Kilroy lýkur 1,4 milljarða endurfjármögnun og sækir á nýja markaði Eiður Þór Árnason skrifar 4. júní 2021 10:04 Kilroy rekur ferðaskrifstofur á öllum Norðurlöndunum, Hollandi og Belgíu. Aðsend Ferðaskrifstofan Kilroy International A/S hefur lokið við endurfjármögnun sem nemur 1.400 milljónum króna. Stendur til að nýta fjármagnið til að styrkja rekstur fyrirtækisins og sækja hugsanlega inn á nýja markaði þegar ferðamarkaðir halda áfram að opnast. Kilroy er í meirihlutaeigu fjárfestingafélagsins Íslensk fjárfesting og er um að ræða blöndu af nýju hlutafé og lánsfé sem lagt er fram af núverandi eigendum auk Vækstfonden fjárfestingarsjóðsins í Danmörku og Danske Bank. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kilroy en þar segir að fyrirtækið sé ein af stærri ferðaskrifstofum á Norðurlöndunum og velti jafnvirði 35 milljarða íslenskra króna árið 2019. Fyrirtækið hafi skilað góðum hagnaði síðustu ár og verið skuldlaust fyrir faraldurinn. Standi sterkt í samanburði við helstu keppinauta „Eigendur fyrirtækisins búast við að markaðir taki hratt við sér síðar á þessu ári í kjölfar afléttingar ferðahamla. Við þær aðstæður sé mikilvægt að KILROY sé reiðubúið til að vaxa hratt og í stöðu til að nýta þau tækifæri sem munu skapast á ferðamarkaði, bæði á núverandi og hugsanlega einnig nýjum mörkuðum.“ Fram kemur í tilkynningu að Kilroy hafi orðið fyrir miklu tekjutapi á síðasta ári líkt og flest önnur ferðafyrirtæki. Þrátt fyrir mikið rekstrartap í sögulegu samhengi hafi fyrirtækið komist klakklaust í gegnum þetta tímabil. Þá standi fyrirtækið fjárhagslega sterkt í samanburði við helstu keppinauta sína eftir endurfjármögnunina. Uppsöfnuð ferðaþrá hjá ungu fólki Arnar Þórisson, stjórnarformaður Kilroy, segir ýmis tækifæri í sjónmáli: „Við sjáum skýr merki þess að markaðir séu að taka við sér. Fjöldi fyrirspurna um ferðir hjá Kilroy hefur aukist hröðum skrefum. Það er augljóslega mikil þörf fyrir ráðleggingar ferðasérfræðinga um hvort og hvenær sé óhætt að ferðast til hinna ýmsu staða og þar erum við á heimavelli. Við finnum einnig að það er uppsöfnuð ferðaþrá hjá ungu fólki og við teljum að það gætu skapast tækifæri fyrir Kilroy að sækja inn á nýja markaði á næstu árum.“ Kilroy rekur ferðaskrifstofur á öllum Norðurlöndunum, Hollandi og Belgíu undir nokkrum mismunandi vörumerkjum. Fyrirtækið hefur undanfarin ár velt á fjórða tug milljarða og verið með um það bil 450 starfsmenn, að sögn forstöðumanna. Ferðalög Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Sjá meira
Kilroy er í meirihlutaeigu fjárfestingafélagsins Íslensk fjárfesting og er um að ræða blöndu af nýju hlutafé og lánsfé sem lagt er fram af núverandi eigendum auk Vækstfonden fjárfestingarsjóðsins í Danmörku og Danske Bank. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kilroy en þar segir að fyrirtækið sé ein af stærri ferðaskrifstofum á Norðurlöndunum og velti jafnvirði 35 milljarða íslenskra króna árið 2019. Fyrirtækið hafi skilað góðum hagnaði síðustu ár og verið skuldlaust fyrir faraldurinn. Standi sterkt í samanburði við helstu keppinauta „Eigendur fyrirtækisins búast við að markaðir taki hratt við sér síðar á þessu ári í kjölfar afléttingar ferðahamla. Við þær aðstæður sé mikilvægt að KILROY sé reiðubúið til að vaxa hratt og í stöðu til að nýta þau tækifæri sem munu skapast á ferðamarkaði, bæði á núverandi og hugsanlega einnig nýjum mörkuðum.“ Fram kemur í tilkynningu að Kilroy hafi orðið fyrir miklu tekjutapi á síðasta ári líkt og flest önnur ferðafyrirtæki. Þrátt fyrir mikið rekstrartap í sögulegu samhengi hafi fyrirtækið komist klakklaust í gegnum þetta tímabil. Þá standi fyrirtækið fjárhagslega sterkt í samanburði við helstu keppinauta sína eftir endurfjármögnunina. Uppsöfnuð ferðaþrá hjá ungu fólki Arnar Þórisson, stjórnarformaður Kilroy, segir ýmis tækifæri í sjónmáli: „Við sjáum skýr merki þess að markaðir séu að taka við sér. Fjöldi fyrirspurna um ferðir hjá Kilroy hefur aukist hröðum skrefum. Það er augljóslega mikil þörf fyrir ráðleggingar ferðasérfræðinga um hvort og hvenær sé óhætt að ferðast til hinna ýmsu staða og þar erum við á heimavelli. Við finnum einnig að það er uppsöfnuð ferðaþrá hjá ungu fólki og við teljum að það gætu skapast tækifæri fyrir Kilroy að sækja inn á nýja markaði á næstu árum.“ Kilroy rekur ferðaskrifstofur á öllum Norðurlöndunum, Hollandi og Belgíu undir nokkrum mismunandi vörumerkjum. Fyrirtækið hefur undanfarin ár velt á fjórða tug milljarða og verið með um það bil 450 starfsmenn, að sögn forstöðumanna.
Ferðalög Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Sjá meira