Hópsýkingin tengd gömlum smitum sem ekki hefur tekist að rekja Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. júní 2021 12:47 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn. Vísir/vilhelm Innanlandssmit kórónuveirunnar sem greindust í gær tengjast öll hópsýkingu meðal hælisleitenda á höfuðborgarsvæðinu. Sýkingin hefur verið rakin til eldri smita, sem ekki hefur tekist að rekja til landamæra. Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, allir í sóttkví, og sjö greindust á landamærum en bíða allir mótefnamælingar, samkvæmt bráðabirgðatölum frá almannavörnum. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir að þeir sem greindust í fyrradag hafi farið í sýnatöku á fimmtudag en jákvæð niðurstaða ekki fengist staðfest fyrr en í gær. „Þannig að þeir voru allir komnir í sóttkví þegar þetta gerist en voru bara nýkomnir í sóttkví,“ segir Víðir. Ekkert kom út úr umfangsmikilli skimun Hann býst við því að fleiri greinist í tengslum við hópsmitið, sem er meðal umsækjenda um alþjóðlega vernd í búsetuúrræði á vegum útlendingastofnunar á höfuðborgarsvæðinu. Á annað hundrað hafa þurft að fara í sóttkví vegna smitanna. „Við erum búin að koma öllum sem voru útsettir sem við vitum um í sóttkví. Þannig að við eigum von á því að fleiri greinist í tengslum við þetta næstu daga en vonandi ekkert út fyrir þennan hóp,“ segir Víðir. „Það eru nokkrir staðir þar sem fólk hefur þurft að fara í sóttkví. En við fórum í umfangsmikla skimun og það kom ekkert út úr því.“ Tekist hefur að rekja sýkinguna til tveggja smita frá því fyrir rúmri viku, að sögn Víðis. „Þar sem við erum ekki með tenginu við landamærin, þetta virðist hafa komist inn í landið án þess að við fundum það, enn sem komið er, en það er verið að liggja yfir þessu, sérfræðingar Íslenskrar erfðagreiningar og fleiri eru að skoða raðgreiningarmynstrin í þessu.“ Óbólusettir fari áfram varlega Þá hafi almannavarnir enn áhyggjur af veisluhöldum meðal ungs fólks. „Við erum þá aðallega að horfa á hópamyndun þeirra sem ekki hafa fengið bólusetningu. Það gengur vel að bólusetja núna og þeim fjölgar stöðugt sem hafa að minnsta kosti fengið eina sprautu þannig að þeir sem ekki hafa fengið bólusetningu, við biðlum sérstaklega til þeirra að fara varlega,“ segir Víðir. Hann kveðst bjartsýnn á að frekari tilslakanir séu í kortunum. „Við verðum að sjá aðeins til en ég á ekki von á öðru en þetta liggi til seinni partinn í næstu viku hvaða hugmyndir sóttvarnalæknir hefur í því. Og það er miðvikudagurinn eftir rúma viku sem þetta á að taka gildi.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hælisleitendur Tengdar fréttir Þrír smitaðir en allir í sóttkví Allir þeir þrír sem greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær voru í sóttkví. Sjö manns bíða mótefnamælingar eftir komuna til landsins samkvæmt upplýsingum almannavarna. 5. júní 2021 10:53 Fjörutíu sjúkraflutningar tengdir hópsmitinu Mikið var að gera hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins síðasta sólarhringinn en sjúkraflutningar á tímabilinu voru 160, sem er með því almesta sem gerist. Um fjörutíu flutningar tengjast hópsýkingu kórónuveirunnar á höfuðborgarsvæðinu, sem greint var frá í gær. 5. júní 2021 10:24 Hópsýking hjá hælisleitendum Sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Um er að ræða hópsmit hjá hælisleitendum á höfuðborgarsvæðinu að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. 4. júní 2021 11:39 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sjá meira
Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, allir í sóttkví, og sjö greindust á landamærum en bíða allir mótefnamælingar, samkvæmt bráðabirgðatölum frá almannavörnum. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir að þeir sem greindust í fyrradag hafi farið í sýnatöku á fimmtudag en jákvæð niðurstaða ekki fengist staðfest fyrr en í gær. „Þannig að þeir voru allir komnir í sóttkví þegar þetta gerist en voru bara nýkomnir í sóttkví,“ segir Víðir. Ekkert kom út úr umfangsmikilli skimun Hann býst við því að fleiri greinist í tengslum við hópsmitið, sem er meðal umsækjenda um alþjóðlega vernd í búsetuúrræði á vegum útlendingastofnunar á höfuðborgarsvæðinu. Á annað hundrað hafa þurft að fara í sóttkví vegna smitanna. „Við erum búin að koma öllum sem voru útsettir sem við vitum um í sóttkví. Þannig að við eigum von á því að fleiri greinist í tengslum við þetta næstu daga en vonandi ekkert út fyrir þennan hóp,“ segir Víðir. „Það eru nokkrir staðir þar sem fólk hefur þurft að fara í sóttkví. En við fórum í umfangsmikla skimun og það kom ekkert út úr því.“ Tekist hefur að rekja sýkinguna til tveggja smita frá því fyrir rúmri viku, að sögn Víðis. „Þar sem við erum ekki með tenginu við landamærin, þetta virðist hafa komist inn í landið án þess að við fundum það, enn sem komið er, en það er verið að liggja yfir þessu, sérfræðingar Íslenskrar erfðagreiningar og fleiri eru að skoða raðgreiningarmynstrin í þessu.“ Óbólusettir fari áfram varlega Þá hafi almannavarnir enn áhyggjur af veisluhöldum meðal ungs fólks. „Við erum þá aðallega að horfa á hópamyndun þeirra sem ekki hafa fengið bólusetningu. Það gengur vel að bólusetja núna og þeim fjölgar stöðugt sem hafa að minnsta kosti fengið eina sprautu þannig að þeir sem ekki hafa fengið bólusetningu, við biðlum sérstaklega til þeirra að fara varlega,“ segir Víðir. Hann kveðst bjartsýnn á að frekari tilslakanir séu í kortunum. „Við verðum að sjá aðeins til en ég á ekki von á öðru en þetta liggi til seinni partinn í næstu viku hvaða hugmyndir sóttvarnalæknir hefur í því. Og það er miðvikudagurinn eftir rúma viku sem þetta á að taka gildi.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hælisleitendur Tengdar fréttir Þrír smitaðir en allir í sóttkví Allir þeir þrír sem greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær voru í sóttkví. Sjö manns bíða mótefnamælingar eftir komuna til landsins samkvæmt upplýsingum almannavarna. 5. júní 2021 10:53 Fjörutíu sjúkraflutningar tengdir hópsmitinu Mikið var að gera hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins síðasta sólarhringinn en sjúkraflutningar á tímabilinu voru 160, sem er með því almesta sem gerist. Um fjörutíu flutningar tengjast hópsýkingu kórónuveirunnar á höfuðborgarsvæðinu, sem greint var frá í gær. 5. júní 2021 10:24 Hópsýking hjá hælisleitendum Sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Um er að ræða hópsmit hjá hælisleitendum á höfuðborgarsvæðinu að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. 4. júní 2021 11:39 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sjá meira
Þrír smitaðir en allir í sóttkví Allir þeir þrír sem greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær voru í sóttkví. Sjö manns bíða mótefnamælingar eftir komuna til landsins samkvæmt upplýsingum almannavarna. 5. júní 2021 10:53
Fjörutíu sjúkraflutningar tengdir hópsmitinu Mikið var að gera hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins síðasta sólarhringinn en sjúkraflutningar á tímabilinu voru 160, sem er með því almesta sem gerist. Um fjörutíu flutningar tengjast hópsýkingu kórónuveirunnar á höfuðborgarsvæðinu, sem greint var frá í gær. 5. júní 2021 10:24
Hópsýking hjá hælisleitendum Sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Um er að ræða hópsmit hjá hælisleitendum á höfuðborgarsvæðinu að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. 4. júní 2021 11:39