„Bjuggumst kannski ekki við að ná 14 stiga forskoti strax í byrjun“ Atli Arason skrifar 7. júní 2021 23:53 Hörður Axel Vilhjálmsson. Vísir/Hulda Margrét Hörður Axel Vilhjálmsson, leikmaður Keflavíkur, var glaður yfir sigri á KR í kvöld, sigri sem fleytti Keflavík í úrslita rimmu um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. „Við vorum virkilega solid í dag. Við byrjuðum mjög sterkt sem við lögðum mikla áherslu á að við þurftum að koma út mjög ákveðnir af því við vissum að þeir voru að berjast fyrir lífinu sínu. Við ætluðum að setja tóninn sem við náðum heldur betur að gera,“ sagði Hörður Axel í viðtali eftir leik en sterk byrjun Keflavíkur var lykill að sigri þeirra í dag en heimamenn leiddu leikinn frá upphafi til enda. „Þetta var eitthvað sem við lögðum upp með en við bjuggumst kannski ekki við að ná 14 stiga forskoti strax í byrjun. Við erum búnir að bæta það mikið frá því í fyrra að þegar við náum forskoti að halda því og vita hverjum við erum að leita af og halda forskotinu, sem við gerðum þrusu vel í dag.“ Stuðningur úr troðfullri stúku í Keflavík var hreint út sagt magnaður og Hörður var hálf orðlaus yfir þeim stuðning sem heimamenn fengu í kvöld. „Ég hef eiginlega ekki orð yfir þessu. Þetta er bara stórkostlegt og ógeðslega gaman. Ég sast niður í upphitun og í hálfleik og horfði bara upp í stúku til að reyna að taka þetta allt inn og leyfa mér að njóta þess að vera hérna,“ svaraði Hörður aðspurður út í stuðninginn úr stúkunni Sigur Keflavíkur í kvöld þýðir að liðið hefur farið í gegnum heila 500 daga án þess að tapa leik á heimavelli. Ef þessi heimavallar sigurganga heldur áfram er augljóst að liðið endar uppi með þann stóra. Hörður vildi þó ekki fara fram úr sér. „Við tökum bara einn leik í einu. Það er það sem hefur skapað þetta fyrir okkur, við erum ekkert að fara fram úr sjálfum okkur og við erum ekkert að fara of hátt eða of lágt. Við erum með okkar markmið og við vitum hver þau eru. Á sama tíma þá erum við helvíti erfiðir þegar við erum eins og við vorum í dag,“ sagði kátur Hörður Axel Vilhjálmsson að lokum. Dominos-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Valur einum sigri frá úrslitum Handbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti, allskonar fótbolti og margt fleira Sport Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Fyrsta deildartap PSG Fótbolti „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Vilja allir spila fyrir Man United“ Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti, allskonar fótbolti og margt fleira Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Valur einum sigri frá úrslitum Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Bað kærustunnar áður en hann kláraði hlaupið Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Valdimar verður með í forsetaslagnum Klósettpappír út um allt á vellinum Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Sjá meira
„Við vorum virkilega solid í dag. Við byrjuðum mjög sterkt sem við lögðum mikla áherslu á að við þurftum að koma út mjög ákveðnir af því við vissum að þeir voru að berjast fyrir lífinu sínu. Við ætluðum að setja tóninn sem við náðum heldur betur að gera,“ sagði Hörður Axel í viðtali eftir leik en sterk byrjun Keflavíkur var lykill að sigri þeirra í dag en heimamenn leiddu leikinn frá upphafi til enda. „Þetta var eitthvað sem við lögðum upp með en við bjuggumst kannski ekki við að ná 14 stiga forskoti strax í byrjun. Við erum búnir að bæta það mikið frá því í fyrra að þegar við náum forskoti að halda því og vita hverjum við erum að leita af og halda forskotinu, sem við gerðum þrusu vel í dag.“ Stuðningur úr troðfullri stúku í Keflavík var hreint út sagt magnaður og Hörður var hálf orðlaus yfir þeim stuðning sem heimamenn fengu í kvöld. „Ég hef eiginlega ekki orð yfir þessu. Þetta er bara stórkostlegt og ógeðslega gaman. Ég sast niður í upphitun og í hálfleik og horfði bara upp í stúku til að reyna að taka þetta allt inn og leyfa mér að njóta þess að vera hérna,“ svaraði Hörður aðspurður út í stuðninginn úr stúkunni Sigur Keflavíkur í kvöld þýðir að liðið hefur farið í gegnum heila 500 daga án þess að tapa leik á heimavelli. Ef þessi heimavallar sigurganga heldur áfram er augljóst að liðið endar uppi með þann stóra. Hörður vildi þó ekki fara fram úr sér. „Við tökum bara einn leik í einu. Það er það sem hefur skapað þetta fyrir okkur, við erum ekkert að fara fram úr sjálfum okkur og við erum ekkert að fara of hátt eða of lágt. Við erum með okkar markmið og við vitum hver þau eru. Á sama tíma þá erum við helvíti erfiðir þegar við erum eins og við vorum í dag,“ sagði kátur Hörður Axel Vilhjálmsson að lokum.
Dominos-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Valur einum sigri frá úrslitum Handbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti, allskonar fótbolti og margt fleira Sport Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Fyrsta deildartap PSG Fótbolti „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Vilja allir spila fyrir Man United“ Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti, allskonar fótbolti og margt fleira Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Valur einum sigri frá úrslitum Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Bað kærustunnar áður en hann kláraði hlaupið Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Valdimar verður með í forsetaslagnum Klósettpappír út um allt á vellinum Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Sjá meira