Rætt við röðina: „Það stóð nú til að fá sprautu þarna í þessu húsi“ Nadine Guðrún Yaghi og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 9. júní 2021 19:18 Hljóðið í fólki í röðinni var hið ágætasta þegar fréttastofu bar að garði fyrr í dag. Vísir Aldrei hefur myndast lengri röð eftir bólusetningum við Laugardalshöll eins og í dag. Þrátt fyrir mikinn ágang tókst að bólusetja um tíu þúsund manns, þeirra á meðal fjármálaráðherra. Margir sem ekki höfðu verið boðaðir þurftu frá að hverfa. Fyrir hádegi náði röðin alla leið upp á Suðurlandsbraut og hringinn í kring um túnið við hlið Laugardalshallarinnar en í dag var fólk bólusett með seinni skammti af Astra Zeneca. Fréttastofa er með beint útsýni yfir röðina og það er alveg óhætt að fullyrða að hún hafi aldrei verið eins löng og í dag. Fréttamaður Stöðvar 2 ræddi við fólkið í röðinni í morgun sem sló flest á létta stengi. Kemur það ykkur á óvart hvernig ástandið er hérna? „Já, hræðilega. Maður átti ekki von á þessu,“ sögðu þær Gunnhildur og Edda þegar þær voru staddar aftarlega í röðinni í morgun. Þær voru með boð í bólusetningu en þær fengu fyrri sprautuna fyrir átta vikum. Stór hluti þeirra sem mættu í morgun hafði hins vegar ekki fengið boð en vonaðist til að fá seinni bólusetningu aðeins fjórum vikum frá fyrri sprautu. Gunnhildur og Edda létu smá rigningu ekki stoppa sig.Vísir „Þegar ég kom í fyrri sprautuna þá var bara stutt röð, rétt við dyrnar,“ sagði Edda. Þær vinkonur sögðu þó að góður gangur væri á röðinni og voru sammála um að smá rigningarúði fengi ekki að aftra því að þær biðu þolinmóðar eftir bóluefninu. „Mér finnst þetta mjög fyndið“ Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslunni, segir að bregðast hafi þurft við því hversu mörg létu sjá sig sem ekki höfðu fengið boðun í bólusetningu. „Þá tókum við á það ráð að taka það fólk út úr röðinni. Það gekk fólk meðfram röðinni í allan dag og útskýrði fyrir fólki að það geti ekki komið fyrr en eftir klukkan tvö ef það er ekki með strikamerki fyrir daginn í dag.“ „Það stóð nú til að fá sprautu þarna í þessu húsi“ segir Ólafur Kristinn Hrafnsson, einn þeirra sem stóð lengi í röðinni í dag, bendir á Laugardalshöllina í töluverðri fjarlægð og hlær. „Það eina sem maður óttast er að þegar það loksins kemur að manni þá er búið efnið.“ Ólafur Kristinn óttaðist það helst að efnið yrði búið loks þegar röðin kæmi að honum.Vísir „Mér finnst þetta bara mjög fyndið. Ég er búin að hlæja alla leiðina frá bílastæðinu,“ sagði Hrund Hjaltadóttir. Hvað er svona fyndið? „Bara allir þessir Íslendingar í svona röð,“ segir Hrund. Eiginmaður hennar, Guðmundur Guðnason, tekur undir. „Ég sagði við kunningja okkar sem við hittum í röðinni áðan að það væri ekki svona löng röð ef það væri útsala í ríkinu,“ segir Guðmundur. Guðmundur og Hrund hlógu hreinlega að fjöldanum sem var saman kominn.Vísir „Við sleiktum bara innan úr öllum glösum“ Þrettán hundruð skammtar voru eftir klukkan tvö í dag. Ragnheiður segir að hún hafi alls ekki áttað sig á því hve margir sem höfðu fengið fyrri sprautu fyrir fjórum vikum myndu freista þess að mæta í dag. Ragnheiður segir að um tíu þúsund manns hafi verið bólusettir í dag. „Við sleiktum bara innan úr öllum glösum sem við gátum mögulega fundið,“ segir Ragnheiður. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.Stöð 2 Fjármálaráðherra freistaði þess að fá sprautu Bjarni Benediktsson fjámálaráðherra var mættur á svæðið um klukkan þrjú í dag en það eru fimm vikur síðan hann fékk fyrri sprautuna. „Ég átti ekki boð í dag en eftir klukkan tvö eru hinir mættir sem eru að reyna fá seinni sprautu,“ segir Bjarni. Nú hefur komið fram að vörnin sé ekki jafn góð ef það eru ekki liðnar átta vikur á milli, ertu ekkert smeykur við það? „Nei, ég held að ef það er boðið uppá þetta þá sé nú hægt að treysta því að það verði í lagi með mann,“ segir Bjarni. Fjármálaráðherra var á meðal þeirra sem fengu seinni skammt bóluefnis AstraZeneca í dag.Vísir Bjarni rétt náði sér í bóluefni og er nú fullbólusettur. Hann var heldur aftarlega í röðinni þegar fréttastofa ræddi við hann og fáir skammtar eftir. Því var ekki útséð með hvort hann fengi bóluefnaskammtinn sem hann sóttist eftir. „Við erum nú búnir að vera í gamni og alvöru að telja hausa hérna og við fengum fréttir af því að það væru þrettánhundruð skammtar í húsinu. Við erum bjartsýnir hérna, þeir sem eru með mér,“ sagði Bjarni áður en hann smeygði sér aftur í röðina til vina sinna. Bólusetningar Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira
Fyrir hádegi náði röðin alla leið upp á Suðurlandsbraut og hringinn í kring um túnið við hlið Laugardalshallarinnar en í dag var fólk bólusett með seinni skammti af Astra Zeneca. Fréttastofa er með beint útsýni yfir röðina og það er alveg óhætt að fullyrða að hún hafi aldrei verið eins löng og í dag. Fréttamaður Stöðvar 2 ræddi við fólkið í röðinni í morgun sem sló flest á létta stengi. Kemur það ykkur á óvart hvernig ástandið er hérna? „Já, hræðilega. Maður átti ekki von á þessu,“ sögðu þær Gunnhildur og Edda þegar þær voru staddar aftarlega í röðinni í morgun. Þær voru með boð í bólusetningu en þær fengu fyrri sprautuna fyrir átta vikum. Stór hluti þeirra sem mættu í morgun hafði hins vegar ekki fengið boð en vonaðist til að fá seinni bólusetningu aðeins fjórum vikum frá fyrri sprautu. Gunnhildur og Edda létu smá rigningu ekki stoppa sig.Vísir „Þegar ég kom í fyrri sprautuna þá var bara stutt röð, rétt við dyrnar,“ sagði Edda. Þær vinkonur sögðu þó að góður gangur væri á röðinni og voru sammála um að smá rigningarúði fengi ekki að aftra því að þær biðu þolinmóðar eftir bóluefninu. „Mér finnst þetta mjög fyndið“ Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslunni, segir að bregðast hafi þurft við því hversu mörg létu sjá sig sem ekki höfðu fengið boðun í bólusetningu. „Þá tókum við á það ráð að taka það fólk út úr röðinni. Það gekk fólk meðfram röðinni í allan dag og útskýrði fyrir fólki að það geti ekki komið fyrr en eftir klukkan tvö ef það er ekki með strikamerki fyrir daginn í dag.“ „Það stóð nú til að fá sprautu þarna í þessu húsi“ segir Ólafur Kristinn Hrafnsson, einn þeirra sem stóð lengi í röðinni í dag, bendir á Laugardalshöllina í töluverðri fjarlægð og hlær. „Það eina sem maður óttast er að þegar það loksins kemur að manni þá er búið efnið.“ Ólafur Kristinn óttaðist það helst að efnið yrði búið loks þegar röðin kæmi að honum.Vísir „Mér finnst þetta bara mjög fyndið. Ég er búin að hlæja alla leiðina frá bílastæðinu,“ sagði Hrund Hjaltadóttir. Hvað er svona fyndið? „Bara allir þessir Íslendingar í svona röð,“ segir Hrund. Eiginmaður hennar, Guðmundur Guðnason, tekur undir. „Ég sagði við kunningja okkar sem við hittum í röðinni áðan að það væri ekki svona löng röð ef það væri útsala í ríkinu,“ segir Guðmundur. Guðmundur og Hrund hlógu hreinlega að fjöldanum sem var saman kominn.Vísir „Við sleiktum bara innan úr öllum glösum“ Þrettán hundruð skammtar voru eftir klukkan tvö í dag. Ragnheiður segir að hún hafi alls ekki áttað sig á því hve margir sem höfðu fengið fyrri sprautu fyrir fjórum vikum myndu freista þess að mæta í dag. Ragnheiður segir að um tíu þúsund manns hafi verið bólusettir í dag. „Við sleiktum bara innan úr öllum glösum sem við gátum mögulega fundið,“ segir Ragnheiður. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.Stöð 2 Fjármálaráðherra freistaði þess að fá sprautu Bjarni Benediktsson fjámálaráðherra var mættur á svæðið um klukkan þrjú í dag en það eru fimm vikur síðan hann fékk fyrri sprautuna. „Ég átti ekki boð í dag en eftir klukkan tvö eru hinir mættir sem eru að reyna fá seinni sprautu,“ segir Bjarni. Nú hefur komið fram að vörnin sé ekki jafn góð ef það eru ekki liðnar átta vikur á milli, ertu ekkert smeykur við það? „Nei, ég held að ef það er boðið uppá þetta þá sé nú hægt að treysta því að það verði í lagi með mann,“ segir Bjarni. Fjármálaráðherra var á meðal þeirra sem fengu seinni skammt bóluefnis AstraZeneca í dag.Vísir Bjarni rétt náði sér í bóluefni og er nú fullbólusettur. Hann var heldur aftarlega í röðinni þegar fréttastofa ræddi við hann og fáir skammtar eftir. Því var ekki útséð með hvort hann fengi bóluefnaskammtinn sem hann sóttist eftir. „Við erum nú búnir að vera í gamni og alvöru að telja hausa hérna og við fengum fréttir af því að það væru þrettánhundruð skammtar í húsinu. Við erum bjartsýnir hérna, þeir sem eru með mér,“ sagði Bjarni áður en hann smeygði sér aftur í röðina til vina sinna.
Bólusetningar Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira