllum Norðurlöndunum, Hollandi og Belgíu. Aðsend Ferðaskrifstofan Kilroy International A/S hefur lokið við endurfjármögnun sem nemur 1.400 milljónum króna. Stendur til að nýta fjármagnið til að styrkja rekstur fyrirtækisins og sækja hugsanlega inn á nýja markaði þegar ferðamarkaðir halda áfram að opnast. Kilroy er í meirihlutaeigu fjárfestingafélagsins Íslensk fjárfesting og er um að ræða blöndu af nýju hlutafé og lánsfé sem lagt er fram af núverandi eigendum auk Vækstfonden fjárfestingarsjóðsins í Danmörku og Danske Bank. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kilroy en þar segir að fyrirtækið sé ein af stærri ferðaskrifstofum á Norðurlöndunum og velti jafnvirði 35 milljarða íslenskra króna árið 2019. Fyrirtækið hafi skilað góðum hagnaði síðustu ár og verið skuldlaust fyrir faraldurinn. Standi sterkt í samanburði við helstu keppinauta „Eigendur fyrirtækisins búast við að markaðir taki hratt við sér síðar á þessu ári í kjölfar afléttingar ferðahamla. Við þær aðstæður sé mikilvægt að KILROY sé reiðubúið til að vaxa hratt og í stöðu til að nýta þau tækifæri sem munu skapast á ferðamarkaði, bæði á núverandi og hugsanlega einnig nýjum mörkuðum.“ Fram kemur í tilkynningu að Kilroy hafi orðið fyrir miklu tekjutapi á síðasta ári líkt og flest önnur ferðafyrirtæki. Þrátt fyrir mikið rekstrartap í sögulegu samhengi hafi fyrirtækið komist klakklaust í gegnum þetta tímabil. Þá standi fyrirtækið fjárhagslega sterkt í samanburði við helstu keppinauta sína eftir endurfjármögnunina. Uppsöfnuð ferðaþrá hjá ungu fólki Arnar Þórisson, stjórnarformaður Kilroy, segir ýmis tækifæri í sjónmáli: „Við sjáum skýr merki þess að markaðir séu að taka við sér. Fjöldi fyrirspurna um ferðir hjá Kilroy hefur aukist hröðum skrefum. Það er augljóslega mikil þörf fyrir ráðleggingar ferðasérfræðinga um hvort og hvenær sé óhætt að ferðast til hinna ýmsu staða og þar erum við á heimavelli. Við finnum einnig að það er uppsöfnuð ferðaþrá hjá ungu fólki og við teljum að það gætu skapast tækifæri fyrir Kilroy að sækja inn á nýja markaði á næstu árum.“ Kilroy rekur ferðaskrifstofur á öllum Norðurlöndunum, Hollandi og Belgíu undir nokkrum mismunandi vörumerkjum. Fyrirtækið hefur undanfarin ár velt á fjórða tug milljarða og verið með um það bil 450 starfsmenn, að sögn forstöðumanna. Ferðalög Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Strætómiðinn dýrari Neytendur Fleiri fréttir JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Sjá meira
Kilroy er í meirihlutaeigu fjárfestingafélagsins Íslensk fjárfesting og er um að ræða blöndu af nýju hlutafé og lánsfé sem lagt er fram af núverandi eigendum auk Vækstfonden fjárfestingarsjóðsins í Danmörku og Danske Bank. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kilroy en þar segir að fyrirtækið sé ein af stærri ferðaskrifstofum á Norðurlöndunum og velti jafnvirði 35 milljarða íslenskra króna árið 2019. Fyrirtækið hafi skilað góðum hagnaði síðustu ár og verið skuldlaust fyrir faraldurinn. Standi sterkt í samanburði við helstu keppinauta „Eigendur fyrirtækisins búast við að markaðir taki hratt við sér síðar á þessu ári í kjölfar afléttingar ferðahamla. Við þær aðstæður sé mikilvægt að KILROY sé reiðubúið til að vaxa hratt og í stöðu til að nýta þau tækifæri sem munu skapast á ferðamarkaði, bæði á núverandi og hugsanlega einnig nýjum mörkuðum.“ Fram kemur í tilkynningu að Kilroy hafi orðið fyrir miklu tekjutapi á síðasta ári líkt og flest önnur ferðafyrirtæki. Þrátt fyrir mikið rekstrartap í sögulegu samhengi hafi fyrirtækið komist klakklaust í gegnum þetta tímabil. Þá standi fyrirtækið fjárhagslega sterkt í samanburði við helstu keppinauta sína eftir endurfjármögnunina. Uppsöfnuð ferðaþrá hjá ungu fólki Arnar Þórisson, stjórnarformaður Kilroy, segir ýmis tækifæri í sjónmáli: „Við sjáum skýr merki þess að markaðir séu að taka við sér. Fjöldi fyrirspurna um ferðir hjá Kilroy hefur aukist hröðum skrefum. Það er augljóslega mikil þörf fyrir ráðleggingar ferðasérfræðinga um hvort og hvenær sé óhætt að ferðast til hinna ýmsu staða og þar erum við á heimavelli. Við finnum einnig að það er uppsöfnuð ferðaþrá hjá ungu fólki og við teljum að það gætu skapast tækifæri fyrir Kilroy að sækja inn á nýja markaði á næstu árum.“ Kilroy rekur ferðaskrifstofur á öllum Norðurlöndunum, Hollandi og Belgíu undir nokkrum mismunandi vörumerkjum. Fyrirtækið hefur undanfarin ár velt á fjórða tug milljarða og verið með um það bil 450 starfsmenn, að sögn forstöðumanna.
Ferðalög Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Strætómiðinn dýrari Neytendur Fleiri fréttir JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Sjá meira