Fréttir

Ný stjórn Miðflokksins kjörin

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
Ný stjórnarmeðlimir Miðflokksins, þau Hallfríður G. Hólmgrímsdóttir, Karl Gauti Hjaltason og Bergþór Ólason.
Ný stjórnarmeðlimir Miðflokksins, þau Hallfríður G. Hólmgrímsdóttir, Karl Gauti Hjaltason og Bergþór Ólason.

Ný stjórn Miðflokksins var kjörin á landsfundi flokksins í dag. 

Landsfundur Miðflokksins fór fram í dag. Efni fundarins var meðal annars kosning á nýrri stjórn flokksins. Það voru þau Hallfríður G. Hólmgrímsdóttir, bæjarfulltrúi í Grindavík, Karl Gauti Hjaltason, alþingismaður og Bergþór Ólason, alþingismaður sem voru kjörin. Auk þeirra munu formaður flokksins, formaður þingflokks og formaður fjármálaráðs sitja í stjórninni.

Stjórnarmenn munu skipta með sér verkefnum um innra starf, málefnastarf og upplýsingamál.

Anna Kolbrún Árnadóttir og Einar G. Harðarson buðu sig einnig fram en voru ekki kjörin. Þá mun Gunnar Bragi Sveinsson víkja úr stjórninni, en hann hættir sem varaformaður flokksins.

Fundurinn fór fram á fjarfundarkerfinu Zoom og hægt er að nálgast fundinn hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×