Umdeildur Guðni opnar Norðurá með að setja í vænan hæng Jakob Bjarnar skrifar 4. júní 2021 10:44 Ýmsir veiðimenn eru þeirrar skoðunar að það hefði mátt finna heppilegri mann en Guðna Ágústsson til að opna Norðurá. Ekki eru allir stangveiðimenn jafn ánægðir með að Guðna Ágústssyni fyrrverandi landbúnaðarráðherra hafi hlotnast sá heiður að hefja laxveiðitímabilið. Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, gerði sér lítið fyrir, setti í og landaði 14 punda hæng. Þetta mun vera fyrsti laxinn sem Guðni veiðir á flugu. Skessuhorn greindi frá þessu nú fyrir stundu. Það má því segja að laxveiðin fari vel af stað. Norðurá í Borgarfirði var opnuð í morgun. Í hugum margra er það til marks um að laxveiðitímabilið sé formlega hafið. Jafnan ríkir nokkur spenna um hver velst til þess að hefja veiðar en í gegnum tíðina hafa margir þjóðþekktir einstaklingar verið fengnir til þess. Þannig hafa tónlistarmenn verið vinsælir: Helgi Björns og Vilborg Halldórsdóttir völdust til þess síðast, þá hafa óperusöngvararnir Kristján Jóhannsson og Kristinn Sigmundsson opnað ána, sem og Bó. Þá mættu þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson þegar þeir leiddu ríkisstjórn Íslands. Ekki eru allir veiðimenn jafn ánægðir með að Guðna hafi hlotnast þessi heiður. Þannig bendir Pálmi Gunnarsson tónlistarmaður; landsþekktur veiðimaður og náttúruverndarsinni, á það að Guðni sé einn af höfundum núverandi laga um laxeldi. „Passar einstaklega vel að bjóða honum í opnun Norðurár,“ segir Pálmi háðskur. En sjókvíaeldið er eitur í beinum flestra stangveiðimanna. Erling Ingvason bætir því við að Guðni sé „líka sá sem breytti jarðalögum þann veg að auðmenn gátu farið að safna jörðum, hann er mesti trúður íslenskrar stjórnmálasögu og ég er ekki að grínast...auðvitað á að bjóða honum í veiði, annað væri óeðlilegt.“ Þessar umræður eiga sér stað á Facebookfærslu Gunnars Benders veiðiskríbents og sitt sýnist hverjum um hverjum hefði átt að bjóða. Fyrrverandi formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur, Bjarni Júlíusson, vill þó bera blak að Guðna og segir að sér þyki vænt um hann. Guðni sé „skemmtilegur og velviljaður“. Pálmi er ekki tilbúinn til að sleppa Bjarna við svo búið og svarar: „ekki sló hjarta hans fyrir villta lax- og silung stofna meðan hann hélt um stjórntaumana.“ En Bjarni bendir á móti á það að Guðni hafi samt sýnt „stuðning í verki þegar hann aðstoðaði mig við að kaupa upp netin í Hvítá og Ölfusá. Ráðuneytið veitti mér styrk og hann hjálpaði til og gaf góð ráð. Ég kann vel við Guðna!“ Lax Borgarbyggð Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Sjá meira
Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, gerði sér lítið fyrir, setti í og landaði 14 punda hæng. Þetta mun vera fyrsti laxinn sem Guðni veiðir á flugu. Skessuhorn greindi frá þessu nú fyrir stundu. Það má því segja að laxveiðin fari vel af stað. Norðurá í Borgarfirði var opnuð í morgun. Í hugum margra er það til marks um að laxveiðitímabilið sé formlega hafið. Jafnan ríkir nokkur spenna um hver velst til þess að hefja veiðar en í gegnum tíðina hafa margir þjóðþekktir einstaklingar verið fengnir til þess. Þannig hafa tónlistarmenn verið vinsælir: Helgi Björns og Vilborg Halldórsdóttir völdust til þess síðast, þá hafa óperusöngvararnir Kristján Jóhannsson og Kristinn Sigmundsson opnað ána, sem og Bó. Þá mættu þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson þegar þeir leiddu ríkisstjórn Íslands. Ekki eru allir veiðimenn jafn ánægðir með að Guðna hafi hlotnast þessi heiður. Þannig bendir Pálmi Gunnarsson tónlistarmaður; landsþekktur veiðimaður og náttúruverndarsinni, á það að Guðni sé einn af höfundum núverandi laga um laxeldi. „Passar einstaklega vel að bjóða honum í opnun Norðurár,“ segir Pálmi háðskur. En sjókvíaeldið er eitur í beinum flestra stangveiðimanna. Erling Ingvason bætir því við að Guðni sé „líka sá sem breytti jarðalögum þann veg að auðmenn gátu farið að safna jörðum, hann er mesti trúður íslenskrar stjórnmálasögu og ég er ekki að grínast...auðvitað á að bjóða honum í veiði, annað væri óeðlilegt.“ Þessar umræður eiga sér stað á Facebookfærslu Gunnars Benders veiðiskríbents og sitt sýnist hverjum um hverjum hefði átt að bjóða. Fyrrverandi formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur, Bjarni Júlíusson, vill þó bera blak að Guðna og segir að sér þyki vænt um hann. Guðni sé „skemmtilegur og velviljaður“. Pálmi er ekki tilbúinn til að sleppa Bjarna við svo búið og svarar: „ekki sló hjarta hans fyrir villta lax- og silung stofna meðan hann hélt um stjórntaumana.“ En Bjarni bendir á móti á það að Guðni hafi samt sýnt „stuðning í verki þegar hann aðstoðaði mig við að kaupa upp netin í Hvítá og Ölfusá. Ráðuneytið veitti mér styrk og hann hjálpaði til og gaf góð ráð. Ég kann vel við Guðna!“
Lax Borgarbyggð Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Sjá meira