Ólíklegt að það verði af afglæpavæðingu neysluskammta Sunna Sæmundsdóttir skrifar 9. júní 2021 10:10 Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata og Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. vísir/samsett Ólíklegt er að frumvarp heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu neysluskammta nái í gegnum þingið á lokadögum þess að mati Birgis Ármanssonar, þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins. Píratar hyggjast þá leggja fram eigið frumvarp í staðinn. Starfsáætlun Alþingis var tekin úr sambandi í gær og fjölda þingfunda verður nú háttað eftir þörfum. Lokadagar þingsins verða nýttir til þess að afgreiða ókláruð mál en um fimmtíu stjórnarfrumvörp eru enn í nefndum. Þingflokksformenn funduðu tvisvar í gær þar sem reynt var að ná samkomulagi um þinglok og þau mál sem á að klára. Ekki er komin niðurstaða og fundað verður aftur í dag. Eitt ókláraðra mála er frumvarp heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu neysluskammta og sagði Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, að ólíklegt væri að það yrði klárað. „Eins og staðan er núna er nú ólíklegt að það nái í gegn vegna þess að það er ágreiningur í nefndinni. Það er búið að fá töluverða umfjöllun en það hefur ekki náðst niðurstaða sem samstaða er um,“ sagði Birgir Örfáir þingfundir eru eftir og mörg stór eru enn óafgreidd.vísir/Egill „Við auðvitað erum með langan lista af málum. Mörg þeirra og kannski flest eru í tiltölulega góðu samkomulagi og við vonumst til þess að klára þau á næstu dögum en svo eru nokkur álitamál sem við erum að glíma við og það er ekki komin niðurstaða í þau. En það er auðvitað ljóst að öll þau mál sem ríkisstjórnin hefur lagt fram verða ekki kláruð.“ Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, tók fram að ágreiningur um frumvarp um afglæpavæðingu neysluskammta væri meðal stjórnarliða, en ekki stjórnarandstöðunnar. „Sem er súrt, vegna þess að þegar málið okkar var fellt í fyrra var gefið loforð um að málið yrði klárað nú á vorþingi,“ sagði Halldóra og vísaði til sambærilegs frumvarps Pírata sem var lagt fram og fellt í fyrra. „Það er orðið ljósara núna að það hafi aldrei staðið til að samþykkja þetta mál.“ Verði málið ekki afgreitt segir Halldóra að Píratar hyggist leggja fram eigið frumvarp. „Við erum með mál tilbúið, afglæpavæðingarmálið, sem við erum tilbúin að leggja fram og við viljum bara leggja það fram í staðinn,“ segir Halldóra. Fíkn Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Starfsáætlun Alþingis var tekin úr sambandi í gær og fjölda þingfunda verður nú háttað eftir þörfum. Lokadagar þingsins verða nýttir til þess að afgreiða ókláruð mál en um fimmtíu stjórnarfrumvörp eru enn í nefndum. Þingflokksformenn funduðu tvisvar í gær þar sem reynt var að ná samkomulagi um þinglok og þau mál sem á að klára. Ekki er komin niðurstaða og fundað verður aftur í dag. Eitt ókláraðra mála er frumvarp heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu neysluskammta og sagði Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, að ólíklegt væri að það yrði klárað. „Eins og staðan er núna er nú ólíklegt að það nái í gegn vegna þess að það er ágreiningur í nefndinni. Það er búið að fá töluverða umfjöllun en það hefur ekki náðst niðurstaða sem samstaða er um,“ sagði Birgir Örfáir þingfundir eru eftir og mörg stór eru enn óafgreidd.vísir/Egill „Við auðvitað erum með langan lista af málum. Mörg þeirra og kannski flest eru í tiltölulega góðu samkomulagi og við vonumst til þess að klára þau á næstu dögum en svo eru nokkur álitamál sem við erum að glíma við og það er ekki komin niðurstaða í þau. En það er auðvitað ljóst að öll þau mál sem ríkisstjórnin hefur lagt fram verða ekki kláruð.“ Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, tók fram að ágreiningur um frumvarp um afglæpavæðingu neysluskammta væri meðal stjórnarliða, en ekki stjórnarandstöðunnar. „Sem er súrt, vegna þess að þegar málið okkar var fellt í fyrra var gefið loforð um að málið yrði klárað nú á vorþingi,“ sagði Halldóra og vísaði til sambærilegs frumvarps Pírata sem var lagt fram og fellt í fyrra. „Það er orðið ljósara núna að það hafi aldrei staðið til að samþykkja þetta mál.“ Verði málið ekki afgreitt segir Halldóra að Píratar hyggist leggja fram eigið frumvarp. „Við erum með mál tilbúið, afglæpavæðingarmálið, sem við erum tilbúin að leggja fram og við viljum bara leggja það fram í staðinn,“ segir Halldóra.
Fíkn Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira