Fær erlendu leikmennina í mat, leyfir þeim að fara í heita pottinn og prjónar á þær peysur: „Eins og dætur mínar“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júní 2021 11:01 Murielle Tiernan er að spila sitt fjórða tímabil með Tindastól en það fyrsta í Pepsi Max deildinni. Hún kom fyrst þegar liðið var í 2. deildinni. Vísir/Sigurbjörn Andri Óskarsson Erlendu leikmennirnir á Sauðárkróki hafa verið þar í mörg ár og vilja ekkert fara. Það er kannski ekkert skrýtið eftir að Helena Ólafsdóttir fékk að vita meira um lífið hjá þeim í heimsókn sinni á Krókinn. Helena Ólafsdóttir heimsótti Sauðárkrók og fékk að vita meira um nýliðana í Tindastól sem eru í fyrsta sinn í efstu deild kvenna í sumar. Tindastólsliðið vann sér sæti í Pepsi Max deild kvenna með því að vinna Lengjudeildina í fyrrasumar. Helena ræddi meðal annars við Helgu Eyjólfsdóttur sem er í meistaraflokksráði kvenna hjá Tindastól. Helena vildi fá vita meira um hennar starf. „Það er aðallega að hugsa um stelpurnar, að þeim líði vel og að undirbúa þær fyrir leiki og sjá til þess að umgjörðin sé fín. Svo er það að hugsa um erlendu leikmennina þegar þær eru hér. Við erum meira eða minna með þær inn á heimilunum hjá okkur og erum að sinna þeim,“ sagði Helga. „Ég held að þú sért nú aðeins að draga úr því sem þú gerir. Eru þær ekki mikið í mat hjá þér og að koma í pottinn og annað,“ sagði Helena Ólafsdóttir. „Jú, þær koma heim til mín og eru í mat og fá að fara í heita pottinn og í kalda karið. Ég prjóna á þær peysur og þær eru orðnar eins og dætur mínar,“ sagði Helga. Murielle Tiernan er ein af þessum leikmönnum en hún hefur raðað inn mörkum á meðan Tindastólsliðið hefur farið upp um tvær deildir og þessi bandaríski framherji hefði örugglega geta komist að hjá liði í efstu deild. Hún valdi það hins vegar að vera áfram á Króknum og er nú að hefja sitt fjórða tímabil með liðinu. Er Helga ástæðan fyrir því að þær eru enn á Króknum. „Jú, ætli það ekki bara,“ svaraði Helga hlæjandi. Allt innslagið frá heimsókn Helenu Ólafsdóttur má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Pepsi Max Mörkin: Heimsókn Helenu á Sauðárkrók Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin Tindastóll Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Sjáðu dóminn sára á Víkinga: VAR hafi reddað málum með vafasömum hætti Fótbolti Fleiri fréttir Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Merino sá um að setja pressu á Liverpool Sjáðu mark Emilíu og lætin í kjölfarið Arnar hrósar Sölva í hástert: „Gerði liðið að sínu strax í fyrsta leik.“ Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Leggja til refsingar vegna fótboltakrakkaveiða í Danmörku Mættur í skólann daginn eftir að hafa sett nýtt met í Evrópukeppni Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Nýliðar Aftureldingar skoruðu sex sinnum hjá FH-ingum í Skessunni Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum Emilía Kiær skoraði í öðrum leiknum í röð David Moyes finnur til með Arne Slot Devine til Blika og má spila í kvöld Orðinn mjög þreyttur á flakkinu Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ Aftur leggur Jóhann Berg upp og fjarlægist fall Ekki í sömu sporum og Ange: „Ég er hjá stærra félagi með meiri pressu“ Sjá meira
Helena Ólafsdóttir heimsótti Sauðárkrók og fékk að vita meira um nýliðana í Tindastól sem eru í fyrsta sinn í efstu deild kvenna í sumar. Tindastólsliðið vann sér sæti í Pepsi Max deild kvenna með því að vinna Lengjudeildina í fyrrasumar. Helena ræddi meðal annars við Helgu Eyjólfsdóttur sem er í meistaraflokksráði kvenna hjá Tindastól. Helena vildi fá vita meira um hennar starf. „Það er aðallega að hugsa um stelpurnar, að þeim líði vel og að undirbúa þær fyrir leiki og sjá til þess að umgjörðin sé fín. Svo er það að hugsa um erlendu leikmennina þegar þær eru hér. Við erum meira eða minna með þær inn á heimilunum hjá okkur og erum að sinna þeim,“ sagði Helga. „Ég held að þú sért nú aðeins að draga úr því sem þú gerir. Eru þær ekki mikið í mat hjá þér og að koma í pottinn og annað,“ sagði Helena Ólafsdóttir. „Jú, þær koma heim til mín og eru í mat og fá að fara í heita pottinn og í kalda karið. Ég prjóna á þær peysur og þær eru orðnar eins og dætur mínar,“ sagði Helga. Murielle Tiernan er ein af þessum leikmönnum en hún hefur raðað inn mörkum á meðan Tindastólsliðið hefur farið upp um tvær deildir og þessi bandaríski framherji hefði örugglega geta komist að hjá liði í efstu deild. Hún valdi það hins vegar að vera áfram á Króknum og er nú að hefja sitt fjórða tímabil með liðinu. Er Helga ástæðan fyrir því að þær eru enn á Króknum. „Jú, ætli það ekki bara,“ svaraði Helga hlæjandi. Allt innslagið frá heimsókn Helenu Ólafsdóttur má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Pepsi Max Mörkin: Heimsókn Helenu á Sauðárkrók
Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin Tindastóll Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Sjáðu dóminn sára á Víkinga: VAR hafi reddað málum með vafasömum hætti Fótbolti Fleiri fréttir Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Merino sá um að setja pressu á Liverpool Sjáðu mark Emilíu og lætin í kjölfarið Arnar hrósar Sölva í hástert: „Gerði liðið að sínu strax í fyrsta leik.“ Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Leggja til refsingar vegna fótboltakrakkaveiða í Danmörku Mættur í skólann daginn eftir að hafa sett nýtt met í Evrópukeppni Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Nýliðar Aftureldingar skoruðu sex sinnum hjá FH-ingum í Skessunni Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum Emilía Kiær skoraði í öðrum leiknum í röð David Moyes finnur til með Arne Slot Devine til Blika og má spila í kvöld Orðinn mjög þreyttur á flakkinu Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ Aftur leggur Jóhann Berg upp og fjarlægist fall Ekki í sömu sporum og Ange: „Ég er hjá stærra félagi með meiri pressu“ Sjá meira