Sveinbjörn fór á HM eftir veikindin en draumurinn um ÓL fjaraði út Sindri Sverrisson skrifar 10. júní 2021 08:01 Sveinbjörn Iura varð að játa sig sigraðan gegn Sungho Lee á HM. IJF/Sabau Gabriela Eftir að hafa veikst vegna kórónuveirunnar og þurft að dvelja í samtals þrjár vikur í einangrun á hótelherbergi vegna þess keppti Sveinbjörn Iura á sínu fyrsta móti eftir veikindin í gær, á sjálfu heimsmeistaramótinu í júdó. Mótið, sem fram fer í Búdapest, var síðasta tækifæri Sveinbjörns til að vinna sér inn sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó eftir að hann missti af þremur mikilvægum mótum vegna smitsins. Draumurinn um Ólympíuleikana fjaraði hins vegar út. Þrátt fyrir að hafa ekki náð upp fullum styrk eftir smitið ákvað Sveinbjörn samt að fara á HM. Þar varð hann að sætta sig við tap í fyrstu umferð. Sveinbjörn mætti Sungho Lee frá Suður-Kóreu og tapaði á ippon eftir 83 sekúndna glímu sem sjá má hér að neðan. Sveinbjörn keppir í -81 kg þyngdarflokki og þar varð Belginn Matthias Casse heimsmeistari, með sigri á Tato Grigalashvili frá Georgíu í úrslitum. Sveinbjörn viðurkenndi í viðtali við Vísi í maí að hann væri á leið á HM án þess að vera í því ástandi sem hann vildi: „Maður var búinn að heyra alls konar sögur um að þessi veira væri ekki neitt – bara smákvef og eitthvað – en þetta hefur haft gríðarleg áhrif á mig,“ sagði Sveinbjörn í viðtalinu. „Ég var í einangrun í tvær vikur í Tyrklandi, fékk svo neikvætt próf þar en greindist jákvæður á landamærum við komuna til Íslands. Því fór ég í viku í sóttvarnahús. Þetta voru því þrjár vikur þar sem ég var inni á hótelherbergi og mátti ekkert fara. Þegar ég lauk þessari þriggja vikna einangrun var ég svo líka alls ekki í sama ástandi og áður. Ég fór út að skokka og gat varla hlaupið hálfan kílómetra, og þetta tekur líka mikið á andlega. Það myndi gera það fyrir hvern sem er sem þarf að sitja inni í herbergi í þrjár vikur. Það er mikil vinna að rífa sig upp eftir þetta. Þetta hefur ekki verið skemmtilegt og ég óska engum þess að fá þennan viðbjóð,“ sagði Sveinbjörn. Sundkappinn Anton Sveinn McKee er enn eini íslenski íþróttamaðurinn sem náð hefur sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó. Auk Sveinbjörns hefur Guðlaug Edda Hannesdóttir nú nýlega þurft að játa sig sigraða í baráttunni um sæti á leikunum vegna meiðsla. Júdó Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina Fótbolti X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Fótbolti Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi Fótbolti „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Fótbolti „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Handbolti Hareide: „Verður að spyrja KSÍ“ Fótbolti „Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt“ Fótbolti „Bara svona skítatilfinning“ Handbolti Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Handbolti Fleiri fréttir Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi „Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt“ Hareide: „Verður að spyrja KSÍ“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ „Ætla ekki að standa hérna og tala um einhverja einstaklinga“ Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Gyökeres skoraði fernu fyrir Svía í Þjóðadeildinni Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Svartfellingar unnu Tyrki óvænt og hjálpuðu Wales upp í A-deild „Vonandi hefur fólk horft á eitthvað annað“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Guardiola framlengir við Man. City Sjáðu Andra Lucas skora og Wales svara með fjórum mörkum Dómarinn fluttur í burtu á börum FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Hefur ekki rætt við Hareide: „Klárlega búið að ganga vel hjá honum“ Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Gerir þrjár breytingar á sigurliðinu í Svartfjallalandi Seldu miða á Paul-Tyson bardagann fyrir 2,5 milljarða Klopp vildi fá Antony í stað Salah Þórdís Elva semur við Þróttara Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Af hverju er San Marínó framar í röðinni en Ísland? Sjá meira
Mótið, sem fram fer í Búdapest, var síðasta tækifæri Sveinbjörns til að vinna sér inn sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó eftir að hann missti af þremur mikilvægum mótum vegna smitsins. Draumurinn um Ólympíuleikana fjaraði hins vegar út. Þrátt fyrir að hafa ekki náð upp fullum styrk eftir smitið ákvað Sveinbjörn samt að fara á HM. Þar varð hann að sætta sig við tap í fyrstu umferð. Sveinbjörn mætti Sungho Lee frá Suður-Kóreu og tapaði á ippon eftir 83 sekúndna glímu sem sjá má hér að neðan. Sveinbjörn keppir í -81 kg þyngdarflokki og þar varð Belginn Matthias Casse heimsmeistari, með sigri á Tato Grigalashvili frá Georgíu í úrslitum. Sveinbjörn viðurkenndi í viðtali við Vísi í maí að hann væri á leið á HM án þess að vera í því ástandi sem hann vildi: „Maður var búinn að heyra alls konar sögur um að þessi veira væri ekki neitt – bara smákvef og eitthvað – en þetta hefur haft gríðarleg áhrif á mig,“ sagði Sveinbjörn í viðtalinu. „Ég var í einangrun í tvær vikur í Tyrklandi, fékk svo neikvætt próf þar en greindist jákvæður á landamærum við komuna til Íslands. Því fór ég í viku í sóttvarnahús. Þetta voru því þrjár vikur þar sem ég var inni á hótelherbergi og mátti ekkert fara. Þegar ég lauk þessari þriggja vikna einangrun var ég svo líka alls ekki í sama ástandi og áður. Ég fór út að skokka og gat varla hlaupið hálfan kílómetra, og þetta tekur líka mikið á andlega. Það myndi gera það fyrir hvern sem er sem þarf að sitja inni í herbergi í þrjár vikur. Það er mikil vinna að rífa sig upp eftir þetta. Þetta hefur ekki verið skemmtilegt og ég óska engum þess að fá þennan viðbjóð,“ sagði Sveinbjörn. Sundkappinn Anton Sveinn McKee er enn eini íslenski íþróttamaðurinn sem náð hefur sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó. Auk Sveinbjörns hefur Guðlaug Edda Hannesdóttir nú nýlega þurft að játa sig sigraða í baráttunni um sæti á leikunum vegna meiðsla.
Júdó Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina Fótbolti X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Fótbolti Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi Fótbolti „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Fótbolti „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Handbolti Hareide: „Verður að spyrja KSÍ“ Fótbolti „Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt“ Fótbolti „Bara svona skítatilfinning“ Handbolti Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Handbolti Fleiri fréttir Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi „Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt“ Hareide: „Verður að spyrja KSÍ“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ „Ætla ekki að standa hérna og tala um einhverja einstaklinga“ Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Gyökeres skoraði fernu fyrir Svía í Þjóðadeildinni Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Svartfellingar unnu Tyrki óvænt og hjálpuðu Wales upp í A-deild „Vonandi hefur fólk horft á eitthvað annað“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Guardiola framlengir við Man. City Sjáðu Andra Lucas skora og Wales svara með fjórum mörkum Dómarinn fluttur í burtu á börum FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Hefur ekki rætt við Hareide: „Klárlega búið að ganga vel hjá honum“ Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Gerir þrjár breytingar á sigurliðinu í Svartfjallalandi Seldu miða á Paul-Tyson bardagann fyrir 2,5 milljarða Klopp vildi fá Antony í stað Salah Þórdís Elva semur við Þróttara Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Af hverju er San Marínó framar í röðinni en Ísland? Sjá meira