Maðurinn enn ófundinn og foreldrar kalla eftir eftirlitsmyndavélum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 8. júní 2021 19:17 Ragnar Örn Óttósson, faðir sjö ára stúlku sem brást hetjulega við þegar maður reyndi að nema hana á brott á leikvelli í Grafarvogi í gærkvöldi, vill að eftirlitsmyndavélum verði komið fyrir á leikvöllum í borginni. VÍSIR/ARNAR Faðir sjö ára stúlku, sem brást hetjulega við þegar maður reyndi að nema hana á brott á leikvelli í Grafarvogi í gærkvöldi, vill að eftirlitsmyndavélum verði komið fyrir á leikvöllum í borginni. Stúlkan sem er sjö ára var á leikvelli í Funafold með bróður sínum og vinkonu þegar atvikið átti sér stað. Ragnar Örn, faðir stúlkunnar, var að vinna á dráttarvél í bakgarði í næsta húsi. „Þegar ég er að bakka vélinni út úr garðinum sé ég skelfingarsvip á húsráðanda, vini mínum, og þá hafði barnið komið til baka grátandi,“ segir Ragnar Örn Ottósson, faðir stúlkunnar. Vinkonan og litli bróðirinn höfðu brugðið sér inn til að fara á klósettið og í sömu andrá hafi maður nálgast dóttur hans. „Hann segir við hana heyrðu viltu ekki koma og sjá hundinn minn. Hún segir nei ég er ekki að fara með þér. Við höfum kennt henni að fara ekki með neinum. Hann grípur þá utan um hana og lyftir henni upp og heldur henni þéttingsfast,“ segir Ragnar. Stúlkan hafi þá brugðist hárrétt við. Leikvöllurinn er í Funafold í Grafarvogi. VÍSIR/ARNAR „Reiðisöskur og grátur og svo gefur hún honum hnéspark í punginn,“ segir Ragnar. Manninum hafi brugðið við og hlaupið á brott. Leit að manninum fór strax af stað og lögreglu bar að garði. Stúlkan gat gefið góða lýsingu á manninum; hann var dökkhærður, klæddur grárri peysu og gráum íþróttabuxum. Ragnar biðlar til nágranna á svæðinu að kanna hvort atvikið hafi mögulega náðst á eftirlitsmyndavélum. Hann furðar sig á því að það sé ekki að minnsta kosti ein myndavél við hvern leikvöll. „Eins og á bensínstöðinni Olís, þar eru örugglega átta myndavélar. Er þetta ekki það sem við viljum sjá: öruggt svæði og netmyndavél sem er þá kannski hægt að glugga í eftir á,“ segir Ragnar. Málið er til rannsóknar hjá lögreglu.Vísir/Arnar Málið er til rannsóknar hjá lögreglu en maðurinn hefur ekki fundist. Dóttur Ragnars líður ágætlega og segir hann fjölskylduna hafa lagt áherslu á að hrósa henni fyrir að standa sig vel í erfiðum aðstæðum. „Ég er rosalega stoltur af dóttur minni,“ segir Ragnar. Barnavernd Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sjá meira
Stúlkan sem er sjö ára var á leikvelli í Funafold með bróður sínum og vinkonu þegar atvikið átti sér stað. Ragnar Örn, faðir stúlkunnar, var að vinna á dráttarvél í bakgarði í næsta húsi. „Þegar ég er að bakka vélinni út úr garðinum sé ég skelfingarsvip á húsráðanda, vini mínum, og þá hafði barnið komið til baka grátandi,“ segir Ragnar Örn Ottósson, faðir stúlkunnar. Vinkonan og litli bróðirinn höfðu brugðið sér inn til að fara á klósettið og í sömu andrá hafi maður nálgast dóttur hans. „Hann segir við hana heyrðu viltu ekki koma og sjá hundinn minn. Hún segir nei ég er ekki að fara með þér. Við höfum kennt henni að fara ekki með neinum. Hann grípur þá utan um hana og lyftir henni upp og heldur henni þéttingsfast,“ segir Ragnar. Stúlkan hafi þá brugðist hárrétt við. Leikvöllurinn er í Funafold í Grafarvogi. VÍSIR/ARNAR „Reiðisöskur og grátur og svo gefur hún honum hnéspark í punginn,“ segir Ragnar. Manninum hafi brugðið við og hlaupið á brott. Leit að manninum fór strax af stað og lögreglu bar að garði. Stúlkan gat gefið góða lýsingu á manninum; hann var dökkhærður, klæddur grárri peysu og gráum íþróttabuxum. Ragnar biðlar til nágranna á svæðinu að kanna hvort atvikið hafi mögulega náðst á eftirlitsmyndavélum. Hann furðar sig á því að það sé ekki að minnsta kosti ein myndavél við hvern leikvöll. „Eins og á bensínstöðinni Olís, þar eru örugglega átta myndavélar. Er þetta ekki það sem við viljum sjá: öruggt svæði og netmyndavél sem er þá kannski hægt að glugga í eftir á,“ segir Ragnar. Málið er til rannsóknar hjá lögreglu.Vísir/Arnar Málið er til rannsóknar hjá lögreglu en maðurinn hefur ekki fundist. Dóttur Ragnars líður ágætlega og segir hann fjölskylduna hafa lagt áherslu á að hrósa henni fyrir að standa sig vel í erfiðum aðstæðum. „Ég er rosalega stoltur af dóttur minni,“ segir Ragnar.
Barnavernd Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sjá meira