Aðeins þarf að vinna tvo leiki til að vinna einvígi í úrslitakeppninni á Spáni. Staðan í einvíginu var 1-1 og ljóst að liðið sem myndi vinna leik kvöldsins myndi mæta deildarmeisturum Real Madrid í undanúrslitum.
Fór það svo að Valencia lagði Baskonia með fimm stiga mun í kvöld, lokatölur 78-73.
Martin Hermannsson lék alls 11 mínútur í leik kvöldsins, skoraði tvö stig og tók tvö fráköst.

Spænski körfuboltinn, ACB, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. ACB er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.