Vagínuvald Jóhannesar Þórs og Guðrúnar Drafnar talar beint inn í MeToo Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 6. júní 2021 18:41 Framkvæmdastjóri og lektor koma saman til að ögra fólki og vekja það til umhugsunar. vísir/Vagina Power Gjörningahópurinn Vagínuvald, eða Vagina Power, segir sýningu sína á Skólavörðustíg tala beint inn í #MeToo-byltinguna. Sýningunni er ætlað að vekja fólk af dvala og fá það til að taka þátt í umræðunni. Meðlimir hópsins eru tveir, hvorugur lærður listamaður og hér í nokkuð óhefðbundnu hlutverki; Guðrún Dröfn Whitehead, lektor í safnafræði við Háskóla Íslands, og Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Stöð 2 leit við á opnun sýningarinnar Light Your Fires síðasta föstudag en hún er haldin í Skúmaskoti, sal á Skólavörðustíg 21a, og stendur fram yfir næstu helgi. Konur eiga að vera háværar „Þetta er í rauninni sýning sem að gengur út á það að ögra viðteknum normum í samfélaginu eins og svo mikið af list gerir. Við erum með femínískar rætur á bak við þetta og erum í raun ekki að prómótera ákveðin skilaboð heldur að reyna að búa til upplifun fyrir áhorfandann sem hann getur tekið úr sín hughrif,“ sagði Jóhannes Þór. Guðrún Dröfn segir nafn hópsins tekið af veggjakroti sem hún sá inni á þýsku kvennaklósetti. Sýningin á að tala inn í #MeToo-byltinguna. „Konur eiga að vera háværar. Konur eiga að vera nákvæmlega eins og þær vilja vera; þær eiga að vera grófar og reiðar og háværar og að krefjast meira,“ segir Guðrún Dröfn. Og Jóhannes Þór tekur undir þetta: „Eitt af vandamálunum við þá umræðu sem hefur verið í gangi undanfarin ár er að karlmenn eru ekki að taka þátt í femínískri umræðu. Við þurfum öll að taka þátt í svona réttindabaráttu. Það er ekki nóg að sitja bara og bíða eftir að allt gerist.“ Femínískt raf-pönk Á sýningunni er gestum boðið að setjast að borði og „upplifa hið fallega, rotna, frábrugðna, örmagna og óskipulagða.“ Hópurinn Vagínuvald skilgreinir sig sem íslenskan raf-pönk gjörningahóp sem framleiðir vídeóverk, hljóðverk, örljóð og ljósmyndir. Verkin eru meðal annars byggð á kenningum femínísma og nota óþægilegt myndefni tekið á hversdagslegum stöðum, einhæfa raftónlist, umhverfishljóð og gróft málfar. MeToo Jafnréttismál Myndlist Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Sjá meira
Meðlimir hópsins eru tveir, hvorugur lærður listamaður og hér í nokkuð óhefðbundnu hlutverki; Guðrún Dröfn Whitehead, lektor í safnafræði við Háskóla Íslands, og Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Stöð 2 leit við á opnun sýningarinnar Light Your Fires síðasta föstudag en hún er haldin í Skúmaskoti, sal á Skólavörðustíg 21a, og stendur fram yfir næstu helgi. Konur eiga að vera háværar „Þetta er í rauninni sýning sem að gengur út á það að ögra viðteknum normum í samfélaginu eins og svo mikið af list gerir. Við erum með femínískar rætur á bak við þetta og erum í raun ekki að prómótera ákveðin skilaboð heldur að reyna að búa til upplifun fyrir áhorfandann sem hann getur tekið úr sín hughrif,“ sagði Jóhannes Þór. Guðrún Dröfn segir nafn hópsins tekið af veggjakroti sem hún sá inni á þýsku kvennaklósetti. Sýningin á að tala inn í #MeToo-byltinguna. „Konur eiga að vera háværar. Konur eiga að vera nákvæmlega eins og þær vilja vera; þær eiga að vera grófar og reiðar og háværar og að krefjast meira,“ segir Guðrún Dröfn. Og Jóhannes Þór tekur undir þetta: „Eitt af vandamálunum við þá umræðu sem hefur verið í gangi undanfarin ár er að karlmenn eru ekki að taka þátt í femínískri umræðu. Við þurfum öll að taka þátt í svona réttindabaráttu. Það er ekki nóg að sitja bara og bíða eftir að allt gerist.“ Femínískt raf-pönk Á sýningunni er gestum boðið að setjast að borði og „upplifa hið fallega, rotna, frábrugðna, örmagna og óskipulagða.“ Hópurinn Vagínuvald skilgreinir sig sem íslenskan raf-pönk gjörningahóp sem framleiðir vídeóverk, hljóðverk, örljóð og ljósmyndir. Verkin eru meðal annars byggð á kenningum femínísma og nota óþægilegt myndefni tekið á hversdagslegum stöðum, einhæfa raftónlist, umhverfishljóð og gróft málfar.
MeToo Jafnréttismál Myndlist Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Sjá meira