Patrekur: Ég elska handbolta Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. júní 2021 20:16 Patrekur Jóhannesson var gríðarlega sáttur í leikslok. Vísir/Elín Björg Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, var gríðarlega ánægður með sigur sinna manna á Selfossi í kvöld. Lokatölur 28-30 og Stjörnumenn eru því komnir í undanúrslit Íslandsmótsins í fyrsta sinn í sögu félagsins. „Hvað á maður að segja eftir svona leik? Selfossliðið er hörkulið sem ég þekki mjög vel og þetta var bara ótrúlega flott hjá strákunum,“ sagði Patti eftir leikinn. „Við vorum í mjög góðu jafnvægi fyrir leikinn og fórum vel yfir það sem við gerðum vitlaust í fyrri leiknum. Vð vorum líka andlega sterkir þegar við lendum undir.“ „Þetta er abra magnað. Þetta er besti árangur liðsins í deildarkeppni í einhver 15 ár og núna erum við í fyrsta skipti komnir þetta langt.“ Ég auðvitað finn aðeins til með Selfyssingum en þetta var hörkuleikur og ég er hrikalega ánægður.“ Stjarnan lennti fjórum mörkum undir um miðjan seinni hálfleik og þurfti því að vinna upp sex mörk til að komast áfram. Patti þurfti að bregðast við snemma í seinni hálfleik, og þegar aðeins tólf mínútur voru liðnar af honum var hann búinn með leikhléin sín. „Ég er bara þannig þjálfari að ég sæki alltaf. Menn mega hafa sína skoðun á því, ef ég sé hlutina ekki ganga þá reyni ég alltaf að sækja til sigurs. Ég er mjög grimmur á því að breyta vörnum ef ég er með leikmenn sem hafa trú á mér og eru skipulagðir.“ „Auðvitað var sjö á sex ákveðinn þáttur í þessu. Við fengum ágætis færi og vorum líka klókir. Brynjar Darri kemur svo líka inn í markið og ver mjög mikilvæga bolta. Eins og ég segi var þetta bara jafn leikur á móti hörkuliði.“ Selfyssingar voru mjög óánægðir með lokasókn gestanna þar sem að þeir fengu að hanga nokkuð lengi á boltanum. Stjörnumenn voru klókir og sóttu aukaköst og létu klukkuna vinna með sér. „Varðandi þetta síðasta þá held ég að það séu fjórar sendingar eftir og Bjöggi fer á vörnina og það er brotið á honum. Er þá ekki bara dæmt aukakast? Af hverju á að vera að rífa kjaft yfir því?“ „En ég skil þá svo sem alveg vel. Maður er svekktur og sár og ég get fundið fullt af punktum sjálfur. Líka úr síðasta leik. Til dæmis þegar Ragnar leggur boltann ekki niður og fær ekki tvær mínútur. Það er hægt að finna endalaust af þessu. Ég skil það alveg. Ég myndi örugglega gera það sjálfur ef við hefðum tapað. Þetta var bara vel gert hjá Bjögga. Reynsla.“ Stjarnan fær ekki auðvelt verkefni í undanúrslitum þar sem að þeir mæta Haukum. Patti segist ekki hafa verið farinn að hugsa út í næstu viðureign en Haukarnir hafa verið óstöðvandi í seinustu leikjum. „Ég viðurkenni það að ég var ekki byrjaður að hugsa út í það. Ég vildi nú bara að mínir menn gæfu allt í þennan leik og að maður gæti farið inn í klefa og litið í spegilinn eftir að hafa gefið allt í þetta.“ „Jú, jú, það eru Haukar og það vita allir hvað þeir geta en allir leikir leggjast vel í mig. Það er alveg sama á móti hvaða liði ég spila, ég hlakka alltaf til. Ég elska handbolta og ég elska að þjálfa. Eins og ég elskaði að þjálfa á Selfossi þá þykir mér alveg jafn vænt um strákana mína í Garðabænum svo að ég hlakka bara til.“ Olís-deild karla Stjarnan UMF Selfoss Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - Stjarnan 28-30 | Ótrúlegur endasprettur tryggði Stjörnunni sæti í undanúrslitum Stjarnan er komin í undanúrslit Olís-deildar karla í handbolta eftir ótrúlegna endasprett á Selfossi. Garðbæingar unnu leikinn 30-28 og fara áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. 4. júní 2021 21:00 Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn Fleiri fréttir Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Sjá meira
„Hvað á maður að segja eftir svona leik? Selfossliðið er hörkulið sem ég þekki mjög vel og þetta var bara ótrúlega flott hjá strákunum,“ sagði Patti eftir leikinn. „Við vorum í mjög góðu jafnvægi fyrir leikinn og fórum vel yfir það sem við gerðum vitlaust í fyrri leiknum. Vð vorum líka andlega sterkir þegar við lendum undir.“ „Þetta er abra magnað. Þetta er besti árangur liðsins í deildarkeppni í einhver 15 ár og núna erum við í fyrsta skipti komnir þetta langt.“ Ég auðvitað finn aðeins til með Selfyssingum en þetta var hörkuleikur og ég er hrikalega ánægður.“ Stjarnan lennti fjórum mörkum undir um miðjan seinni hálfleik og þurfti því að vinna upp sex mörk til að komast áfram. Patti þurfti að bregðast við snemma í seinni hálfleik, og þegar aðeins tólf mínútur voru liðnar af honum var hann búinn með leikhléin sín. „Ég er bara þannig þjálfari að ég sæki alltaf. Menn mega hafa sína skoðun á því, ef ég sé hlutina ekki ganga þá reyni ég alltaf að sækja til sigurs. Ég er mjög grimmur á því að breyta vörnum ef ég er með leikmenn sem hafa trú á mér og eru skipulagðir.“ „Auðvitað var sjö á sex ákveðinn þáttur í þessu. Við fengum ágætis færi og vorum líka klókir. Brynjar Darri kemur svo líka inn í markið og ver mjög mikilvæga bolta. Eins og ég segi var þetta bara jafn leikur á móti hörkuliði.“ Selfyssingar voru mjög óánægðir með lokasókn gestanna þar sem að þeir fengu að hanga nokkuð lengi á boltanum. Stjörnumenn voru klókir og sóttu aukaköst og létu klukkuna vinna með sér. „Varðandi þetta síðasta þá held ég að það séu fjórar sendingar eftir og Bjöggi fer á vörnina og það er brotið á honum. Er þá ekki bara dæmt aukakast? Af hverju á að vera að rífa kjaft yfir því?“ „En ég skil þá svo sem alveg vel. Maður er svekktur og sár og ég get fundið fullt af punktum sjálfur. Líka úr síðasta leik. Til dæmis þegar Ragnar leggur boltann ekki niður og fær ekki tvær mínútur. Það er hægt að finna endalaust af þessu. Ég skil það alveg. Ég myndi örugglega gera það sjálfur ef við hefðum tapað. Þetta var bara vel gert hjá Bjögga. Reynsla.“ Stjarnan fær ekki auðvelt verkefni í undanúrslitum þar sem að þeir mæta Haukum. Patti segist ekki hafa verið farinn að hugsa út í næstu viðureign en Haukarnir hafa verið óstöðvandi í seinustu leikjum. „Ég viðurkenni það að ég var ekki byrjaður að hugsa út í það. Ég vildi nú bara að mínir menn gæfu allt í þennan leik og að maður gæti farið inn í klefa og litið í spegilinn eftir að hafa gefið allt í þetta.“ „Jú, jú, það eru Haukar og það vita allir hvað þeir geta en allir leikir leggjast vel í mig. Það er alveg sama á móti hvaða liði ég spila, ég hlakka alltaf til. Ég elska handbolta og ég elska að þjálfa. Eins og ég elskaði að þjálfa á Selfossi þá þykir mér alveg jafn vænt um strákana mína í Garðabænum svo að ég hlakka bara til.“
Olís-deild karla Stjarnan UMF Selfoss Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - Stjarnan 28-30 | Ótrúlegur endasprettur tryggði Stjörnunni sæti í undanúrslitum Stjarnan er komin í undanúrslit Olís-deildar karla í handbolta eftir ótrúlegna endasprett á Selfossi. Garðbæingar unnu leikinn 30-28 og fara áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. 4. júní 2021 21:00 Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn Fleiri fréttir Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Sjá meira
Leik lokið: Selfoss - Stjarnan 28-30 | Ótrúlegur endasprettur tryggði Stjörnunni sæti í undanúrslitum Stjarnan er komin í undanúrslit Olís-deildar karla í handbolta eftir ótrúlegna endasprett á Selfossi. Garðbæingar unnu leikinn 30-28 og fara áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. 4. júní 2021 21:00
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða